Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.06.1956, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.06.1956, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAB HAFNARFJARÐAR VERKIM TALA Emil Jónsson hefur alla tíö látiÖ sér annt um hafnargerð hér í hæ og stutt að því máli af þekkingu og víðsýni. Er þessum máúum nú svo vel á veg komið, að stærsta skip, sem til er í eigu íslendinga getur hvergi lagst að bnjggju hér við land, nema í Hafnarfirði. Þetta sýnir hezt, live Hafnfirðingum gefst kostur á að kjósa sér dugandi og víðsýnan mann sem fulltrúa sinn á þing lnnn 24. j>. m. Krýsuvíkureignin er talin ein verðmætasta fasteign hér á landi. Emil Jónsson hefur beitt sér fyrir athugun á því, sem þar má framkvæma. Andstöðumenn Alþýðuflokksins á Alþingi hafa látið þetta stórmerka mál gjalda þess, hve Áfþýðuflokkurinn á ]>ar fáa fulltrúa. Fltjgenring vill láta orkuna streyma óbeizlaða út í himingeiminn. Hafnfirð- ingar! með því að hafa sigur Emils sem glæsilegastan á sunnudaginn undirstrikið þið betur vilja ykkar til stórframkvæmda í Krýsuvík í náinni framtíð. Byggingarmál lágtekjufólks hefur ætíð verið mikið vandamód. Alþýðu- og Framsókn- arflokkurinn leystu það mál prýðilega á sínum tíma með byggingu verkamannabástaða. Sjálfstæðisflokktirinn hefur algerlega stöðvað framkvæmd þessara bygginga, þar sem hann hefur þorað og geta komið ]>ví við. — Með því uð kjósa framhjóðanda Alþýðu- flokksins, Emil Jónsson vinnið jnð að bætttim og auknum húsakosti tykkar. Hafnfirðingar voru fyrstir til þess að bjóða hörmungum atvinnuleysisáranna byrginn með því að stofna Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. — Emil Jónsson heftir állt frá fyrstu tíð verið formaður útgerðaráðs og leitt þetta óskabarn Hafnfirðinga gegnum allar hættur og erfiðleika. — Þeir, sem vilja hálda áfram á þeirri braut, að byggja upp at- vinnulíf bæjarbúa við heilbrigð framleiðslustörf kjósa Emil Jónsson. Honum má treysta betur í því efni en nokkrum öðrum. 3rnneinumst um srefnumnl umbótnflokbnnnn; Tryggið þjóðinni samhenta, lýðræðissinnaða, vinstri stjórn Frctm til sigurs fyrir umbótaflokkanu á Alþingi: Takmarkið er: Meirihluta til handa umbótaflokkunum á Alþingi íslendinga næsta kjörtímabil. Brjóta verður á bak aftur vald milliliða og gróðastétta. Tryggja verður öllu vinnandi fólki fullan afrakstur þess, sem það skapar með vinnu sinni. Fá verður framleiðslustéttunum örugga aðstöðu til þess að ganga úr skugga um, að þær fái sannvirði þess, sem þær afla. UTANRÍKISMÁL. — Stefnan í utanríkismálum verði við það miðuð, að tryggja sjálfstæði og öryggi landsins, að höfð sé vinsamleg sambúð við allar þjóðir, og að íslendingar eigi samstöðu um öryggismál við nágrannaþjóðir sínar, m. a. með samstarfi í Atlantshafsbandalaginu. Herinn verði nú þegar látinn hverfa úr landi. Þessi meirihluti mun beita sér meðal annars fyrir eftirfar- andi: * ★ Samstarfi verði komið á milli ríkisstjórnar og samtaka verka- lýðs og launþega, bænda og annarra framleiðenda um meg- inatriði kaupgjalds- og verðlagsmála. ★ Bankakerfið skal endurskoðað, m. a. með það fyrir augum að koma í veg fyrir pólitíska misnotkun bankanna. Seðlabank- inn skal settur undir sérstaka stjórn, og marki hann heildar- stefnu bankanna, og beini fjármagninu að framleiðslu- atvinnuvegunum og öðrum þjóðnýtum framkvæmdum. ★ Starfræksla þeirra fyrirtækja, er vinna úr sjávarafla lands- manna, skal endurskipulögð með löggjöf í því skyni, að sjó- mönnum og útvegsmönnum verði tryggt sannvirði aflans. ★ FRAMFARAÁÆTLUN. — í trausti þess, að takast megi að ráða bót á vandamálum efnahagslífsins eftir framangreind- um leiðum og mynda þannig grundvöll að farsælli umbóta- stefnu hafa flokkarnir orðið ásáttir um eftirfarandi Framfara- áætlun. ★ BÆTT TÆKNI OG JAFNVÆGI í BYGGÐ LANDSINS. ★ AUKIN RAFVÆÐING. ★ EFLING LANDBÚNAÐAR OG AUKIÐ LÁNSFÉ TIL FRAM- KVÆMDA. ★ AUKNING ÚTGERÐAR OG BÆTTUR AÐBÚNAÐUR SJÓ- MANNA. ★ EFLING STÓRIÐJU OG IÐNAÐAR. ★ BÆTTAR SAMGÖNGUR í DREIFBÝLI. ★ HAGSTÆÐ VERZLUN. ★ FRAMLEIÐSLUSAMVINNA. ★ AUKIN BYGGING VERKAMANNABÚSTAÐA OG SAMVINNU- ÍBÚÐA. ) ★ EFLING ALMANNATRYGGINGA OG ATVINNUSTOFNUN RÍKISINS. ★ STUÐNINGUR VIÐ VÍSINDI OG LISTIR. ★ AUKIÐ VERKLEGT NÁM OG FRÆÐSLA UM ÞJÓÐFÉLAGS- MÁL. ★ EFLING FÉLAGSHEIMILASJÓÐS OG ORLOFS- OG HVÍLD- ARHEIMILI. Kjósið gegn íhaldi og sprengiflokkunum! Kjósið Emil Jónsson

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.