Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.03.1956, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.03.1956, Blaðsíða 1
ALÞÍÐUBLAD F.U.J.-félagrar! Munið árshátfðina Sjá auglýsingu inn í blaðinu. IHIAIFÍ^/^IRNFJJAIRMEM^IFB XV. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 23. MARZ 1956 5. TÖLUBLAÐ Siefnumál Alþýðuflokksins í (ramkvœmd Að hálfnuðu kjörtímabili er Alþýðuflokkurinn á góðri leið með að efna fyrirheit sín fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningarnar fisbiðjuvers A síðastliðnu kjörtímabili jók Bæjarútgerðin skipastól sinn um tvo nýsköpunartogara og bætti stórlega aðstöðu sína í landi til saltfiskverkunar og fiskherzlu með byggingu fiskþurrkunar- búss, harðfiskgeymslna og fjölda nýrra fiskhjalla. En Alþýðu- flokksmenn vildu ekki láta þar við sitja. Fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar hétu þeir því, að Bæjarútgerðin eignaðist eig- ið fiskiðjuver, svo að aðstaða skapaðist til vinnslu aflans í landi. I þessu skyni tryggðu þeir Bæjarútgerðinni yfirráð yfir Akurgerðiseigninni, en þar eru hin ákjósanlegustu skilyrði fyrir starfsemi slíks fyrirtækis. Þrátt fyrir mikla örðugleika hefur þessu máli miðað svo vel áfram, að talið er að hægt verði að hef ja starfrækslu í húsinu á síðari hluta þessa árs, hamli veður ekki að ráði byggingarframkvæmd- um það sem eftir er vetrar. Það er fullkomin ástæða fyrir verkafólk bæjarins að fagna yf- ir, hve vel þessu mikla hagsl- munamáli þess hefur reitt af. Með byggíngu þessari er stigið stórt skref í átt til aukinnar at- vinnu og bættra afkomumögu- leika alls verkafólks í bænum. Cfttnagerð o. fI. Á s. 1. tveim árum var úthlutað 215 byggingar- lóðum, lagöir voiu 1900 m. aí vatns- og hohæsa- lögnum, gerðir 1200 m. aí nýjum götum og malbik- a&ui 600 m. langui kaíli aí aoalumíeioaigötum bæjaiins. Á síðustu árum hefur bærinn stækkað óðfluga. Byggzt hafa á skömmum tíma heil bæjarhverf i. Þessi þróun hefur haldið áfram af fullum krafti síðustu tvö árin. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar hét Alþýðuflokkurinn m. a. að beita sér Syrir byggingu fiskiðjuvers á vegum Bæjarutgerðarinnar, endurbótum á galnakerfinu, aðgerðum í húsnæðismálum, byggingu íþróttahúss og bókasafns og áframhaldandi hafnargerð. Á árinu '54 voru 110 hús í bygg- ingu með 154 íbúðum, en árið '55 voru þau hvorki meira né minna en 126 með .samtals 196 íbúðum. A sama tíma voru veitt- ar 215 byggingarlóðir. Bærinn hefur lagt sig fram við að full- nægja eftirspurn eftir lóðum, og reynt að fremsta megni að mæta þörfurn þeirra, sem í byggingu standa með gerð nýrra gatna, vatnsveitu- og holræsalögnum. Allar hafa þessar framkvæmdir kostað gífurlegt fé og það því fremur, að gatnagerð mun hvergi á landinu jafn-örðug vegna hraunsins, sem bærinn er byggður á. Vafasamt er, að nqkkurt bæjarfélag hafi á und- anförnum árum lagt fram meira fé hlutfallslega til þessara mála og sýnt betri árangur, þegar miðað er við allar aðstæður. Á s. 1. tveim árum voru lagðir um 1900 m. af vatns- og holræsa- lögnum og gerðir 1200 m. af nýjum götum. Gerð gatna úr varanlegu efni hafði á undanförnum árum set- ið á hakanum vegna ýmissa f jár- frekra stórframkvæmda, er bær- inn stóð í s. s. vatnsveitu úr Kald- árbotnum, byggingar Sólvangs, hafnarmannvirkja o. fl. o. fl. Þess vegna taldi Alþýðuflokkur- inn það eitt af höfuðverkefnum líðandi kjörtímabils að gera var- anlegt slitlag á aðalumferðagöt- ur bæjarins og þá fyrst og fremst Strandgötu og Reykjavíkurveg- ar. A síðastliðnu ári voru malbik- aðir um 600 rri. langir kaflar af þessum götum, 415 m. af Strand- götunni og 180 m. af Reykjavík- urveg. Eins og allir vita og hafa daglega fyrir augunum, hefur flokkurinn staðið við heit sín í þessu efni og mun kosta kapps um, að þessum framkvæmdum verði haldið áfram. Húsnfeðismái Sambýlishúsío vænt- anlega fullbyggt á þessu áii. Alþýðuflokkurinn hefur jafn- an látið mikið til sín taka um úr- bætur á húsakosti alþýðunnar við sjávarsíðuna. Órækasta sönn- un þess er lagasetningin um verkamannabústaði og fram- kvæmd þeirra mála. Fyrir ötula forgöngu ýmsra Alþýðuflokks- manna hafa risið af grunni fleiri verkamannabústaðir hér í bæn- um en í nokkrum öðrum kaup- stað á landinu miðað við fólks- fjölda. Bæjarstjórnin, undir forystu Alþýðuflokksins, hefur á marg- víslegan hátt bætt úr þörfum fólks, sem er á hrakhólum með húsnæði. Bærinn hefur keypt húseignir hingað og þangað um bæinn, sem síðán hafa verið leigðar út til fólks í hús- næðisvandræðum. I því sam- bandi má nefna, að húseignin Austurgata 26 var keypt í þessu skyni á yfirstandandi kjörtíma- bili. Þá hefur bærinn — meira en nokkurt annað bæjarfélag — gengið í ábyrgð fyrir lánum hjá fjölmörgum einstaklingum, sem brotizt hafa í að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Sá stuðningur hefur riðið baggamuninn hjá mörgum og gert mönnum kleift að koma áformum sínum í fram- kvæmd. A undanförnum árum hefur hér verið starfandi húsnaeðis- nefnd á vegum bæjarins. Nefnd þessi hefur veitt mörgum hús- næðisleysingjanum ómetanlega fyrirgreiðslu. Formaður þessar- ar nefndar í f jölda ára hefur ver- ið Guðmundur Gissurarson bæj- arfulltrúi, en núverandi formað- ur hennar er Þórður Þórðarson verkstjóri. En þrátt fyrir þá aðstoð, er að framan greinir, hafa verið hér stöðug húsnæðisvandræði vegna hinnar öru fólksf jölgunar í bæn- um. Alþýðuflokkurinn hafði á stefnuskrá sinni fyrir síðustu bæj arstjórnarkosningár, að bærinn hefði forgöngu um byggingu ódýrra og hagkvæmra íbúða í stórri íbúðarsamstæðu, sem síð- an yrðu seldar eða leigðar eftir atvikum- Húsnæðisnefnd hafði þá um nokkurt skeið haft undir- búning málsins með höndum. Arangurínn er þegar kominn í ljós. Risið er af grunni, sunnan við Asbúð, stórt og myndarlegt hús með tólf íbúðum, og verður húsið væntanlega fullbyggt á þessu ári. Bæ'rinn hefur haft með höndum framkvæmd byggingar- innar, en að öðru leyti hefur mál- ið fyrst og fremst verið í hönd- um húsnæðisnefndar. A þennan hátt hefur fólki gefizt kostur á góðum íbúðum með hagkvæm- um kjörum. íbúðirnar hafa þeg- ar verið seldar með kostnaðar- verði. Þess er að vænta, að áfram verið haldið á þessari braut. fþróttnbúsið Eí ekki stæði á íjáiíest- ingaileyfi, gæti bygging þess hafizt nú þegai. Á síðasta kjörtímabili var lok- ið við yfirbyggingu sundlaugar- innar og þar með náð merkum áfanga í byggingu íþróttamann- virkja í bænum. En Alþýðu- flokknum var og er ljóst, að 1 þrátt f yrir þennan áf anga er enn mikið ógert til þess, að aðstaða til íþróttaiðkana sé viðunandi. Flokkurinn hét því fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar að vinna að byggingu fullkomins íþrótta- húss . og jafnhliða undirbúa byggingu íþróttaleikvangs. Af hálfu bæjarins er ekkert því til fyrirstöðu, að byggingarframkv. hefjist nú þegar. Bærinn hefur keypt lóð undir húsið fyrir 100 þús. kr. — Grundarlóðina við Austurgötu — og þar með hefur húsinu verið ákveðinn staður. Peningar eru í sjóði til byrjunar- framkvæmda og öllum teikning- um svo til lokið. Aðeins stendur nú á fjárfestingarleyfi frá stjórn- arvöldunum, en öllum er hulið hvenær þeim aðilum þóknast að veita það. Málin standa því þannig, að jafnskjótt og stjórnar- völdin veita fjárfestingarleyfi, verður byrjað á byggingarfram- kvæmdum. Það er því ekki sök bæjaryfirvaldanna, að byggingin hefur enn ekki hafizt, heldur ríkisvaldsins. Hafnfirzkir íþróttamenn hafa mikinn áhuga fyrir þessari fram- kvæmd sem eðlilegt er, enda mun hún gerbreyta allri aðstöðu þeirra til íþróttaiðkana. Þeirra verkefni er því fyrst og fremst það, að vinna ötullega að þessu máli og láta stjórnarvöldin eng- an frið hafa, fyrr en fjárfesting- arleyfi er fengið og málið þannig komið á öruggan rekspöl. Bókfísnfmb Geit ei láo íyiii, ao húsio komist undii þak fyiii haustiö. Fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar var að mestu lokið við teikningu af væntanlegu bóka- safnshúsi. Húsinu hafði verið valinn staður miðsvæðis í bæn- um við fremur kyrrláta götu, Mjósundið. Einnig hafði verið byrjað á að grafa fyrir grunni hússins. En stjórnarvöldin synj- uðu þá um f járfestingarleyfi, svo (Framhald á bh. 4)

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.