Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.09.1951, Síða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.09.1951, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 Auglýsing nr. 11 1951 frá Innflutnings-. og gjaldeyrisdeild fjárhagsráðs. Ákveðið hefur verið að „SKAMMTUR“ 11, 1951 og „SKAMMTUR“ 12, 1951 af núgildandi „Þriðja skömmtun- arseðli 1951“ skulu hvor um sig vera lögleg innkaupaheim- ild fyrir 500 grömmum af smjöri, frá og með deginum í dag og til loka desembermánaðar 1951. Mjólkurbúum skal vera heimilt, fram til 16. septem- ber 1951, að afgreiða til smásöluverzlana smjör gegn SKAMMTI 10, 1951. Smásöluverzlunum er hins vegar ekki heimilt að afgreiða smjör til viðskiptavina sinna gegn skammti 10, 1951, eftir 31. ágúst þ. á. Reykjavik, 1. september 1951 INNFLUTNINGS- OG GJALDEYRISDEILD FJÁRHAGSRÁÐS Brunamálareglugerðin Framliald af 4. síðu. Þótt Gunnar léti af starfi sínu á slökkvistöðinni var talið rétt að halda sama fyrirkomulagi áfram og með það fyrir augurn var fljótlega ráðinn maður í hans stað. En svo undarlega brá nú við að slökkviliðsstjóri gerðist andvígur mannaráðningu þessari og neitaði að taka við manninum til starfans. Ekki þó vegna þess að hann teldi hann ekki fullfæran í starfið held- ur af þeirri ástæðu, að hann leit svo á að bæjarstjórn ætti ekki að ráða manninn heldur brunamála- nefnd og þá eftir hans tilvísan. Hann hafði þó ekkert haft við það að athuga, er bæjarstjórn réði Gunnar Ásgeirsson til starfans. Brátt kom í Ijós, að slökkviliðs- stjóri var í máli þessu æstur upp af sér verri mönnum. Hin nýja forusta íhaldsins i bæjarstjórn hugðist fleyta pólitískan rjóma ofan af máli þessu. Var nú af henni og fleir um að því unnið að æsa upp slökkvi liðsstjóra á þeim grundvelli að ver- ið væri að gera lítið úr vakli hans o. s. frv. Ennfremur var slökviliðs- mönnum ta'lin trú um að verið Vceri að sniðganga þá með því að aug- lýsa ekki starf þetta og gefa þeim þannig kost á að sækja um það. Sendu nokkrir þeirra á grunvelli jjessa, mötmælaskjal. Fyrir slökkvi- liðsstjóra var Útbúið bréf eitt mik- ið til félagsmálaráðuneytisins, þar sem meirihluti bæjarstjórnar var kærður út af máli þessu og beðið um úrskurð þess í því. I svari til ráðuneytisins var á það bent að meirihlutinn liti svo á að hér væri einungis um að ræða ráðningu á manni til véla- og áhalda viðgerða, gæzlu og hirðingu þeirra, og þar sem ekki væri gert ráð fyr- ir starfi þessu í brunamálalögun- um heldur upptekið af bæjarstjórn og til þess veitt sérstakt fjárfram- lag., þá hlyti ráðningarvaldið að vera hjá bæjarstjórn einni. Félagsmálaráðuneytið vildi hins vegar telja starf þetta sem starf slökkviliðsmanns Og á þeim grund- velli taldi það, að ráðning manns- ins félli undir ákvæði hinnar al- mennu reglugerðar frá 1949 um ráðningu slökkviliðsmanna. Er þessi skilningur ráðuneytisins áreiðanlega mjög umdeilanlegur. I brunamálalögunum er ákveðið að bæjarfélögin setji sér samþykkt- ir um brunamál, þar er og heimild til að ákveða, að störf brunamála- nefnda skuli falla undir bæjarráð, og að bæjarstiórn ráði fasta starfs- menn slökkviliðsins. Éins og áður segir eru bruna- málalögin frá 1948. Bæirnir hafa ekki sett sér reglugerðir samkvæmt þeim fyrr en nú, að Hafnarfjörður hefnr forustuna þar um. Er öll andstaða þeirra íhaldsmanna um setningu reglugerðarinnar hinn mesti skrípaleikur, og allt brölt þeirra út af ráðningu starfsmans- ins á slökkvistöðina til jiess eins gert að reyna að skapa úlfúð og óá- nægju, spilla góðu samstarfi þeirra, er að brunavörnum bæjarins vinna, gerandi þannig tilraun til að skapa um þær tortryggni bæjarbúa, ef þetta allt mætti svo veita þeim ein- hvern pólitízkan hagnað af jiví að renna færi í vatn það, er þeir hyggjast hafa gruggað upp. Svo koma þessir sömu menn og tala um nauðsyn samstarfs í bruna- málum bæjarins. Almenningur mun í þessu máli sem öðrum sjá í gegn- um hræsnishjúp bæjarstjórnar- minnihlutans. Verkakvennafélagið Framtíðin, Hafnarfirði. Tilkynning um kaup Frá 1. september til 1. desember 1951 verður kaup verka- kvenna í Hafnarfirði sem hér segir: pr. klst. 1. Almenn vinna................................ kr. 9.17 2. Vinna við saltfisk......*...................... — 9,42 3. Uppstöflun á saltfiski og uppskipun á fiski .... — 9,92 4. Þvottur og ræting.............................. — 10,09 5. Ilreingerningar ............................... — 11,47 Eftirvinna reiknast með 50% álagi og nætur og helgidaga- vinna með 100% álagi á dagvinnukaup. 6. Ákvæðisvinnulaun við fiskþvott: Fyrir hver 100 stk. þorsk.................... kr. 20,00 — — 100 — löngu ........................ — 20,00 — — 100 — stórufsa ................... — 15,00 _ _ 100 - labra 18”—24”................. - 16,25 — — 100 — labra undir 18”............... — 12,50 — — 100 — ýsu ......................... — 12,50 — — 100 — smáufsa ...................... — 12,50 Fyrir þessa vinnu kemur verðlagsuppbót til viðbótar fram- angreindum ákvæðisvinnutöxtum, er nemur kr. 1,14 fyrir hverja klst. í dagvinnu. 7. Ákvæðisvinnulaun við sfldarsöltun: Fyrir að kverka og salta....................... kr. 8,12 ----kverka og sykursalta........................ 9,58 ----kverka og krydda.......................... — 9,58 ----slóg og tálkndraga ...................... — 18,26 ----kverka og magadraga........................ — 14,61 ----kverka og tálkndraga...................... — 18,26 ----hausskera og sykursalta................... — 13,15 — — hausskera og krydda..................... — 13,15 ----hausskera og slógdraga.................. — 18,26 ----hausskera og slægja........................ — 21,94 ----flaka og sálta............................ — 62,49 ----rúnnsalta................................. — 5,50 ----kverka og salta smá- og millisíld......... — 29,19 Ef síld er þvegin gréiðist aukreitis .......... — 0,81 Ef síld er flokkuð greiðist aukreitis.......... — 3,66 Öll vinna við síldarverkun greiðist með kr. 9,92 pr. klst. í dagvinnu. Hafnarfirði, 10. september 1951. STJÓRNIN. Tónlistarfélag Hafnarfjarðar. Tónliitarskólinii tekur til starfa þann 20. þ. m. Auk venjulegra kennslugreina verður starfrækt listdansdeild — ballet — við skólann í vet- ur. Kennari er ráðin Sigríður Ármann. Kennt verður í þrem flokkum: 1. flokkur 5—11 ára nemendur 2. flokkur 12—14 ára nemendur 3. flokkur 15—20 ára nemendur Umsóknum sé skilað fyrir 18. september til skólastjór- ans, Hverfisgötu 42, sími 9914, sem veitir allar nánari upp- lýsingar. TÓNLIST ARSKÓLIHAFNARFJARÐAR

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.