Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.09.1951, Side 2
2
ALÞÝÐÚBLAÐ HAFNARFJARÐAR
Frá bæjarstjórnarfundi
l r ýin§nm áttum
Bæjarstjórn hélt fund s. 1. þriðju-
dag ogvoru mörg máltil afgreiðslu.
Samþykkt var að veita Bjarna
Jónssyni, Hellisg. 1 viðbótarlóð við
lóð hans, Merkurg. 11,, að veita
Kristjáni Benediktssyni og Jóni
Kristjánssyni, Oldug. 22A viðbóar-
lóð, að veita Ogmundi Jónssyni,
Hlíðarbraut 7 byggingarlóðina nr.
32 við Hringbraut, að veita Borg-
þór Sigfússyni land til ræktunar í
Kaplakrika, að veita Birni Bjarna-
syni, Reykjavíkurvegi 12 lóð upp
af Skerseyri, að veita Páli Einars-
syni, olíustöðinni í Hvalfirði lóð
undir 70—80 ferm. hús við Köldu-
kinn, að veita Birni Jóhannessyni,
Vesturbraut 9 land á svonefndum
Háu-reitum norðan Víðistaða til
þess að reisa á fiskhjalla og leigja
Bátafélagi Hafnarfjarðar h.f. land
austanverðu við Reykjavíkurveg
til þess að reisa á því fiskhjalla.
Samþykkt var að lengja vatns-
lögnina vestur Langeyrarmalir.
Bærinn leggi til rörin en Fiskur h.f.
vinnuna, og að leggja vatnsæð til
síldarverkunarstöðvar Gunnars
Asgeirssonar.
Samþykkt var að veita Guð-
björgu Guðjónsdóttur, Ijósmóður
noklcur laun úr bæjarsjóði.
Sambvkkt var að hafna forkaups-
rétti á húseigninni Garðaveg 9, og
húsinu Selvogsgötu 8.
Samþykkt var að leggja affallsrör
í Selvogsgötu til að taka við yfir-
borðsvatni af Selvogsgötu, Holts-
götu og Hringbrautarsvæðum.
Samþykkt var með tilliti til þess,
að nú hefur verið að mestu levti
unnið fvrir hið áætlaða fé til vega,
vatnsveitu, holræsa o. fl., og telja
l iH stjjornai*-
Imeykisliá ciiii|kí
Tvö ísl. flutningaskip hafa nú
verið leigð til Vesturheims, annað
minnst eitt ár, er það m.s. Katla,
en hitt er m.s. Jökulfell, sem leigt
var til nokkurra mánaða.
Á sama tíma borga landsmenn
offjár fyrir skio til áð flytja vörur
að og frá landinu, og í mörgmn
tilfellum bíða útflutningsvörur eft-
ir afskipun. Eru dæmi til þess að
slitnað hefur upp úr samningum
um sölu á framleiðsluvörum, vegna
ónógs skipakosts og framleiðendur
orðið fyrir stórtjóni fjárhagslega.
Ríkisstjórnin og þá fyrst og
fremst siglinga- eða viðskiptamála-
ráðherra hafa leyft þetta og er það
einn þáttur hinnar frjálsu athafna-
semi, sem ríkisstjórnin gumar nú
mest af.
verður atvinnuástandið í bænum
eftir atvikum, með betra móti, að
fækkað verði mönnum í bæjarvinnu
nú þegar að allverulegu leyti, þann-
ig að ekki verði unnin önnur verk
en þau, sem brýnasta nauðsyn kall-
ar á.
Jafnfram samþvkkti bæjarstjórn
að fela vinnumiðlunarskriftofunni
að greiða fyrir þeim mönnum, er
sagt verður upp í bæjarvinnunni.
Samþykkt var ný reglugerð um
brunavarnir og brunamál í Hafn-
arfirði.
Vitnið þögla
fær mál
Á bæjarstjórnarfundi lá m. a.
fyrir tillaga bæjarráðs um að bæjar-
sjóður ábyrgist lán fyrir fátækan
mann hér í bæ til húsakaupa, en
bærinn hefur gert mörgum mannin-
um á þann hátt kleift að komast
yfir husnæði.
Þegar ábyrgðarheimild þessi, sem
allir bæjarráðsmenn höfðu orðið
sammála um, kom til afgreiðslu
skeði það að hið nýja andlit íhalds-
forustunnar í bæjarstjórn, sem með-
al almennings í bænum hefur feng-
ið nafnagiftina vitnið þögla, fékk
allt í einu líf, reis úr sæti sínu og
mælti mjög gegn ábyrgð þessari.
Emil Jónsson varð fyrir svörum og
gerði grein fyrir því, hvernig það
hefur verið stefna bæjarstjórnar-
meirihlutans og bæjarstjórnarinnar
yfirleitt, að bregðast sem bezt við
um alla þá aðstoð er hægt væri að
veita fólki í bænum í húsnæðisvand-
ræðum þess, þó innan allra eðli-
legra takmarkana.
Lét vitnið þögla sér að kenningu
verða ofan í gjöf formanns þæjar-
ráðs, og burðaðist ekki við að mæla
fleira á fundinum.
Vcrðhækkun kola
Ein af síðustu náðargjöfum nú-
verandi ríkisstjórnar er hækkun
kolanna. Hefði verið leyfður inn-
flutningur kola frá Bandaríkjunum
mundi kolaverðið vera óbreytt, að
öllum líkindum. En innflutningsyf-
irvöldunum þóknaðist heldur að
flvtja inn kol frá Póllandi, enda
þótt það kosti neytendur um 6 millj.
króna í auknum útgjöldum fyrir
sama vörumagn. Þannig bera þessir
aðilar umhyggju fyrir þörfum al-
mennings.
í gær hófust æfingar hjá Taflfé-
lagi Hafnarfjarðar í nýju húsakynni,
en það er Alþýðuhúsið. Taflfélagið
var áður til húsa í Ráðhúsinu. —
Æfingar félagsins verða á mið-
vikudögum og föstudögum og hefj-
ast kl. 8 e. h.
Aðalfundur félagsins verður
sunnudaginn 23. sept. kl. 2 e. h.
í Alþýðuhúsinu.
----★------
Kyndill, tímarit ungra jafnaðar-
manna; maí, jún og júlí hefti I.
árg. er nýkomið út. Heftið er fjöl-
breytt að efni og skemmtilegt og
ættu allir ungir jafnaðarmenn í
Hafnarfirði að kaupa og útbreiða
ritið og senda því greinar til birt-
ingar.
Áskrifendur geta menn gerst hjá
Albert Magnússyni, Vitastíg 7, sími
9937 og Eyjólfi Guðmundssyni,
sími 9607.
----★------
FRÁ HÖFNINNI.
Unnið hefur verið af krafti við
Suðurgarðinrt, möl flutt á prömm-
um, undir grjótfyllinguna og má
segja að verkinu hafi vel miðað
áfram.
Viðgerð á gömlu bryggjunni
stendur yfir, og verður lokið um
næstu mánaðamótv, telja má víst
að bryggjan verði þá fær hinum
þyngri tækjum til losunar skipum.
Margir síldarbátar hafa legið í
höfn hér frá 7. þ. m. vegna veðurs.
Allir bátar eru komnir frá síldveið-
um nyrðra nema Ólafur Bjarnason.
Reknetaveiði á báta héðan gekk
sæmilega frá 1. til 7. þ. m. og nú
þ- 13. eru bátar að leggja út á ný.
Veðurútlit betra.
10. þ. m. kom af veiðum st. Júlí
með 139.6 tonn fisks til fristihús-
anna og fer nú í „klössun“.
12. þ. m. kom st. Pétur Halldórs-
son með 4000 síldartunnur til Ósk-
ars Jónssonar.
----★------
FRÁ TÓNLISTARSKÓLANUM
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar tek-
ur til starfa 20. þ. m.
Verður hann rekinn með svipuðu
fyrirkomulagi og að undanförnu,
bæði hvað námsgreinir og kenn-
nra snertir. Sú nýbreytni verður
tekin upp, að starfrækt verður
kennsla í listdansi — ballet — og
hefur Sigríður Ármann verið ráðin
kennari í þeirri grein. Er hún tal-
in með snjöllustu listdansendum
okkar og ágætur kennari í list sinni.
Listdansinn er af mörgum talin
ein hin fullkomnasta listtjáning. —
Við iðkun listdansa þjálfast og stæl-
| ist líkaminn, enda er þar um mikla
leikfimisþjálfun að ræða. Auk þess
fegrar hann og heflar framkomu
manna og umgengnisvenjur.
Þar sem listdans er æfður eftir
hljóðfæraslætti, eykur hann og
þjálfar mjög næmi fyrir hljóðfalli
— rytme — og hljómlist. Einna |
gleggst kemur þetta allt fram í
söngleikum t. d. óperettum, en þeir
byggjast mjög á öllum þessum at-
riðum.
Er því hér um einstakt tækifæri
að ræða fyrir þá, sem aðtsöðu liafa
til þess að þjálfa látbragð sitt og
hljómlistarþroska.
-----★------
NÝTT BLAÐ, Myndablaðið, hef-
ur hafið göngu sína. Blaðið er
prentað í Prentsmiðju Hafnarfjarð-
ar. Ritstjóri er Hilmar Biering.
-----★------
Þegar kolahækkunin átti sér stað
nú síðast átti Bæjarútgerð Hafnar- )
f jarðar ca. 100 tn. af kolum. Var bví
tekið það ráð að hækka þessi kol
til samræmis við kolaverð í Revkja-
vík, því ella má búast við, að þeir
sem peninga höfðu, hefðu rifið kol-
in út og þeir, sem ver voru staddir,
hefðu allir orðið að sætta sig við
enn dýrari kol en þau eru nú. Þann-
ig fær Bæjarútgerðin 16 þús. kr.,
sem aftur verður notað til bess að
verðjafna næstu kolasendingu. —
Með þessu móti standa vonir til
þess, að kolaverðið hér þurfi ekki
að verða hærra en í Reykjavík.
NÝTT BYGGINGARFYRIRTÆKJ
Framhald. aí 1. sí8u.
að framan með allt að tíu þúsund
krónum, er greiðist að einhverju
eða öllu leyti með gjaldi því, sem
tekið verður fyrir vikurtökuna.
Á bæjarstjórnarfundi s. 1. þriðju-
dag var þessi tillaga bæjarráðs
samþvkkt samhljóða. Telja má því
víst að þetta nýja fyrirtæki rísi upp
hér í Hafnarfirði, og það eigi eftir
að veita mörgum manninum góða
1 atvinnu, auk þess sem vænta má,
| að með iðnrekstri þessum séu að
skapast möguleikar til hagfeldari
og ódýrari íbúðarhúsabygginga en
við til þessa höfum átt kost á.
Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar
fyrirtækinu allra heilla og býður
það velkomið í bæirm.
Giftingarhringur fannst, síðastlið-
liðinn sunnudag, við kálgarðana J
Hraunsholti. Eigandi vitji hans á
Tunguveg 2.