Alþýðublað Hafnarfjarðar - 28.04.1951, Blaðsíða 1
Alþýðublað Hafnarfjarðar Albvðublað
Útgefandi: Álfnjöuflokkurinn í Hafnarfirði JTl JL ky V w UL Jky -L vJL w
Skrifstofa flokksins er í Alþýðuhúsinu, sími 9499 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eyjólfur Guðmundsson Hafnarfjarðar
Prentað í Prentsmiðju Hafnarfjarðar h.f. X. árg. Hafnarfirði, 28. apríl 1951 8. tölublað
Verkakvennafélagið semur um mánaðarlega greiðslu
fullrar vísitölu
Verkakvennafélagið Framtíðin
hefur undirskrifað samninga um
greiðslu fullrar vísitölu mánaðar-
lega, við bæinn og fyrirtæki hans,
svo sem Bæjarútgerðina og Raf-
veitu Hafnarfjarðar, svo og við
Fisk h.f.
Þegar miðstjórn Alþýðusam-
bands íslands hvatti sambandsfé-
lögin til að segja upp gildandi samn
ingum með það fyrir augum, að sem
flest þeirra gætu orðið samferða í
baráttunni fyrir auknum kaupmætti
launanna, með kröfunni um mánað-
arlega greiðslu fullrar vísitölu, varð
Verkamannafélagið Hlíf eitt hið
fyrsta til að segja upp samningum
sínum, með það fyrir augum að
gildistími þeirra rynni út 1. þ. m.
Verkakvennafélagið var bundið
með sína samninga til 10. apríl, og
með tilliti til þess, að félögin yrðu
samferða, í sameiginlegri baráttu
fyrir kjarabótum handa hafnfirzku
verkafólki, varð það að samkomu-
lagi milli þeirra, að Hlíf frestaði að
gerðum til þess tíma, að verka-
kvennafélagið hefði lausa samninga,
en það boðaði jafnframt vinnustöðv-
un strax og samningar þess rynnu
út, ef nýir samningar hefðu þá ekki
tekizt.
Síðan varð svo ofan á, að félög-
in legðu út í vinnustöðvun 19. apríl,
ef þá hefðu ekki náðst samningar.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hélt
fund 4. þ. m. Og samþykkti að bær-
inn og fyrirtaeki hans semdu við
félögin um greiðslu fullrar vísitölu
mánaðarlega. Hinn 9. þ. m., eða
sama dag og samningar verka-
kvennafélagsins gengu úr gildi, und
irritaði bæjarstjóri nýja samninga
við félagið f. h. bæjarsjóðs, hafnar-
sjóðs, rafveitunnar og Bæjarút-
gerðar, samkvæmt samþykkt bæjar
stjómarfundar 4. þ. m. og í sam-
ráði við bæjarráð.
Bæjarstjóri greindi formanni Hlíf-
ar strax að afloknum bæjarstjórnar-
fundinum frá samþykkt fundarins,
og að hann væri reiðubúinn til að
undirskrifa samninga við félagið, að
fengnu samþykki bæjari'áðs um
gildistíma hans.
Málið horfði því þannig við í upp
hafi, að verkalýðsfélögin áttu þess
kost að fá strax samninga við bæinn
og fyrirtæki hans, auk þess sem
reikna mátti með, að fleiri atvinnu-
rekendur mundu þá koma fljótt á
eftir.
Fullyrða má því að fá verkalýðs-
félög muni hafa liaft jafn góða
vígstöðu, því að þótt félögin hefðu
orðið að heyja nokkra daga deilu
við þá atvinnurekendur í Hafnar-
firði, sem nú bafa gerst taglhnýting
ar Reykjavíkurvaldsins með Ingólf
Flygenring í broddi fylkingar, þá
er ekki að efa, að þau hefðu að
lokum borið fullan sigur af hólmi.
En þá var það. að Hermann Guð-
mundsson form. Hlífar virðist gerast
próventukarl kommanna í Dags-
brún og semur við þá um að fresta
nú öllum aðgerðum, og vill jafn-
framt ekki taka boði bæjarins um
samninga.
Verkakvennafélagið stóð þá eitt
eftir, en þrátt fyrir- það, lagði það
til baráttunnar. En þá gerist það,
að félagsmenn Hlífar ganga í verk
kvennanna, og lætur form. Hlífar
þetta ekkji aðeins óáreitt, heldur
neitar að láta mennina liætta þess-
um verkum, þegar þess er krafist.
Og þegar miðstjóm Alþýðusam-
bandsins óskar eftir samúðaraðgerð
um Hlífar, er því einnig neitað.
Framkoma, sem þessi hlýtur að
flestra dómi að vera hin furðuleg-
asta og virðist sem formaður Hlíf-
ar sé nú auðglapinn af atvinnurek-
endavaldinu, hvað svo sem valda
kann.
Að því var unnið meðal félags-
kvenna í verkakvennafélaginu, að
safna undirskriftum þeirra undir á-
skorun til forustukvenna félagsins
um, að leggja niður baráttuna fyrir
bættum kjörum verkakvenna í Hafn
arfirði. Undan hvers rifjum slík nýð
ingsstunga í bak samtakanna er
runnin, skal ekki gizkað á, en hitt
er víst að lúalega hefur hér verið
vegið að verkakonum með þessari
undirskriftasmölun.
En þrátt fyrir þessa erfiðleika,
stóð verkakvennafélagið Framtíðin
meðan þess var nokkur kostur, í
brjóstvörn íslenzkra alþýðusamtaka,
gegn ört lækkandi kaupmætti laun-
anna og hélt baráttunni fyrir kröf-
unni um mánaðarlega greiðslu fullr-
ar vísitölu.
Verkakvennafélaginu varð líka
vel ágengt í þessari baráttu þess og
hefir nú tryggt öllum konum þeim,
er vinna hjá bænum og fyrirtækj-
um hans, þar á meðal hjá bæjarút-
gerðinni, og þeim konum, sem
vinna hjá Fiski h.f. fulla greiðslu
mánaðarlegrar vísitölu.
Síldarafnrðir
liækka í v*rði
Selt hefur nú verið fyrirfram tals-
vert af saltsíld til okkar gömlu mark
aðslanda. Síldarútvegsnefnd hefur
annazt söluna, eins og undanfarið.
Verð það, sem Svíar og Finnar
hafa keypt fyrir, hefur verið tals-
vert hærra en verða það, sem greitt
var síðastliðið ár. Má því gera ráð
fyrir nokkru hærra verði í ár, til
fiskimanna, frá því sem var síðast-
liðið ár, fyrir þá síld sem söltuð
verður, bæði norðanlands og sunn-
an.
Síldarlýsi hefur líka hækkað mik
ið, svo gera má ráð fyrir stórhækk-
uðu verði á bræðslusíld. Hækkun
þessi er svo mikil, að tvímælalaust
verður hægt að veiða síld í bræðslu
við Suðurland, í reknet, verði veiði
svipuð og s. 1. ár.
KAIPTAXTAR
verkakvennafélagsins FRAMTÍÐIN til 1. maí. Vísitala 132 stig.
A. Almenn vinna:
Fyrir dagvinnu................................ kr. 8,71
Fyrir eftirvinnu............................. — 13,07
Fyrir nætur og helgidagavinnu................ — 17,42
B. Vinna við saltfisk, önnur en uppstöflun og uppskipun:
Fyrir dagvinnu................................ kr. 8,95
Fyrir eftirvinnu............................. — 13,42
Fyrir nætur og helgidagavinnu................ — 17,90
C. Uppstöflun á saltfiski og uppskipun á fiski:
Fyrir dagvinnu................................ kr. 9,42
Fyrir eftirvinnu............................. — 14,13
Fyrir nætur og helgidagavinnu................ — 18,84
D. Þvottur og ræsting:
Fyfir dagvinnu................................ kr. 9,58
Hreingerningar, fyrir dagvinnu................ — 10,89
Á þennan lið bætist 50% fyrir eftirvinnu og 100% fyrir næt-
ur og helgidagavinnu.
L------------------------------------------------------------ j