Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.04.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.04.1956, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Sundhöllin og rekstur hennar Þrátt fyrir ^ífurlc^aii vöx< ilvrlíðaiiiinai' var rck^liarlialli á ináiiiiði 1955 tvö þÚKUiul Króniini la'gri cn si nmnuði árlð 1951. Gjaldskrá Sundhallarinnar þó óbreyll írá 1950 til 1. marz 1956. Yngví. Það var árið 1935, að nokk- ur félagssamtök hér í bæ, ásamt bæjarstjórn Hfj., skipuðu nefnd til þess að gera tillögur um stað setningu og byggingu sund- laugar í Hafnarfirði. — Upp- haflega var gert ráð fyrir, að þetta mannvirki yrði reist með samskotum frá bæjarbúum. En þar sem árferði var þá lélegt og afkoma manna yfirleitt slæm, safnaðist lítið fé til byggingar- innar. Er framkvæmdir voru hafnar og byggingin komin nokkuð á veg, þótti sýnt, að bær- sjó, báru hærri hlut. Af þeirri ástæðu var laugin staðsett á jafn-óheppilegum stað og raun ber vitni um. Reynslan af notkun sjávar varð ekki eins góð og menn höfðu vonað, enda var hætt við að nota sjó í laugina árið 1950. En löngu áður var farið að blanda hann mjög með fersku vatni. Astæðurnar til þess, að hætt var við að nota sjóinn voru fyrst og fremst þessar: 1. Leiðslur og tæki, sem sjór- inn fór um, tærðist sundur á mjög skömmmum tíma. 2. Þörungar og gerlagróður varð mjög mikill við auk- ið hitastig sjávarins. 3. Fjöldi fólks var mjög and Sundhöll Hafnarfjarðar tekin í notkun 13. júní 1953. inn yrði að hlaupa undir bagga og leggja fram fjármagn til að koma þessu fyrirtæki á fót. Bæj- arstjórnin ákvað þá að taka bygg ingarframkvæmdirnar alveg í sínar hendur og sjá um rekstur fyrirtækisins, þegar þar að kæmi. Hinn 29. ágúst 1943 var laug- in vígð. Brátt kom í ljós, að rekstur hennar var ýmsum annmörkum háður. Kom það fyrst og fremst af því, að þegar veðrátta var ó- hagstæð dögum saman, reynd- ist erfitt að halda lauginni vel heitri. Baðvatnsgeymarnir reynd ust líka of litlir. Yfirleitt var laugin opnuð um mánaðamótin apríl-maí og lokuð aftur í byrj- un nóvember. Vor og haust var sett skilrúm í laugina, og aðeins grynnri endi hennar hitaður upp. Gafst þetta fyrirkomulag sæmi- lega. I byrjun var aðsókn að laug- inni sæmileg, en fór ört minnk- andi næstu ár og má þar mestu um kenna, að fólk gat aldrei treyst því, að böð og laug væru sæmilega heit. Til að bæta úr þessu voru sett upp olíukynd- ingartæki í stað kolahitunar árið 1948. Bætti það aðstöðina að mun frá því sem áður var. Fór aðsókn nú aftur vaxandi. SJÓR EÐA VATN Eitt aðalhitamálið á sínum tíma var, hvar staðsetja ætti laugina og hvort nota ætti sjó eða vatn. Þeir, sem nota vildu vígt notkun sjávar til sund- iðkana. 4. Við notkun sjávar reyndist erfitt að gæta fyllsta hrein- lætis. DRYKKJARVATN — BAÐ- VATN — SUNDLAUGAR- VATN Fyrsta skilyrði, sem fullnægja verður við hverja sundlaug er það, að vatnið sé alltaf hreint og algerlega laust við sýkla. Það er alkunna, að við iðkun sunds getur naumast hjá því farið, að eitthvað af vatni því, sem synt er í eða notað til baða fari ofan í fólk A. m. k. fer það að öllum jafn- aði upp í munn og nef, augu og eyru. Stundum alla leið ofan í maga. Sýklar þeir, sem í vatn- inu kunna að vera, berast þannig greiðlega að slímhúð baðgesta. Af þessu er sýnilegt, að til bað- vatns og sundlaugarvatns verð- ur að gera sömu kröfur og gerð- ar eru til drykkjarvatns. Sjór, sem notaður er til baða, hvort heldur er við baðströnd eða í sundlaug, þarf að fullnægja siimu gerlafræðilegu kröfum og gerðar eru til baðvatns. Sýklar geta borizt í laugina á tvennan hátt. í fyrsta lagi með vatninu, sem í laugina rennur, og í öðru lagi með baðgestum, sem laug- ina nota. Til þess að koma í veg fyrir, að sýklar geti þrifist í sund- lauginni, er vatninu dælt hvað eftir annað í gegnum þar til gerð hreinsitæki, sem taka úr því öll óhreinindi. Auk þess er settur klór í laugarvatnið þannig, að alltaf eru í því 0,3 til 0,5 milligr. af klór á hvern lítra vatns. Af þessum sökum geta engir sýkl- ar eða gerlar þrifist. MIKLAR FRAMKVÆMDIR Strax í upphafi var gert ráð fyrir. að sundlaugin yrði byggð í tveim áföngum. Þeim fyrri var náð 29. ágúst 1943, eins og áður segir. Það sýndi sig strax, að nauð- synlegt var að hraða seinni áfanga byggingarinnar. Var því sótt um fjárfestingarleyfi til þess, en því var synjað hvað eftir ann- að. Gekk svo í nokkur ár. En vor- ið 1951 fór hópur manna undir forystu Stafáns Gunnlaugssom ar, sem þá var formaður íþrótta- nefndar, og Guðmundar Gissur- arsonar f. h. bæjarstjóra á fund þáverandi menntamálaráðherra, Björns Ólafssonar, og mótmæltu harðlega margítrekuðum brot- Sundhöll Hafnarfjarðar vígð 29. ágúst 1943. MERKUM AFANFA NAÐ Hér var brotið blað í sögu íþróttamála í Hafnarfirði. Eitt glæsilegasta íþróttamannvirki landsins var risið af grunni. Það sem einkenndi allar framkvæmd ir var vandvirknin. Kappkostað var að gera allt sem bezt úr garði, en þó sem einfaldast og íburðarminnst. Hafa bæði inn- lendir menn og erlendir, sem gjörþekkja sundstaði og rekstur þeirra, lokið lofsorði á sundhöll- ina og rekstrarfyrirkomulag hennar. REKSTUR OG REKSTRARAFKOMA Frá upphafi hefur verið reynt að hafa gjaklskrá Sundhallar- innar eins lága og unnt er, svo að allir hafi sem jafnasta aðstöðu til sundiðkana, hvernig sem efna hag þeirra er háttað. Þar af leið- andi hefur bæjarsjóður orðið að greiða talsverðar fjárhæðir ár- lega til þess að mæta kostnað- inum. Gjaldskránni hefur verið breytt tvisvar síðan 1948. Var það árið 1950. eftir að gengi is- batna. Þetta hefur fyllilega stað- izt. Frá miður vönduðum mál- flytjendum hefur heyrst, að rekstrarhalli Sundhallariimar fari síhækkandi og sé að verða bæjarsjóði líttbær baggi. Eins og hver og einn getur séð af meðfylgjandi skýrslum, fer rekstrarkostnaður Sundhallar- innar auðvitað hækkandi með hækkandi verðlagi, en fylgir þó verðlaginu hvergi nærri eftir, því að samkvæmt skýrslum Hagstof- unnar hefur verðlag hækkað um 50,2% síðan 1950. Ef rekstrar- kostnaður fyrirtækisins hefði hækkað í hlutfalli við vöxt dýr- tíðarinnar, hefði rekstrarhallimi s. I. ár átt að vera hartnær eitt hundrað þúsund krónum hærri, en hann þó varð, og var þó við- hald einstaklega mikið, enda margt endurnýjað og fært í betra horf á árinu. Hvað var hægt að spara til þess að svo gat orðið? Það var hægt með því að gera eftirfarandi ráðstafanir: Fækka starfsfólki, fækka rekstrarstund- Yfirlitsskýrsla um almenningstíma árin 1948—1955 Fjöldi Rekstrar- Rekstrar- Tekjur aí almennings- Rekstrar- Rekstrar- halli á mán. er sundl. Meðal- vísitala Verð hvers Ar baðgesta stundir kostnaður tímum halli var notuð (Stig) baðs Athugasemdir 1948 16.427 2521 135.434.80 26.194.30 91.000.00 15.170.00 8.00 Opið í 6 mánuði 1949 17.230 2007 125.826.60 37.381.20 85.269.49 14.211.58 7.29 Opið í 6 mánuði Opið í 6 mánuði 1950 19.633 2152 146.769.63 40.640.00 106.029.63 17.671.60 110 7.48 Geysileg verð- hækkun (gengis- Opið í 5 mánuði 1951 19.130 1548 144.441.21 44.765.05 99.680.16 19.936.05 140.5 7.55 Samnorræna sundkeppnin 1953 32.464 1640 146.901.09 60.322.20 18.578.89 12.550.09 157 4.56 Opið í 61/2 mánuð Opið í 12 mánuði 1954 46.184 2770 232.741.27 85.181.95 147.559.32 12.296.61 158.6 5.04 Samnorræna sundkeppnin Opið í 8 mánuði 1955 26.177 1291 194.153,31 50.849.46 143.303.85 17.912.98 165.2 7.42 Mænuveiki- faraldur um á gefnum loforðum um veit- ingu fjárfestingarleyfis fyrir sundlaugina. Er ekki að orð- lengja það, að fjárfestingarleyf- ið kom nokkru síðar. Var þá haf- izt handa um bygginguna strax þá um haustið og stóðu fram- kvæmdir yfir á annað ár. Tók laugin aftur til starfa 13. júní 1953. Sundurliðun rekstrarkostnaðar Hrein- Ýmis- Rekstrar- Ár Laun Orka Viðhald lætisv. kostn. Samtals kostn. % % % '% % % 1948 45,7 26,2 22,3 0,8 5,0 100 152.391.51 1949 51,9 27,7 11,4 0,9 8,1 100 140.400.60 1950 46,0 38,6 7,5 1,4 6,5 100 173.256.63 1951 40,9 43,5 7,9 2,8 4,9 100 166.785.15 1953 54,1 33,2 4,1 3,2 5,4 100 177.905.12 1954 54,2 34,3 4,0 4,1 3,4 100 289.463.44 1955 46,1 24,5 23,1 2,9 3,4 100 313.843.19 lenzku krónunnar hafði verið fellt, og hinn 1. marz s. 1. eftir hina geipilegu verðhækkunar- öldu. Gjaldskráin hefur ætíð verið mjög lág, og var látin hald- ast óbreytt þrátt fyrir það, að verðlagsvísitalan hækkaði um hvorki meira né minna en 50,2% síðan 1950. Þegar litið er á með- fylgjandi töflu, sést, að rekstrar- afkoman hefur ekki versnað nærri því eins mikið og við hefði mátt búast. Það skal tekið fram, að þegar um það var rætt að byggja yfir laugina, var því haldið fram, að aðstaða öll yrði betri, hægt mundi að hafa laugina opna tíu til tólf mánuði á ári í stað sex, og fjárhagsafkoman myndi um, aukinni sundkennslu starfs- manna, sem nú færir Sundhöll- inni milli 40 og 50 þús. kr. tekj- ur á ári, og síðast en ekki sízt: með mörgum breytingum á húsi, vélum og öllu skipulagi, sem sparar nú mikið fé frá því sem áður var. Á bæjarstjórn, ásamt fyrrverandi íþróttanefnd, mikl- ar þakkir skyldar fyrir framsýní sína og velvilja í garð Sundhall- arinnar. Það skal tekið fram, að skólasund er ekki tekið með á töflu eitt, enda greiða skólam- ir sannvirði rekstrarkostnaðar þá tíma, er þeir nota til sundiðkana fyrir nemendur sína. Ég vona, að þessi fáu orð um Sundhöll Hafnarfjarðar verði til (Framhald á bls. 3)

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.