Barnablaðið - 06.12.1901, Side 4

Barnablaðið - 06.12.1901, Side 4
44 BARNABLAÐIÐ. — „Náðugi herra" — kölluðu þjón- arnir, „hér er strákur, sem hefir stolið skríni". „— Eg hefi aldrei stolið",— kallaði Björn upp yfir sig. „Komdu inn með skrínið þitt dreng- ur", — skipaði herramaðurinn stranglega. Björn fór óhræddur inn, því hann hafði góða samvizku. En varla hafði herramaðurinn litið á skrínið fyr en hann hrifsaði það af Birni, og kallaði upp: — „Skrínið mittl skrínið mitt!" Svo ýtti hann á Ieynda fjöður, og laukst þá lokið upp Björn vonaðist nú að minsta kosti eftir, að fá að sjá skrínið fult með ekta perlur, en í því voru bara fáein gulnuð pappírsblöð. Það var víst líka þess vert, að lofa svo miklu fé fyrir það, — hugs- aði Björn með sér. En gamli herramaðurinn sagði hon- um, að hann hefði frelsað virðingu sína og eigur. — „Eg hefi verið kærður fyrir, að hafa sóað fé krúnunnar, en þessi skjöl sanna sakleysi mitt. Segðu mér hvernig þú fanst skrínið". (Framh.) ----xx--- Sólargeislinn í nóvember. aurarnir voru í mestu önnum. Fyrst þurftu þeir að múra herbergin sín í maurabúrinu, svo þau yrðu þétt og hlý til vetrarins. Svo þurftu þeir að gera sér eina ferð inn íbúr- in sín til að gæta að, hvort þar væru næg- ar birgðir til fimm eða sex mánaða inni- vistar. Síðan þurftu þeir að byrgja inn- gangana í borgina fyrir árásum óvinanna. Þeir þurftu líka að sópa mauravegina, og draga burtu alt visnaða barrið, sem á þeim var, og seinast urðu þeir að klifrast upp í næsta tré, til að vera á varðbergi að gæta að gangi heimsins, gæta að skýjunum og hvort það væri mögulegt, að veturinn væri undir eins farinn að koma nærri. Hélan var undir eins lögst á engið og skóginn; þar lágu sjö þúsund miljónir af frostperlum og enginn tók þær upp. 011 visin grasstrá og blaðlaus tré höfðu þegar búist sorgarbúniugi. En fururnar og greni- trén, sem jafnan voru í dökkgrænum loð- kápum, þurftu bara að bursta utan af sér mosann. Vindgolan, dóttir loftsins, sat uppi í skýjunum og kembdi ull í reifa; frosnu öld- urnur sungu raunalegar vísur við ströndina þangað til þær sofnuðu undir ísábreiðunni sinni, og litlu fuglarnir, sem enn þá áttu eftir að flytja sig búferlum, æfðu sig í dá- litlum sorgai'samsöng, sem fururnar léku undir í kveldblænum. Alt var svo svalt, dimt og svo innilega raunalegt. En þá skein sólargeisli. Sólargeislinn var úr hreinasta himnesku gulli, og hann skein ofan úr dimmu snjó- skýjunum ofan á héluperlurnar, á fölnaða gras- straið, blaðlausu trén, alvarlegu fururnar, starfsömu maurana og allan óteljandi fjöld- ann af smákvikindum—Eg hefi gleymt hvað mörg þau voru — og svo fékk alt þetta annan blæ. »Nei, hvað er þettaf« sagði hrafninn, semsat á flaggstöng,og æfði sig í að syngja: »Svífur að haustið og svalviðrið gnýr«. Hann var nú reyndar heldur hás og kvef- aður, en það var betra en ekki fyrst söng- fuglarnir voru farnir. »Hvað er þetta? Eg er að fara út af laginu og syng falskt, og

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.