Barnablaðið - 01.12.1898, Qupperneq 1
^ÖarnaBCaöiö.
i.
ar.
Reykjavik, desember I89G.
Til litlu lesendanna.
--0--
Ég hafði fengið ágæta raynd, sem át.ti
söguna um „Nóttina helgu" í jólablaði
Barnablaðsins, en þegar átti að fara að
prenta hana, var hún svo skemd, að hætta
varð við það. Ég verð því að biðja litlu
lesendurna að afsaka, að í þetta sinn gat
ekki komið mynd í jólablaðinu, en í stað
þess vil ég lofa þeim fallegri páskamynd í
vetur, sem ég er svo heppin að eiga vísa.
Með ósk um gleðilegt ár.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Perlan hennar Aðalmínu.
(Þýtt).
—o—
(Framh.). I3á varð Aðalmína í fyrsta
sinni á æfinni þreytt og þyrst, og settist
niður við uppsprettulind að hvíla sig. Hún
lót svo lítið, að hún jós vatni úr lindinni
með sinni litlu kóngsdóttur-hönd, og drakk
alveg eins og aðrir gera, þegar enginn stend-
ur hneigjandi að bjóða þeim vatnsglas á
diski. í sama bili sá hún mynd sína í
lindinni. — „Ó hvað ég er falleg", sagði
hún við sjálfa sig, og um leið beygði hún
höfuðið lengra niður að vatninu til að sjá
sig þess betur. — Boms. — fá datt gull-
kórónan af höfðinu á Aðalmínu ofan í
Nr. 12.
lindina og hvarf eins og örskot í straum-
inum.
Aðalmína tók varla eftir því, svo hrifln
varð hún af fegurð sinni. En hvernig fór ?
Óðara en vatnið í lindinní varð tært og
kyrt, sá Aðalmína í lindinni alt, aðra mynd
en af sér. Hún sá ekki lengur kóngsdótt-
urina undurfögru í gullsaumuðu fötunum
með gimsteina í hárinu og ljómandi dem-
antshringi í eyrunum; hún sá ekki nerna
aumingja smalastelim, ljóta og fátæklega,
berfætta og berhöfðaða með ógreitt hár. Alt
í einu hvarf líka öll hennar mikla vizka;
hún varð svo fáfróð og einföld, eins og
þeir sem ekkert vita. Og það sem mest
var vert, hún vissi ekki lengur hver hún
var, livaðan lrún kom og livert hún ætlaði
að fara. Hún mundi aðeins óglögt, að
einhver mikil breyting hefði orðið á fyrir
henni, og hún varð svo hrædd við það,
að hún hljóp burt frá lindinni og stökk
altaf lengra og lengra inn í skóginn, án
þess hún vissi hvort hún fór.
Nú var komið kvöld, og orðið aldimt, og
úlfarnir ýlfruðu í skóginum. Aðalmína
varð alt af hræddari og hræddari, og hljóp
lengra og lengra, þangað til hún sá ijós.
Hún gekk á ljósið, og þegar þangað kom
var þar ofurlítill kotbær. Þar bjó gömul
og fátæk kerling. „Aumingja barnið“!
sagði kerlingin, „hvaðan kemur þú svo
seint að kveldinu?" En Aðalmína gat
ekki svarað þvi. Ilún vissi ekki einu sinni