Afturelding - 01.06.1947, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.06.1947, Blaðsíða 9
AFTURELDING Sigurm. Einarsson, Rv. laust. En, ungi vinur, þótt þú liafir æskuþrek en vanti eldinn, þá máttu vila að sjötugt öldurmennið, sem á brennandi lijarta fyrir Guðsríki, verður hæfara en þú á flestum sviðum í verki Drottins. En liefir æska Krists, almennt, lieyrt herútboð Guðs til sín, og skilið, að það er með það eins og náðarkallið, að það er stílaö upp á daginn í dag en ekki morgundag- inn? I dag ef þér lieyrið hans raust. — Hvað verða það þá margir, sem svara með orð- um Jesaja spámanns: Hér er ég, send þú mig. Guð gefi að þeir verði margir, jafnt með- al yngri sem eldri. Einhverjir liafa spurt, livernig sumarstarfinu verði hagað í þetta skipti. Ekki er enn farið að skipuleggja það, en útlit er fyrir að hægt verði að leggja eins mikla á- lierzlu á það, og ef til vill enn meiri en síðastliðið sumar. Það er líka markmiðið. Biðjum um leiðbeiningu í þessu þýðingar- mikla máli, biðjum um möguleika, biðjum um fórnfýsi. Síðan tökum við ákvarðanir, þegar við mætumst á sumarmótinu á Sauð- árkróki 22. júní næst komandi. Á. E. (Myndaröðin er eflir aldri, á livorri síðunni fyrir sig.) Sigur'öur Réíursson, Hj. Kr. Reykdal, Skrók. ist lifandi trú á Jesúm Krist, sem Frelsara sinn. Síðan varð læknirinn, sem var heittrúaður maður, sálusorgari sjúklings síns og leiddi hann að fótskör Frelsarans. Eftir fremur stuttan tíma fór Frakkinn heim til lands síns aftur, sem nýr maður, fullkomlega heilbrigður á anda sál og líkama. Kristin æska, hvar í flokki sem þú stend- ur, sérðu hlutverk þitt? Og við kristnir nienn allir, yfir höfuð, sjáum við í raun og veru hlutverk okkar? Sjáum við og skiljum, að leiðin til að bjarga og lijálpa mönnunum, er að mæta þeim í sorg þeirra, þjáningum og vonleysi? Næmur, gagnkvæm- ur skilningur á kjörum hins þjáða og týnda er oftast einasta smyrslið, sem sefað getur þjáningar hans, þang- að til honum fæðist hin lifandi trú, er varpar sér í gegnumstungn- ar hendur Frelsarans. — Lítil stúlka, 5 eða 6 ára, heyrði talað um konu, sem var í mikilli sorg. Hún segir við móður sína: Ég skal fara og hugga hana. Barn, hvernig heldurðu að þú get- ir það! svaraði móðirin. Jú, ég vef bara örmum mínum um liáls liennar og græt með henni. Svar barnsins, svo einfalt sem það er, sýnir okkur á Ijósan og skýran hátt þann veg, er Jesús sagð* að lægi að mannshjartanu — eða sagði liann ekki: Grátið með grátendum? Og ef við förum eins og barnið, með tvær hend- ur tóinar, en svo fullt lijarta af samúð að augun geti ekki leynt því, þá mun starf okkar hera sama árangur og vitnisburður enska læknisins við hinn sjúka Frakka. Hin kristna æska.ætti að íliuga það vel,að orðin í Davíðs sálmi 110, 3, eru orð dags ins í dag fremur en nokkru sinni fyrr. Þau hljóða svo: Þjóð þín kemur sjálfboða á her ilegi þínum: í lielgu skrauti morgunroðanskemur dögg æskuliös þíns til þín. — llér er’ talað um herdag Drottins. Það dylst engum kristnum manni, að Guð og óvinurinn, ljós og myrkur, eiga í hernaði í dag. Og það sem Guð hiður um og þarfnast, er ekki kyrrstöðukristnir menn, lieldur bardagakristnir, það er að segja vitnisburðarkristnir menn. Heilsteyptur kristindómur og æskuþróttur er hvað öðru líkt og fer vel saman. Það er Jiví engin tilviljun, að í sama versi og talað er um herdag Guðs, fær kristin æska herútboð. Er það ekki vegna Jiess, að Guð væntir mestra framtaka af lienni? Tvímæla- Uppskerusálmur Guðs akrar livítir eru nú, Svo út í starfið gakk í trú! Kom fljótt, Guðs barn, í flokk með þeim, sein færa hveitibundin heim. Lát ekkert megna’ að aftra þér En aðeins trúr mót Guði ver. Þótt komið virðist haustsins húm I hlöðu Drottins enn er rúm. Kór: 0, Það vantar akurmenn, Akrar Drott- ins híða. Ef ei þan "■að út Jiú ferð Ótal sálir líða. Tíminn líður frá þér fljótt, Far Jni áð- ur kemur nótt. Óðum flýr, óðum flýr, upp- skerunnar tíð! Sjá, liversu vindur liaustsins lilær, Með hretum sífellt öxin slær. Og vetrar nálgast öflin æ, Það er í liættu sérhvert fræ. Senn vefur héla sérhvert strá, Sumarsins hlómst- ur falla í dá. Margt dýrðlegt fræ Jió dafni fljótt, Það deyr á fyrstu liélunótt. I,ausleg þýðing J ónas J akobsson I.ag: Segertoner 178. No. 4 í („Söngvar Drottni til dýrðar“). Jóhann 1‘álsson, Ak. É' Ásgr. Stefánsson, Ak. 41

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.