Barnablaðið - 06.12.1901, Qupperneq 3

Barnablaðið - 06.12.1901, Qupperneq 3
BARNABLAÐIÐ. 43 ina sína í staðinn. Þriðja morguninn sá hann skip. Það kom nær, og tók eftir treyjunni drengsins, sem hann hafði bund- ið við árina eins og neyðarflagg.. Hann var fluttur upp á skipið, og fór með því til Stokkhólms. — „Nú piltur minn, hvert á eg nú að flytja þig í borginaf" — spurði skipstjór- inn. „Eg þekki engan í Stokkhólmi" — svaraði Rjörn. „Lofið mér að vera hér á skipinu fyrir vikadreng í lyftingunni, oglæra sjómensku. Eg vil feginn verða duglegur sjómaður eins og hann pabbi minnvar".— „Sjaum til“, — svaraði skipstjórinn. — „Það getur víst orðið úr því. Lyfting- ardrengurinn minn fer núna frá mér. Hon- um er farið að leiðast eftir piparkökunum hennar mömmu sinnar. Vertu hér kyr, þá skal eg selja geitina þína fyrir þig, og svo getur þú keypt þér betri föt fyrir pening- ana. Fyrverandi húsbóndi þinn hefir ekki verið sérlega örlátur við þig". — „Hann gaf mér mat“ — svaraði drengurinn. — „Já, og svo hefir hann kallað þig Skógbjörn, það sézt á fötunum þínum" sagði skipstjórinn. — „En nú skal verða maður úr Skógbirni". — Birni hnykti við. Þessi orð heyrði hann mi í þriðja sinni. — Daginn eftir gekk Björn upp í borgina, til að kaupa sér ný föt. Þegar hann kom að götuhorni, þá sá hann heil- an hóp af fólki standa þar og vera að lesa auglýsingu, sem þar var fest upp. Björn nam staðar eins og áðrir og spurði hvað væri um að vera. — „En livað allir strákhvolpar eru orðnir forvitnir; þér kem- ur það ekki við“,— sagði herðamikill þjónn, með hendurnar í buxnavasanum. „Þér kemur það ekki við. Höfðingi nokkur heit- ir þúsund dala launum þeim, sem geta kom- ið með svolítið mahónískrín utan úr Á- landshafi. Farðu heim og lestu heldur kverið þitt!“ Birni datt mahónískrínið, sem var út í skipinu, undir eins í hug, er hann hafði bjargað úr skipinu, sem var að sökkva. „Þrjá hluti", hafði draumurinn altaf sagt við hann. í sama vetfangi þaut Björn aftur út á skip, sótti skrínið, sem þar var geymt í rusli undir rúmi. Eins og örskot kom hann aftur inn í borgina hlaupandi með skrfnið undir treyjugarminum sínum, og lét segja sér til vegar hvar þessi höfðingi ætti heima. En undir eins á tröppunum mætti hann einum 5—6 þjónum, sem litu mjög fyrirlitlegaáhannogöskruðu: „Skamm- astu í burtu strákræfill, við höfum enga peninga handa flökkurum og sníkjustrák- um". „Það skulum við nú fá að sjá“, — sagði Björn og benti á skrínið. — „Hvað er þetta" sögðu þjónarnir, — og þrifu í skrfnið. —„Fáðu okkurþað, þá skaltu fá fundarlaun á morgun". — „Nei, svo heimskur er eg ekki" — sagði Björn, og hélt dauðahaldi um skrínið. En stærsti þjónninn tók í treyju- kragann hans og sagði: — „Þjófstrákur- inn þinn, viðurkendu að þú hafir stolið skrfninu!" — „Því lýgur þú, svo sem þú ert langur til" — sagði Björn, — og spyrndi í móti af öllum kröftum. Nú urðu þar óttaleg ólæti og hávaði; þá opnuðust dyrn- ar, og heldri maður í dýrindis kvöldkápu leit fram og spurði hvað gengi á.

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.