Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 21.01.1956, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 21.01.1956, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR +■-------------------------------------------------—+ I ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ÚTGEFANDI: J Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði. j RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Eyjólfur Guðmundsson, (sími 9607). AFGREIÐSLA í ALÞÝÐUHÚSINU SÍMI 9499. S PREHTSMIÐJA HAFNARFJARÐAR H.F. i +—---------------------------------------------------+ Vandamál sjávarútvegsins Þegar gengislækkun íslenzkr- ar krónu var ákveðið 1950, þvert ofan í tillögur Alþýðuflokksins, var því haldið fram að jafnvægi mundi komið á í efnahagsmál- um þjóðarinnar með ca. 11% hækkun verðlags. Utgerðin mundi verða rekin styrkjalaust, enda gæti ríkissjóður ekki undir neinni viðhlítandi styrkveitingu staðið, er komið gæti í stað gengisfellingarinnar. Nú er fróð- legt að athuga hvemig þessir spádómar hafa rætst. Verðlags- vísitalan hefur hækkað, ekki um 11% heldur 74%. I „bátagjaldeyri“ svokölluðum em nú teknar af þjóðinni ca. 100 milljónir króna árlega og til tog- aranna hefur síðast liðið ár ver- ið greitt um 25 millj. króna — og samt er allt enn komið í strand. Bátaútgerðarmenn telja sig þurfa að fá enn meiri bátagjald- eyri, og um togaranna er vitað að þeir þyrftu að þrefalda með- gjöfina til þess að nokkrar líkur séu á því að þeir nái endunum saman. Fólki verður á að spyrja, hvað er eiginlega að hér? Hvað get- ur þetta gengið lengi? Já, segir Morgunblaðið, Hamar og allir dindlamir, það sem að er er það, að launin hafa verið spennt of hátt upp. Ekki getur það þó alveg pass- að, því að nú er svo komið, að ÞÓ AÐ ALLIR SKIPSVERJ- ARNIR Á TOGURUNUM OF- AN FRÁ SKIPSTJÓRA NIÐUR f AÐSTOÐARMATSVEIN OG ENGINN UNDAN SKILINN, STÖRFUÐU FYRIR EKKI NEITT UM BORÐ í SKIPUN- UM ALLT ÁRIÐ, BÆRU ÞEIR SIG SAMT EKKI. Þetta er samkvæmt rekstrar- áætlun er útgerðarmenn hafa samið, og blaðið hefur átt kost á að sjá. — Svo eitthvað hlýtur hér að vera meira en lítið athuga- vert, annað en mannakaupið eitt. Sannleikurinn er líka sá að all- ir, sem hafa einhver viðskipti við útgerðina virðast komast vel af — og sumir mjög vel. Vélsmiðjur og olíusalar stór- græða. Veiðarfæragerðir, veiðar- færaverzlanir og aðrar verzlanir, er skipta við útgerðina, virðast hagnast sæmilega. Bankamir safna tugum milljóna króna á hverju ári. Flutingaskipin, sem sigla milli Ianda með rekstrarvörar útgerð- arinnar og afurðir hennar, fyr- ir ákveðið gjald, komast einnig mjög vel af. Hraðfrystihúsin, fiskimjölsverksmiðjumar og aðr- ar vinnslustöðvar í landi, hafa góðan hagnað. — Ein fiskimjöls- verksmiðja hér í nágrenninu er nýhúin að kaupa tvo togara,. og allir Hafnfirðingar þekkja hvem- ig frammámenn Sjálfstæðis- flokks- hér í Hafnarfirði hafa stofnað mannorði sínu í voða með því að seilast til eigna Lýsi og Mjöl h.f. á óviðurkvæmilegan hátt. Allt bendir þetta til að af- koma þessara fyrirtækja sé ekki svo afleit. Þó að Alþýðublað Hafnarfjarðar vilji á engan hátt halda því fram að allan vanda í þessum málum sé hægt að leysa með því að losa útgerðina við þessar afætur, þá er hitt víst að þungum bagga væri af henni létt ef dregið væri verulega úr gróða þessara milliliða. OG ÞAD ER ÞETTA SEM FYRST OG FREMST ÞARF AÐ GERA. EN ÞETTA FÆST SJÁLF STÆÐISFLOKKURINN SENNILEGA ALDREITIL AÐ GERA. ÞAR ERU HAGSMUN- IR OF MARGRA GÆÐINGA HANS í HÚFI. Það er kannski ekkert að at- huga við að menn hafi einhvem hagnað af því starfi sem þeir ynna af höndum — ef það þá er þjóðnýtt starf — og gróðinn tek- inn frá einhverjum, sem hefur efni á að leggja hann til. Hitt er fráleitt,'og nær ekki nokkurri átt, að undirstöðuatvinnuvegi þjóð- arinnar, sjávarútveginum, sé svo íþyngt með alls konar gróða- bralli, að þjóðin verði að leggja á sig skattgreiðslu, sem nemur hundruðum milljóna króna til að jafna metin. Það er ekki hægt. Þessu verður að kippa í lag. Ef núverandi ríkisstjóm gerir það ekki, verður að fá aðra, sem vill leysa þetta mál. Spilakvöldin Eins og undanfarin ár hafa Alþýðuflokksfélögin í Hafnar- firði liaft spilakvöld hálfsmánað- arlega. — Hafa þau verið vel sótt og fólk skemmt sér vel. Hefur Guðlaugur Þórarinsson stjórnað skemmtunum þessum af mikilli prýði og skörungsskap. Auk Guðlaugs hafa þeir Pálmi Jónsson og Bergsteinn Björnsson aðstoðað við spilakvöldin af hinni mestu nákvæmni og sam- viskusemi. Mun spilakvöldunum verða haldið áfram eftir því, sem ástæð- ur leyfa. Ný spilakeppni hófst 19. þ. m. sem var betur sótt en nokkurn tíman áður. Si. flor^iiiiMjiiriiaii ur. II 70 ára Embættismenn stúkunnar Morgunstjarnan nr. 11 á 70 ára afmæliinu. — Aftasta röð frá vinstri: Jón Þórarinsson, Magnús Jónsson, Kristján Dýrfjörð, Jón Helgason, Jens Kristjánsson. — Miðröð: Magnús Ásgeirsson, Brvndís Sig- urðardóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Marín Gísladóttir, Hannes Jónsson. — Fremsta röð: Gísli Sigurgeirsson, Ólafía Á.’ Guðmundsdóttir, Guðjón Magnússon, Halla Magnúsdóttir, Halldór M. Sigurgeirsson. A síðastliðnu sumri hafði stúk-1 an Morgunstjarnan nr. 11 í Hafn- arfirði starfað í 70 ár. Hún var stofnuð 2. ágúst 1885 í gamla Flensborgarskólanum og voru stofnfélagarnir 13 að tölu. Hópurinn var ekki stór, enda vakti þessi félagsskapur þá enga sérstaka athygli að því er virtist. En brátt kom í Ijós að alvara fylgdi máli hjá þessum frumherj- um bindindismálsins í „Firðin- um“. Þeir sögðu drykkjuskapn- um og áfengisómenningunni al- varlega stríð á hendur, svo að allur almenningur hrökk við. — Hafnarfjörður var þá lítið og fá- tækt fiskimannaþorp, en drykkju- skapur yar þar mikill eins og víðast hvar annars staðar á land- inu um þessar mundir. En ekki hafði stúkan lengi starfað, er breytinga til batnað- ar fór að gæta. Á öðru ári stúk- unnar komu félagar hennar sér upp fundarhúsi, — fyrsta góð- temjdarahúsinu á Islandi — og voru þeir svo stórtækir og stór- huga, að hús þeirra rúmaði ná- lega alla íbúa Hafnarfjarðar eins og þeir voru þá. Stendur hús þetta ennþá, og er notað fyrir starfsemi reglunnar og margvís- legar samkomur aðrar, fyrir hin ýmsu félög. Góðtemplarareglan var á þessum fyrstu árum og áratug- um, eftir stofnim hennar, eini félagsskapurinn er menn áttu kost á að starfa fyrir. Voru þess vegna alls konar málefni, er snertu byggðarlagið, rædd á fundum stúkunnar, og auk þess margs konar efni til menntunar fyrir félagana, sem fárra kosta völ áttu í þeim efn- um á þessum árum. — Varð því stúkan einasti skólinn hinum eldri og sem ég heyrði þá marga telja góðan skóla og sér gagnleg- an. Eftir að húsið var reist árið 1886 varð það félagsleg og menn- ingarleg miðstöð Hafnarfjarðar, enda einasta samkomuhúsið þar, allt fram yfir fyrsta fjórðung tuttugustu aldarinnar. Þar fóru fram stúkufundir, allir aðrir fundir, söngskemmt- anir, guðsþjónustur, sjónleikir, dansleikir o. s. frv. Þá var það og þinghús bæjarins allt til árs- ins 1930. Á þessum fyrstu árum og ára- tugum átti reglan frumkvæði að ýmsum þeim framfaramálum er þá voru efst á baugi meðal bæj- arbúa, og hafði áhrif á gang ým- issa mála annarra en bindindis- málsins. Hátt á þriðja þúsund fé- lagar hafa gengið í stúkunna frá stofnun, og ávallt hefur hún átt mörgum góðum félögum, — bæði körlum og konum -— á að skipa. Á meðan að Flensborgar- skólann sóttu meira nemendur úr öðrum byggðarlögum en Hafnarfirði, gerðust margir nem- endanna félagar stúkunnar og urðu ýmsir þeirra merkir og þjóð- kunnir bindindisfrömuðir hver í sínu byggðarlagi, og margir þeirra hafa minnst Morgun- stjörnunnar með hlýhug og þakk- læti. Á ýmsu hefur oltið með starf- semi stúkunnar. — Stundum hefur starfið gengið vel, stund- um ver en óskað var. Fundar- sókn hefur verið misjöfn frá 15 —20 manns og allt uppí 300 á fundi. Heimsstyrjaklirnar tvær, sem geysað hafa yfir löndin, hafa haft áhrif á allt félagslíf og fé- lagsstarfsemi, og þá eins á starf- semi Góðtemplarareglunnar. En vonandi er, að þegar frá líður komist jöfnuður á hugi fólksins, og styrjaldarbrjálæðið og allt sem því fylgir hverfi, en menn- ingar og siðferðismálin hljóti þann sess meðal þjóðarinnar, sem þeim hæfir. Um stúkustarfið, félaga stúk- unnar eða einstök atriði úr sögu hennar, verður ekki getið í þess- um fáu orðum, aðeins minnst þessara merkilegu tímamóta í sögu hennar, er hún hefur starf- að í 70 ár. En eitt er víst, að stúkan og stúkur þær er starfað hafa hér í Hafnarfirði á þessum umliðnu 70 árum og starfa hér enn, hafa haft mikil og góð áhrif á menn- ingar- og siðferðislíf í þessum bæ, auk þess sem þær hafa bjarg- að mörgum einstaklingi og fjöl- skyldum frá eymd og böli drykkjuskaparins. Að þessu björgunarstarfi er þessi 70 ára gamla stúka að vinna og kallar alla unga og gamla til liðs við sig. Ennþá er drvkkju- skapur mikill og áfengisvanda- málið eitt af mestu vandamálum þjóðfélagsins. Róðurinn er erf- iður, því nú er það sjálft ríkis- valdið, sem barist er við, þar sem ríkið rekur áfengisverzlunina, en (Framhald á bls. 3) Afsiaóa Sjj álfstæði sma n n ;t (Framhald af bls. 1) hann taldi stórhættulegt íslenzk- um iðnaði að flytja inn frá Þýzka- landi!! Þegar öll sund virtust lokuð, til þess að spilla málinu, þóttust Sjálfstæðismennirnir reiðubún- ir að safna einni milljón, og skilja mátti, að hún væri þegar til í handraðanum, til þess að fá að vera með í að taka þetta „vand- ræðalán“ í Þýzkalandi! Þá var þýzka lánið, sem þeir höfðu tal- ið óaðgengilegt, allt í einu orðið gott og gilt!! Þannig hefur öll framkoma þeirra Sjálfstæðismanna verið í þessu máli. Nægir þar enn að minna á, að annar fulltrúi þeirra í útgerðarráði samþykkti án at- hugasemda lánskjör á einnar milljón króna láni frá Samvinnu- tryggingum. En strax á eftir var með slíkum hraða og krafti, sem varla þekkist utan einræðisrikja, ný lína tekin upp í málinu, og einnig það lán látlaust rægt í blöðum og annars staðar. Af sama toga og það sem hér að framan greinir, er öll önnur gagnrýni Sjálfstæðismanna á Fiskiðjuverinu og byggingu þess, en hér verður staðar nuinið að sinni.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.