Rödd fólksins - Reykjavík - 01.03.1952, Síða 2

Rödd fólksins - Reykjavík - 01.03.1952, Síða 2
2 RÖDD FÓLKSINS, laugardaginn 1. marz 1952. 1. b!a<Y Erindi þetta var upphaflega samið í árs- byrjun 1950, og þá sent útvarpsráði með til- mælum um, að það yrði flutt i útvarpinu. Útvarpsráð hafnaði erindinu, með móðgandi ummælum. — Sennilega hefur útvarpsráði þótt gæta fullmikils alvöruþunga i erindinu, en „léttara hjal“ mundi hinsvegar- vafalaust falla þar i góðan jarðveg. En spuming er um það, hvort hlustendur hefðu verið á sama máli. Þessu næst var crindi þetta boðið Morgun- blaðinu og Tímanum, en var hafnað af báð- um blöðunum. Sá var aðeins munurinn, að ritstjórarnir, sem lásu erindið, fóru um það viðurkenningarorðum og töldu það merki- legt að ýmsu leyti. Þótt svona langt sé um liðið síðan erindið var samið, og margt hafi breytzt siðan, þá stendur allt ennþá í fullu gildi, sem þarna er sagt, svo að það er fyllsta ástæða til að láta það koma fyrir almenningssjónir, og því er það birt hér. Þegar tveir eða fleiri menn hittast á förnum vegi og taka tal saman, þá hefjast umræðurnar venjulega á því, að þeir fara að ræða um veðrið í dag eða þá tíðarfarið svona yfirleitt. Þann- ig hefur það að minnsta kosti verið til skamms tíma. Þetta er næsta eðli- legt. Fáar þjóðir hafa verið eins háð- ar veðráttunni og við íslendingar. „Ég er bóndi og allt mitt á, undir sól og regni,“ sagði skáldið forðum. Þetta er hárrétt. Afkoma bóndans hefur ætíð verið háð tíðarfarinu og veðuráttinni svo mjög, að segja má, að allt hafi oltið á því, hvemig tíðarfarið hagaði sér þennan veturinn eða þetta sum- arið. Þá hefur sjávarútvegurinn ekki síð- ur verið háður tíðarfarinu, einkum á meðan fleytan var lítil og tæki öll lé- leg og frumstæð. Og þegar þess er gætt, að þjóðin stundaði yfirleitt ekki aðra atvinnuvegi en landbúnað og sjávarútveg, þá verður það næsta skiljanlegt, að fólkinu þætti réttast að hefja umræður á því, að tala um veðr- ið og tíðarfarið. Á síðustu áratugum, og einkum síð- asta áratuginn, hafa orðið stórkost- legar breytingar með þjóð vorri á flestum sviðum. Breytingarnar hafa verið svo hraðfara og stórstígar, að oft hefur verið erfitt að fylgjast full- komlega með því, sem er að gjörast. En því hljóta allir að veita eftirtekt, að jafnvel veðrið og tíðarfarið er ekki lengur tungusamasta umræðuefni þjóðarinnar, enda hafa nú vaxið upp nýir atvinnuvegir, sem í litlu eða engu eru háðir tíðarfarinu. Jafnhliða því, sem fólkið streymir frá framleiðslunni, stækkar sá hópurinn, sem á að litlu afkomu sína „undir sól og regni“. Þessa þjóðlífsbreytingu sjá allir. En aðrar breytingar eru þess eðlis, að maður áttar sig ekki ævinlega full- komlega á því, hversu yfirgripsmiklar þær eru, eða hvaða áhrif þær hafa á þjóðlíf vort. Margur áttar sig jafnvel ekki á því, þó að um gjörbreytingar sé að ræða, hvort þær verða til bóta og blessunar fyrir þjóðina, eða þær reynast vera til niðurdreps og bölv- unar. Oft er það líka sagan ein, sem úr þessu getur skorið. En hitt mun þó algengara, að þeir, sem gamlir eru og reyndir í skóla lífsins og fylgjast vel með rás viðburðanna, sjá oft hvert stefnir, og vilja þá gjarna vara við, ef augljóst virðist, að stefnt sé út á hál- an ís eða botnlausa ófæru. „Ekki veld- ur sá er varar þó að ver fari“. Ein sú breyting, sem orðið hefur með þjóðinni — einkum síðustu tíu árin — og við hverjum manni blasir, er sú, að nú er það hvorki veðrið né tíðarfarið, sem fyrst ber á góma, er menn hittast á fömum vegi. Það er annað umræðuefni komið í staðinn, sem þjóðinni er enn hugstæðara og tungutamara og snertir meira hags- muni hvers manns en veðrið og tíð- arfarið. Um daginn Þetta umræðuefni er dýrtíðin og öll sú bölvun, sem henni fylgir. Og fylgihnettir dýrtíðarinnar eru marg- ir, stórir og geigvænlegir. í nánu sam- bandi við dýrtíðina er talað um sí- aukna skatta, sí-aukna tolla í ótelj- andi myndum, sí-hækkandi útsvör, sí-hækkandi allskonar persónugjöld, svo og önnur útgjöld, sem of langt yrði upp að telja. Öll þessi útgjöld standa í svo nánum tengslum við dýr- tíðina, að eigi verður um annað rætt, án þess að hitt sé nefnt. — Þegar út í þetta er farið verður ekki gengið fram hjá því, sem er ef til vill lang alvarlegast af öllu þessu, en það eru hin sí-auknu afskipti ríkisvaldsins af öllum hugsanlegum málum. Ríkis- valdið seilist alltaf inn á ný svið og kannar nýjar leiðir, upgötvar ný ráð, til að hafa álirif á hið daglega líf hvers manns. Og með þessu er þrengt að kosti þjóðarinnar og frjálsræði hennar á flestupi sviðum. Þegar slík frelsisskerðing er látin seitla smám saman inn í þjóðarlíkamann, þá verð- ur þetta ekki eins áberandi og þung- bært. En nú síðustu tíu árin hafa valdhafarnir haft skammtana of stóra, svo að þjóðin finnur áhrif eit- urlyfsins og vill gjarnan losna við slíka skottulækningu. Þegar sjúkling- urinn neitar að taka lyfið inn lengur og heimtar frelsi, þá er mælirinn barmafullur. Annars er hugtakið frelsi, i hinni fornu og góðu merkingu, varla Iengur til nema í bókum, því að reynt er að rugla þjóðina í ríminu með því að beita alls konar hugtaka- fölsun, sem því miður er að verða ærið algengt. Menn kalla það frelsi, sem í rauninni er þrældómur, af því að hið sanna frelsi þekkist ekki lengur. Þessi sí-auknu afskipti ríkisvaldsins af persónulegum högum almennings hafa líka dregið óþægilegan dilk á eftir sér. Þjóðin hefur nefnilega svar- að þessum sí-auknu kröfum og af- skiptum ríkisvaldsins á mjög áber- andi og áþreifanlegan hátt, sem sé með því, að gjöra sjálf sí-auknar kröf- ur til ríkisins, og koma þær kröfur fram í óteljandi myndum. Það er al- veg sama hvar gripið er niður, hvort sem maður hefur fjárlagafrumvarpið fyrir framan sig, eða horfir á rás við- burðanna með berum augum. Þurfi t. d. eitthvert bæjarfélag að láta gjöra ofurlítinn bryggjuspotta, þá er leitað til Alþingis. Fyrst verður það að sam- þykkja all-ríflega fjárveitingu til bryggjunnar, og síðan verður það að samþykkja lög, þar sem rikið ábyrg- ist allt, sem á vantar. Bæjarfélagið virðist ckki hafa neinn einasta eyri handbæran, þegar verkið er hafið. Hins vegar er varla svo aumur kot- bóndi til, að hann hafi ekki eitthvað búið sig undir það, ef hann hugsar sér að ráðast í einhverjar framkvæmd- ir. Og það er hið eina rétta búskapar- lag, en ekki hitt, að gera allar fram- kvæmdir í skuld. Það getur átt rétt á sér í einstöku tilfelli, en venjulega borgar það sig ekki. — Það má benda á annað sláandi dæmi. Til er í land- inu mesti aragrúi af alls konar félög- um, sem þykjast vinna að almenn- ingsheill, og mörg gera það vafalaust. En eitt er sameiginlegt með öllum þessum félögum, að þau fljótlega, að aflokinni stofnun, sækja til Alþingis um styrk til starfsemi sinnar og fá hann venjulega. Málið er nefnilega falið einhverjum þingmanni til fyrir- greiðslu, og ef hann ekki kemur því fram, þá þykir hann tæplega á þingi hæfur. og veginn Þessi styrkja-pólitík er komin út í slíkar öfgar, að það gengur brjálæði næst. Það er sízt of sterkt að orði kveðið, þegar maður sér það svart á hvítu, að fleiri tugir eða hundruð af ýmis konar félögum sækja um opin- bera styrki. og fénu er ausið út eftir- litslítið, eða án alls eftirlits í þessa botnleysu. Og það er ekki einungis að reynt sé að lokka þannig peninga úr ríkiskassanum, heldur hefur þessi sjúkdómur smitað svo þjóðina, að jafnvel félausir sveitasjóðir og félitl- ir sýslusjóðir eru umsetnir af allskon- ar náhröfnum, sem hafa alla viðleitni í þá átt að ná sér í bita. Og venju- lega tekst þetta, þcgar um styrkina er sótt fyrir hönd einhvers félags eða félaga. Ilrepsnefndirnar og sýslu- nefndirnar eiga oft í vök að verjast í þessu efni, ekki síður en Alþingi. En það hefur stærra bein í nefinu, og ætti því að hafa betri skilyrði að losa sig við alla þessa náhrafna. En því miður er það ekki svo. Ríkisvaldið hefur einmitt innleitt þessa pólitík og ætti því að hafa forystuna um að skera hana niður. Náskylt þessu er og það, þegar AI- þingi er knúið til þess að styrkja með beinum framlögum ýms vafasöm fyr- irtæki, svo að fénu er sama sem hent í sjóinn, af því að ekki liggja fyrir nægilegar rannsókna-niðurstöður um það, hvort fyrirtækið er gagnlegt eða ekki. Ut á þessa sömu braut hafa sýsjusjóðirnir einnig lent, þrátt fyrir sín takmörkuðu fjárráð, og ausið út fé í hreina botnleysu, án allra rann- sókna og fyrirhyggju. Get ég sagt af þessu eitt sorglegt dæmi úr minni sýslu. Fyrir alllöngu síðan var þess farið á leið við sýslunefndina, að hún veitti fé til að gjöra brimbrjót á Skál- um á Langanesi. Fyrir harðfylgi sýslunefndarmannsins hafðist þetta fram og hinn févana sýslusjóður lét nokkurt fé af mörkum. En árið eft- ir var enn farið hins sama á leit og nú var upphæðin öllu hærri. Þar sem búið var að skapa fordæmið.þótti ekki unnt að neita fjárbeiðninni, enda var fast sótt á lagið. Þannig gekk það ár eftir ár, og alltaf var fénu ausið í brimbrjótinn, mig minnir helzt í heil- an áratug. En þá Ioks kom í Ijós, að brimbrjóturinn var ekki til nokkurs gagns, heldur hreint og beint til bölv- unar, því að sandur safnaðist fyrir innan við garðinn og eyðilagði þessa ómerkilegu höfn. Eins og alþjóð er kunnugt, fór Skálaþorp í eyði, svo að brimbrjóturinn stendur þarna (ef hann er þá ekki hruninn) sem und- ursamlegt sýnishorn þess, hvernig verst er hægt að eyða fé. / Og nú skulum við snúa okkur aftur að jröken dýrtíð. Þess var áður getið, að allur almenningur þessa lands kveinar mjög yfir þungum sköttum og öðrum álögum, sem ríkisvaldinu þóknast að leggja á þegnana. Þessar álögur hafa vitanlega átt sinn mikla þátt í því að auka dýrtiðina. Þetta kemur með sínum ægiþunga, bæði á framlciðendur og launþega. En að- staða Iaunþega og framleiðenda til að mæta þessu er næsta ólík. Laun- þegar svara tafarlaust með auknum kaupkröfum, en kaupkröfurnar verka þannig, að dýrtíðin vex og verðgildi peninganna minnkar. Ríkisvaldið svarar þessu aftur með sí-hækkandi tollum og sköttum, og launþegarnir enn með kröfum um kjarabætur. Þannig gengur það koll af kolli — og þannig heldur svikamyllan áfrám að mala niður efnalegt sjálfstæði þjóðar- innar og tímanlega velgengni. Er nú ekki kominn tími til „að stemma á að ósi“? Er nú ekki kom- inn tími til þess að snúa dýrtíðar- spólunni við og byrja að láta hana vinda ofan af sér aftur? Eða getur svikmyllan gengið endalaust, án þess að þjóðinni sé hætta búin? Nei, það getur hún áreiðanlega ekki. Og ef þjóðin væri spurð um það, hvað hún vildi í þessu efni, þá mundi ekki standa á svarinu. En hún hefur bara aldrei verið spurð — og það er ógæf- an. *" Þó að sjónarmið almennings séu nokkuð með ýmsu móti í flestum málum, þá verður tæplega annað séð, en að öll þjóðin sé sammála um eitt, — og það er, að hún vill láta skera niður dýrtíðina tafarlaust, áður en allt er komið í kaldakol. Einkum eru það þó allir framleiðendur til lands og sjávar, sem eru orðnir langþreyttir að bíða eftir því, að hafist sé handa og eitthvað gert í málinu. Það virðist Iiggja svo gjörsamlega í augum uppi, að sá búskapur getur ekki þrifist, að ofþyngja atvinnuvegunum með gengdarlausum tollum og sköttum ofan á allt annað, svo að ekki borg- ar sig lengur að framleiða á íslandi, ef selja á framleiðsluna á erlendum markaði og afla gjaldeyris. í raun- inni ætti grundvöllurinn undir allri framleiðslustarfsemi að vera sá, fyrst og fremst, að hægt sé að selja fram- leiðsluna á erlendum markaði fyrir framleiðslukostnaði og vel það. Þetta er því nauðsynlegra fyrir okkur, sem það er viðurkennt, að við þurfum meira á erlendufn gjaldeyri að halda en flestar aðrar þjóðir, sökum hinna fábreyttu atvinnuvega. Það hefur verið gripið til þess und- arlega ráðs, eftir að svona var komið, að halda atvinnuvegunum við meo útflutningsuppbótum, sem allir eru þó sammála um, að geti ekki gengið til lengdar. Enda eru þetta yfirleitt kallaðarr bráðabirgða-ráðstafanir. En þó er alltaf gengið lengra og lengra út á þessa braut. Og enginn veit hvar þetta endar. En hvaðan koma allar þessar upphæðir, sem greiddar eru í útflutningsuppbætur? Koma þær ekki frá hinum þrautpíndu og merg- sognu atvinnuvegum? Ég held að það hljóti að vera. Ekki eigum við nein- ar gullnámur eða aðrar auðsupp- sprettur en þær, sem atvinnuvegir okkar hvíla á. Og hversvegna er þá verið að pína féð út úr þrautsognum atvinnuvegum, láta það ganga gegn- um ríkiskassann og greiða það síðan aftur út til hinna sömu aðila? Þetta skilur ekki íslenzk alþýða og hlýtur að líta þannig á, að nokkuð sé við þetta at athuga. Þetta minnir svo undarlega mikið á annað fyrirbæri, sem nokkuð er þekkt undir nafninu „Kleppsvinna“. En sú vinna hefur aldrei þótt til fyrirmyndar. Þetta hefði þó ef til vill verið hægt að réttlæta, ef hér hefði verið um að ræða beinar bráðabirgða-ráðstafanir og aðeins gripið til þeirra í ítrustu nauðsyn, þegar einum atvinnuvegin- um vegnaði ver en öðrum. En þegar þetta ást.and varir árum saman og engar gagnráðstafanir gerðar, sem að gagni mega koma, þá er von að marg- ur verði höggdofa af undrun yfir úr- ræðaleysi valdhafanna. Og þegar of- an á þetta bætist það, að hinum þrautpíndu atvinnuvegum er ofþyngt með takmarkalausum sköttum og tollum og hverskonar útgjöldum og allt er hækkað, sem hægt er að hækka til að auka dýrtíðina, svo sem símgjöld og póstgjöld, fargjöld og hverskonar gjöld og þjónusta, scm Frh. á 3. siðti.

x

Rödd fólksins - Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rödd fólksins - Reykjavík
https://timarit.is/publication/408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.