Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 03.03.1956, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 03.03.1956, Blaðsíða 1
ALÞYÐUBLAO HAFNARFJARÐAR XV. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 3. MARZ 1956 4. TÖLUBLAÐ Brflutrgðjeodftstftrf Alþgðuflofthsins Aldarfjórðungris afmæli c. Bæjarútgerðar IIafnaríjarðar Bæjarútgerðin var úrræði Alþýðuílokksins til atvinnubóta á erfiðustu tímum. Hún var stofnuð af Alþýðuflokknum á tímum kreppu og atvinnuleysis, til þess að auka atvinnu í bænum. Bæjarútgerðin var aukin og efld á árunum fyrir stríð og raunar alla tíð, þrátt fyrir að oft hefur verið slæmt órferði og örðugur fjórhagur. Nú viðurkenna allir, að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar sé eitt merkasta sporið í atvinnusögu íslendinga á þessari öld. í kjölfar hennar hafa komið sams konar atvinnufyrirtæki í öðrum kaupstöðum og kauptúnum. Bæjarútgerðin hefur orðið Hafnfirðingum til ómetanlegrar blessunar og bjargar. Hún hefur veitt stórfé til ýmissa menning- arstarfsemi í bænum, greiðir margar milljónir í vinnulaun órlega til bæjarbúa og leggur auk þess geysimikið hráefni til annarra vinnustöðva í bænum og utan bæjar. Þó að árangur þessarar starfsemi Alþýðuflokksmeirihlutans hafi orðið jafn glæsilegur og raun ber vitni um, var hann að ýmsu leyti illa undir þetta mikla átak búinn. Skorti gersamlega fé til þessara framkvæmda og varð að hefja þær með tvær hend- ur tómar. Verðhrun var á fiski um þessar mundir og markaðshorfur hinar ískyggilegustu. En hér fór sem oftar. Þegar einkafram- takið brást, varð að taka til hins opinbera. Alþýðublað Hafnarfjarðar hefur því snúið sér til nokkurra þeirra aðila, sem bezt hafa fylgzt með þróun og vexti Bæjarútgerðar- innar, og rætt við þá um upphaf hennar og þróun. Tíðindamaður blaðsins hitti að máli Emil Jónsson, sem verið hefur formaður útgerðarráðs Bæjarútgerðarinnar frá upphafi, og spurði hann frétta. — Hver var ástæSan til að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var stofnuð árið 1931? — Tilgangurinn var fyrst og fremst sá, að freista að auka at- vinnu í bænum. A árunum um og fyrir 1930 var hér allblómleg togaraútgerð, en eigandinn var útlendur og hafði engar skyld- ur að rækja sérstaklega við þetta bæjarfélag. Þegar tók að að halla undan fæti með rekstur útgerðar, um og eftir 1930, hætti hann því þessum rekstri og fór burtu með skipin. Gefur auga leið hvílíkt áfall þetta var fyrir bæinn, þar sem f jöldi manna, sem hafði atvinnu hjá þessu f yrirtæki, stóð nú uppi atvinnulaus. Þá bar það og til tíðinda um sama leyti, að innlend útgerðarfyrirtæki lentu í fjárhagserfiðleikum, og urðu að hætta rekstri sínum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur jafnan, síðan Alþýðuflokk- urinn fékk þar að ráða, látið sig niiklu skipta atvinnumál bæjar- búa, *og gat því ekki verið að- gerðarlaus áhorfandi, þegar þessir atburðir gerðust með snöggum hætti. Til þ<?ss að bæta hér úr var Bæjarútgerð Hafnarfj. stofnuð. — Var ekki öll bæjarstjórnin sammála um stofnun bæjarút- gerðarinnar, þegar svona stóð — Nei, ekki aldeilis! Bæjar- stjórn samþykkti að ráðast í þetta fyrirtæki með 5 atkvæðum AI- þýðuflokksmanna gegn 4 at- kvæðum Sjálfstæðisflokksmanna, það er að segja allir Sjálfstæðis- Júní, einn þriggja togara Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. mennirnir greiddu atkvæði gegn því. Og ekki nóg með þetta. Þeg- ar verst gekk á kreppuárunum, og bæjarútgerðin átti í vök að verjast, báru þessir sömu menn fram tillögu um, að hún skyldi lögð niður. Var þó atvinnuá- standið þá sýnu verst í bænum, og starfsemi bæjarútgerðarinnar til mikilla bóta,það sem hún náði. Seinna hefur afstaða Sjálfstæðis- flokksmanna í bæjarstjórn þó breytzt, þegar betur fór að ganga, og þegar þeim skildist, að bæjarbúar myndu aldrei líða, að þessi starfsemi yrði lögð nið- ur. — Hvernig hefur þetta svo gengið fjárhagslega? — Bæjarsjóður lagði ekki fram til reksturs fyrirtækisins neitt starfsfé í iipphafi. Varð því að taka allt starfsfé að láni með hæstu útlánsvöxtum, annars var ekki völ. Fyrstu árin tapaði bæjarútgerðin, það gerðu öll eða flest öll útgerðarfyrirtæki á þeim tíma. Þó kom aldrei til þess, að bæjarsjóður yrði að greiða neitt Bæjarútgerðarinnar vegna eða vegna taps á rekstri hennar. Hún greiddi upp allt tapið sjálf og miklu meira en það. Hrein eign Bæjarútgerðarinnar í árslok 1954, sem er síðasta árið, sem reikningar eru til fyrir, NAM UM 88 MILLJÓN KRÓNA OG ERU ÞÓ ÝMSAR EIGNIR HENNAR MJÖ LÁGT METNAR. — Hvað um skipastól fyrir- tækisins? — Byrjað var með einum tog- ara, Maí 1931. Síðan var togar- inn Júní keyptur 1934. Báðir þessir togarar voru gamhr, þeg- ar þeir voru keyptir, en hafa þó skilað mikilli björg í bú. Eftir stríðið hafa svo verið keyptir þrír nýsköpunartogarar eins og kunnugt er. — Hvað er nú efst á baugi hjá Bæjarútgerðinni? — Mál málanna í dag er bygg- ing frystihússins. Bæjarútgerðin hefur frá byrjun haft mjög sæmilega aðstöðu til saltfisks- verkunar og nú ágæta má segja. Þá hef ur hún um alllangan tíma átt fiskhjalla til harðfisksverkun- ar og ágætar skreiðageymslur. Það eitt skorti á, að til væri nægi- lega stórt frystihús til að taka við afla af togurunum, þegar hvorki þótti heppilegt að herða né salta. Hafa Hafnfirðingar orðið að sjá á eftir mörgum hundruðum þúsunda króna til annarra staða af þessum ástæð- um, þegar togararnir urc?u að leggja upp afla sinn annars stað- ar. En nú er úr þessu að rætast, og húsið vel á veg komið, eins og sjá má. Fer vel á því, að sam- an getur nú farið risgjöld frysti- hússins og 25 ára afmæli bæjar- útgerðarinnar. i — Hafa Sjálfstæðisflokks- menn ekld verið áhugasamir um byggingu frystihússins? O, sei sei, jú! I orði hafa þeir verið það, en fyrst og fremst hafa þeir verið áhugasamir um að eignast það sjálfir, svona svip- að Lýsi og Mjöl, og þeir hafa verið óþreytandi að reyna að koma í veg fyrir að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar ætti frystihúsið ein. — Viltu segja eitthvað fleira? Vissulega væri ástæða til að segja ýmislegt fleira á 25 ára af- mæli Bæjarútgerðarinnar, en þetta verður að nægja í bili. Eg vil aðeins biðja þig að lok- um að skila innlegu þakklæti mínu, og ég veit, að ég má segja (Framhald á Us. S)

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.