Rödd fólksins - Reykjavík - 01.03.1952, Blaðsíða 1

Rödd fólksins - Reykjavík - 01.03.1952, Blaðsíða 1
„ANÖSSÓKASAFN Rodd íólksíns GEFIÐ ÚT AF S A M T Ö K U M FRJALSLYNDRA MANNA Jtt I8 86 4X 1S3-ANDS Rifstjóri og ábyrgðarmaður: Benjamín Sigvaldason, fræðimaður Sími um stundarsakir: 81538 Ritstjórn og afgreiðsla á Laufásveg 13, kjallaranum Viðtalstími kl. 10-12 f. h. og 1-3 e. h. I. árg 1. marz 1952 I. blað Við kjósum nýjan þjóðhöfðingja ívor Á næsta vori ber okkur íslendingum að kjósa nýjan þjóð- höfðingja, en sem stendur fara með æðstu völd í landinu þrír menn, sem nefnast „handhafar forsetavalds", ög er þetta fyrirkomulag fremur illa séð af þjóðinni. Hún vill eiga sinn þjóðhöfðingja, og hún vill að varaforseti taki við völdum, ef forsetinn fellur frá, og eins ef um forföll er að ræða. En stjórnarskráin er svo fátækleg að gerð, að raunverulega eig- um við engan varaforseta. Nú er það kunnugt, að varaforseti getur reynst eins vel og hver annar forseti, og er það öllum heimi ljósast, síðan Truman tók við völdum í Bandaríkjun- um, því hann hefur þótt reynast með ágætum. Þetta leiðir til þess ,að við íslendingar sættum okkur aldrei við annað, en að því ákvæði verði komið inn í stjórnarskrána, að kosinn skuli varaforseti, um leið og forsetakjör fer fram. En þetta ákvæði vantar ennþá í stjórnarskrá okkar, svo að um slíka kosningu verður ekki að ræða að þessu sinni. En sjálfan forsetann kjósum við á komandi vori, og er nú ekki um annað meira rætt meðal almennings en það, hver muni verða valinn í þá virðulegu stöðu. Hver verður þjóðhöfðingi okkar nœstu fjögur árin? Áður en þeirri spurningu verður svarað, verður að skyggn- ast eftir því, hvaða kröfur þjóðin gjörir til þess manns, sem hún vill gera að þjóðhöfðingja sínum. Því er fljótsvarað. Hann verður að vera vitmaður góður og sannur drengskaparmað- ur með gjörsamlega óflekkaða fortíð og glæsilegan starfsferil. Hann þarf að vera réttlátur og sannsýnn, og hafa mikla þekk- ingu á athafnalífi þjóðarinnar og þjóðarhögum yfirleitt. Og um fram allt þarf hann að vera laus við þær viðjar og þá fjötra, sem stjórnmálaflokkarnir hafa lagt á flesta málsmet- andi menn þessa lands. Sá, sem er bundinn flokksfjötrum, skoðar alla hluti með gleraugum þeim hinum sterku, er flokkurinn hefur sett á nef hans. En slíkir menn eru ekki heppilegir til þess að stjórna landinu með alþjóðarhag fyrir augum. Og slíkan þjóðhöfðingja höfum við ekkert með að gera. Betra væri þá að hafa hann engan. En eigum við íslendingar nokkurn mann, sem fullnægir öllum þeim kröfum, sem þjóðin gjörir til þess manns, er hún vill kjósa í sitt æðsta og virðulegasta embætti — gera að þjóð- höfðingja sínum? Já, það vill svo vel til, að við eigum einn slíkan mann — og það er hr. Gísli Sveinsson, fyrrv. sendi- herra. Hann er, sem alþjóð er raunar kunnugt, einstakur drengskaparmaður og vitmaður mikill. Hann hefur gegnt sínum embættum með frábærum dugnaði og virðuleik, svo þar hefur hvergi blettur á fallið. Hann hefur verið sendiherra erlendis um skeið, og þar fengið tækifæri til að kynnast er- lendum þjóðhöfðingjum, siðum þeirra og háttum, og veit því glögg skil á öllu því mikla og margháttaða starfi, sem hver þjóðhöfðingi verður að leysa af hendi. Þá er það og mikilsvert, að hann hefur sýnt það svo vel, sem verða má, að hann er engum flokksböndum bundinn, og gætir þess að starfa ávallt með hag þjóðarheildarinnar fyrir augum, en metur hina margumræddu flokkshagsmuni ein- kis, þegar því er að skipta. Hann starfaði að vísu lengi heill og óskiptur í sínum flokki,. En er flokkur hans tók til þess ó- Hleypt úr hlaði Allt á sitt upphaf og svo er einn- ig með þetta litla blað, sem nú hefur göngu sína. Sívaxandi dýrtíð í landinu og verðfall peninganna er mál, sem hefur verið á hvers manns vörum nú um langt skeið, og öll- um hugsandi mönnum hef ur staðið ógn af. Það er tvímælalaust álit allra hugsandi manna í landinu, að afleiðingin af þessari þróun mál- anna hljóti að verða geigvænleg fyrir allt atvinnulíf þjóðarinnar og þjóðarbúskapinn yfirleitt, ef allt er Iátið afskiptalaust og ekki reynt að spyrna við fótum. Það er auðvitað hægra að halda undan brekkunni, en klífa í brattann. En sú þjóð, sem ávallt heldur undan brekkunni, á sér enga framtíð. Hún hlýtur fyrr eða síðar að glata sjálfstæði sínu og efnahagskerfið hrynur í rústir. Raunhæfra aðgerða, til að koma í veg fyrir afleiðingar peningaverð- fallsins, hefur lítið orðið vart, og verður ekki betur séð en að vald- hafarnir séu sammála um það eitt, að gera ekkert, sem að haldi mætti koma. Því hefur maður spurt mann: Hvert stefnir í fjármálum og efnahagsmálum þjóðarinnar? Verður allt látið reka á reiðanum, þar til þjóðarbúskapur okkar hrynur í rústir? Er ekki hinu ný- fengna sjálfstæði okkar hætta bú- in, ef ekki verður reynt að „stemma á að ósi"? Við þessum spurningum hafa engin svör fengizt frá þeim mönn- um, sem ætla mætti að helzt gætu um þetta dæmt. En það eru vald- hafar landsins og hinir skólalærðu hagfræðingar, sem þeir hafa sér við hlið. Almenningur hefur orðið að mynda sér sínar eigin skoðanir um þessi mál, en þær skoðanir munu vera mjög á einn veg. Eftir að ritstj. þessa blaðs hafði rætt þetta mál við fjölda manna úr öllum stéttum, komu fram á- skoranir um það, að halda fund um málið. Var boðað til hans hinn 13. janúar s. 1. í Listamannaskálanum. En svo illa vildi til, að einmitt þennan dag var stórviðri — eitt versta veður, sem komið hefur á þessum vetri, og hafa þau þó mörg verið vond — því um kvöldið var þess getið í fréttum, að vindhrað- inn hér í Reykjavík hefði verið 12 —13 vindstig, en slíkt veður nefnd- ist Fellibylur í gamla daga. Þetta leiddi til þess, að fjöldi manns, sem ætlaði að mæta á fundinum, hætti við að koma, því flestir bjuggust við að fundurinn félli niður. Þrátt fyrir það, að veðrið mátti kallast gjörsamlega ófært, mættu þó furðu morgir, og fór fundurinn hið bezta fram. Þar kom fram eftirfarandi tillaga: „Almennur fundur, haldinn í Listamannaskálanum sunnudaginn 13. jan. 1952, lítur þannig á, að hið stöðuga verðfall peninganna, sem átt hefur sér stað að undan- fömu, sé stórhættulegt efnahags- kerfi og sjálfstæði þjóðarinnar, og hljóti að leiða til þess, að atvinnu- vegirnir hrynji í rústir fyrr en var- ir og þjóðin standi þá á barmi gjaldþrots og vandræða. — Þess vegna skorar fundurinn á alla þjóð- holla fslendinga, sem vilja varð- veita og efla frelsi, sjálfstœði og almenna velmegun þjóðarinnar, að beita sér fyrir því með öllum hugs- anlegum lýðræðislegum ráðum, að verðfall peninganna verði þegar stöðvað og verðgildi þeirra síðan aukið smámsaman, sparnaðarvið- leitni almennings glædd og styrkt Frh. á 3. síðu. yndisúrræðis, að hefja samstarf við kommúnista, setti hann hnefann í borðið, og sýndi þá, að harin var mikilmenni, sem mat meira þjóðarhag en stundarhag flokksins. En þetta sam- starf fyrrnefndra flokka, er vafalaust mesta þjóðarógæfan, sem dunið hefur yfir þessa litlu þjóð. Við þessu þjóðarböli vildi Gísli Sveinsson sporna, svo sem framast mátti verða. Og það var ekki hans sök, þótt hans ráð væru ekki tekin til greina. — Síðan hefur Gísli Sveinsson látið innlend stjórnmál afskipta- laus. En hann býr enn yfir fullum starfskörftum, og þá miklu starfskrafta vill þjóðin hagnýta sér. Samtök þau, er að blaði þessu standa, munu beita sér af fyllsta afli fyrir því, að Gísli Sveinsson verði kosinn þjóðhöfð- ingi íslands á komandi vori. Og að þessum samtökum standa menn úr flestum stéttum þjóðfélagsins. Eigi er blaðinu kunnugt um hvernig Gísli Sveinsson sjálfur lítur á þessi mál. En hitt er vitað, að hann er allra manna skylduræknastur og þjóðhollastur. Því má telja það fullvíst, að þegar hann verður þess vís, að þjóðin óskar eftir því, að hann verði forseti ríkisins, þá muni han gjöra skyldu sína og taka við hinu virðulega embætti. Sú fregn hefur því miður flogið fyrir, að hinir pólitísku flokkar hafi í hyggju, að gera mikil hrossakaup og pólitíska verzlun um þetta virðulegasta embætti landsins. Verður því ekki tní- að fyrr en á reynir, því slíkt vœri hrópleg móðgun við þjóðina, sera vill skilyrðislaust halda þjóðhöfðingjaembættinu utan við hið pólitíska dœgurþras og óskar þess eins, að forsetinn verði aldrei dreginn inn í þœr stjórnmálaerjur, sem hún er sannariega orðin þreytt á.

x

Rödd fólksins - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rödd fólksins - Reykjavík
https://timarit.is/publication/408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.