Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.06.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.06.1956, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Ömurlegt ástand í gjaldeyrismálunum Hvers vegnn er þjóðtnm eUUt sogóur sonnleikurinn? “Alþýðubandalagið,, er ekkerl annað en: Flokkurinn, sem faldi sig Það er ömurleg staðreynd, að með hverjum deg- inum sem líður safna íslendingar meiri og meiri skuldum erlendis og alltaf liggur á ógæfuhliðina. Fyrir rúmu missiri flutti einn af bankastjórum Landsbankans erindi í útvarpið og sagði þjóð- inni umbúðalaust, og án þess að fela nokkuð, frá hinu alvarlega gjaldeyrisástandi, sem færi dag- versnandi; varaði bæði stjórnar- völd og aðra þá, er málum þess- um ráða, við að lialda áfram á þessari hættubraut. Þetta kom illa við leikarana í Sjálfstæðisflokknum, sem alltaf þurfa að fela eittbvað og blekkja. Þeir eru sem sagt hræddir við liinn nakta sannleika. Var þá einn leikaranna sendur fram á sviðið og látinn tala í út- varpið yfir landslýðnum og mót- mæla rökufn bankastjórans. Sagði hann að hér væri allt í stakasta lagi, í landinu lægi ó- venju mikið af gjaldeyrisvörum og allt mundi ástandið lagast á vetrarvertíðinni 1956. Hitt væri svartsýni og barlómur, að vera að tala um vöntun á gjaldeyri, slíkt tal lamaði framkvæmdadug hinna bjartsýnu. Hér var skollaleiknum haldið áfram og þjóðin dulin hinu rétta ástandi. Og viti menn, mánuðir liðu, gjaldeyrisástandið versnaði og versnaði enn, og fundur er hald- innn fyrir hjörð íhaldsins. Þar kemur sjálfur viðskiptamálaráð- herrann, Ingólfur Jónsson frain, og staðhæfir að gjaleyrisástand- ið sé bara gott, allt i lagi!! Er nú hægt að bjóða þjóðinni upp á annað eins, að framámenn íhaldsins skuli mánuð eftir mán- uð koma fram i blöðum og út- varpi og dásama ástandið í gjald- eyrismálunum. Aldrei, síðastliðin 30 til 40 ár, hefir ástand gjaldeyrismál- anna verið jafn afar ískyggi- legt og einmitt nú, og fer jafnt og þétt versnandi. Hver og einn einasti maður, sem þekkir þessi mál niður í kjölinn, vcit og þekkir þetta ört versnandi ástand, en vegna hins mikla ofurvalds Sjálfstæðisflokksins nú, í flest um ráðandi stöðum í þjóðfé- laginu, kjósa flestir að fjasa ekki mikið um þetta opinber- lega. Það má öllum Islendingum vera ljóst, að þegar stoðirnar undir hinu fjárhagslega sjálf- stæði eru orðnar fúnar, þá brest- ur fljótlega annað það, er uppi heldur hinu menningarlega sjálf stæði þjóðarinnar. Við stöndum á barmi voða- pyttsins, ef við þá ekki erum að falla í hann, og enginn Fyrii'Kpurn til Flyg'ciiriiig;*: Hvenær ætlar |»ing:madiii*iiiu að Nkila aftiii' hluÉabréfiin- uni í Lýsi og Hjöl? Allir Hafníirðingar hata i fersku minni dóm- inn í Lýsi og Mjöl-málinu frá því í vetur, en þar voru dæmd ógild og ólögleg hin hneykslanlegu hlutabréfakaup íhaldsmannanna í Lýsi og Mjöl á gamlaárskvöldið 1952. Ingólíur Flygenring er verðlaunaður af Sjálf- stæðisflokknum í Hafnarfirði fyrir frammistöðu sína í þvi máli með því, að hann er valinn til framboðs fyrir flokkinn!! Þrátt fyrir dóminn hefur Ingólfur ekki ennþá skilað til félagsins hlutabréfunum, sem hann keypti. Þau voru að natnverði kr. 50.000.oo, en metin hinsvegar á kr. 150.000.oo. Dálaglegur hagnaður þaðl Hvað tefur að skila bréfunum, herra Flygen- ring? Er Stefán Jónsson kannske tregur að skila þeim hluta bréfanna, sem hann þegjandí og hljóðalaust fékk afhent frá yður? Almenningur hér í bæ mun dæma Flygen- ring 24. júní n. k. á þann eina hátt, sem hann hefur til unnið, en það er að kolfalla við kosn- ingarnar. DÓMSORÐ ALÞÝÐUNNAR VERÐA ÞVÍ: X EMIL JÓNSSON. flokkur ber þar jafnþunga á- byrgð og Sjálfstæðisflokkur- inn. Enginn skottulækning dug- ar hér, og verður nú þjóðin að gefa þessum glæfradátum í- haldsins rækilegt frí frá opin- berum stöðum, í bráð og lengd, og það verður væntan- lega gert hinn 24. júní n. k. Leikskóli fyrir börn Hafnarfjarðarbær starfrækir í sumar leikskóla fyrir börn á aldr- j inum þriggja til 6 ára. Er'hann til húsa í Barnaskólanum og starfar daglega frá kl. 1—6. For- eldrar geta komið þar fyrir börn- um sínum ýmist til mánaðar- dvalar eða í styttri tíma, eftir því, sem þörf er á hverju sinni. Jafnframt er hægt að koma börn- um þangað til geymslu dag og dag gegn 10 kr. gjaldi. Nokkur börn geta enn komizt á leikskól- ann. Enn einu sinni hefur Kommúnistaflokkurin falið sig, og ber nú nafnið Alþýðubandalag. En úlfshár kommúnismans standa alls í staðar út undan grímubúningnum, svo fáir munu láta blekkjast til fylgis við þennan skaðlega öfgaflokk, þannig að hann mun verða jafn áhrifalaus eftir þessar kosningar eins og alltaf áður, livort sem hann hefur kallað sig Kommunistaflokk Islands, Sam- i einingarflokk alþýðu, Friðarhreyfingu eða Alþýðubandalag. Hanr I mun því ekki verða þess umkominn að vinna alþýðu landsins rieitt I til nytja fremur en fyrri daginn. Hlutverk hans verður það sama og fyrr, þ. e. að aðstoða íhaldið með klofnings- og undirróðurs- starfi innan raða alþýðunnar. En hvað veldur þessari þörf flokksins á því að fela sig í kom- andi kosningum? I Reykjavík tapaði hann ............... 1429 atkv. í Hafnarfirði tairaði hann ............ 71 — Á ísafirði tapaði hann................. 24 — Á Siglufirði tapaði hann............... 136 — Á Akureyri tapaði hann ................ 76 — I 8 sveitakjördæmum tapaði hann........ 315 — Af jressu geta menn séð, hversu lífsnauðsynlegt jiað var fyrir Sósíalistaflokkinn að fela sig og koma frain undir nýju nafni og geta þannig skýlt nekt sinni og eðli bak við nafn og vinsældir þeirra manna, sein skeleggast hafa barizt gegn óheilla- og undir- róðursstefnu þeirra fram að Jiessu. En eftir kosningar munu konnn- únistarnir ekki telja sig lengur þurfa að nota grímubúninginn eða Jrá menn, sem lagt hafa þeim þann klæðnað til. Þá mun sannar- lega hvort teggja verða lagt til hliðar, en það verður önnur saga. K V K II J li O II 1» : Marteinn Marteinsson F. 4. jtíní 1012 Útför Marteins Marteinsson- ar síðastliðinn miðvikudag vott- aði á minnisstæðan og hugljúf- an hátt, hversu vinsældir hans áttu mikil ítök og djúpar rætur í hugum og hjörtum Hafnfirð- inga. Þrátt fyrir mikið annríki á vinnustöðvum fylgdi fjöldi bæj- arbúa Marteini heitnum síðasta áfangann. Marteinn Marteinsson er horf- inn sjónum vorum fyrir aldur fram, en líf hans og starf er ekki lokið. Á skilnaðarstundu rifjast upp endurminningar liðinna daga. Eg Jiekkti Martein mæta vel. Við vorum jafnaldrar og leik- bræður í barnæsku. Báðir átt- um við heima í sáma húsi, er við vorum á öðru ári og ávallt var skammt milli heimila okkar og mikil og góð vinátta þar á milli. Við iðkuðum íjiróttaleiki í upp- vexti, vorum fermingarbræður og áttum samstarf að félagsmál- um. Allar eru Jiær endurminn- ingar hugljufar og kærar. Hafnarfjörður var heimkynni Marteins allt frá fæðingu til ævi- loka. Eg veit, að Marteinn myndi hvergi annars staðar hafa viljað lifa og starfa en í fæðingarbæ sínum, er hann unni mikils og reyndist vel. I dagblöðum hafa æviatriði Marteins Marteinssonar verið rakin og verður það eigi allt endurtekið hér. Marteinn fæddist á vordegi 1912. Þremur mánuðum áður — 5, jjúní 1951» fórst faðir hans í sjóslysi á vetrar- vertíð. Fundum þeirra feðga bar| aldrei saman í þessu lífi. Marteinn ólst upp bjá móður sinni. Hann var hennar auga- steinn, og hún var honum ylur og skjól. I fátækt kom hún honum á legg og til mennta í Flensborgar- skóla. Þar lauk hann gagnfræða- prófi með góðum vitnisburði og var þá J>ar með skólaganga hans öll. Efni voru ekki fyrir hendi, Jió að áhugi væri á frekara námi. Móðirin og sonurinn, sem misst höfðu fyrirvinnu heimilis- ins áttu aðra ævi en Jiar, sein alls nægtir voru. Þau létu þó eigi yfirbugast, því móðir Marteins er sérstaklega velgerð kona, dugmikil, ástrík og um- hyggjusöm. Hún ól soninn unga upp, í góðum siðum, mótaði skapgerð hans, háttprýði í fram- komu, velvilja og mannkærleika. Þetta nam Marteinn barn að aldri og varðveitti alla ævi í störfum og tómstundum. Hann eignaðist því inarga vini en enga óvini. Ungur fékk Marteinn áhuga á félagsstörfum. Fyrst starfaði hann í íjiróttafélögum, stjórn- málafélögum og síðast en ekki sízt meðal stéttarfélaga sinna í j verkalýðshreyfingunni. I félags- störfum ávann liann sér traust og trúnað félaga sinna. Þeir skip- uðu honum í fremstu raðir. Þannig var liann formaður full- trúaráðs verkalýðsfélaganna héi í bæ og ritari Hlífar. Marteinn hóf ungur almenna verkamannavinnu, og stundaði síðan verzlunarstörf. Siðustu árin hefur hann verið i starfsmaður lijá Lýsi & Mjöl h.f. og er mér Ijúft að votta að stjórn- I endum félagsins engu síður en samstarfsmönnum hans hjá fé- laginu þótti hann ágætur starfs- maðtir, samvizkusamtir, árvak- ur og samstarfslipur. Márteinn kvongaðist eftirlif- andi konu sinni, Katrínu Gísla- dóttur, fyrir 8 árum. Eignuðust þau 3 börn og eitt fósturbarn Marteins ólst upp á heimili þeirra. Eru Jiau öll innan ferm- ingaraldurs. Marteinn var heimilisrækinn og börnum sínum góður faðir. Þau eiga ekki lengur athvarf hans og skjól. Þau sakna föður- umhyggjúnnar. Móðirin syrgir góðan son, eiginkona ástvin og vinirnir allir kveðja góðan dreng- Guð blessi minningu Marteins Marteinssonar. Adolf Björnsson. Kjörorðið er: Umbótaflokkariiir fái meirihluta á Alþingi

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.