Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.06.1956, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.06.1956, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 Sköpum ný viðhorf íslenzkt stjórnmálalíí er sýkt af illum áhrifum auðhyggju- valds Sjálfstæðisflokksins og skaðræðisstefnu kommúnista. Þær þjóðir, sem okkur eru skyldastar að menningu hafa valið leið- sögn jafnaðarmanna og frjálslyndra umbótamanna, en hafnað Öfgum íhalds og kommúnisma. Hvergi í heiminum eru heilbrigð- ari stjórnarhættir en einmitt hjá þeim þjóðum. Hvers vegna getum við íslendingar ekki fylgt fordæmi frænda vorra á Norðurlöndum? Sýnum þroska okkar, Hafnfirð- ingar, og gerum sigur umbótaaflanna hér í bæ stóran og eftir- minnilegan. Það er sómi okkar. Sköpum ný viðhorf í íslenzkum stjórnmálum með því að ná sterkum meirihluta umbótamanna á Alþingi og útiloka meinsemd íhalds og kommúnisma úr þjóð- lífinu. Fram til sigurs, hafnfirskir umbótamenn. Minnstu launa Flygenrings Við kjörborðið greiða Hafnfirðingar Ingólfi Flygenring þau laun, sem hann hefur til unnið með sínum óþurftarverkum við hafnfirzka alþýðu, dugleysið í málefnum bæjarins og aðfarir hans að eignum bæjarbúa í Lýsi og Mjöl h.f. Látum sérhags- munastefnu hans bíða eftirminnilegan ósigur. Hin verðskulduðu laun Flygenrings eru þau að enginn okkar gefur honum atkvæði sitt. Ingólfur Flygenring hefur svo sannarlega til þess unnið að kolfalla í kosningunum, og að því vinnum við öll með öflugu starfi fyrir frambjóðanda umbótaaflanna, Emil Jónsson. Sigur Emils er sigur hinna réttsýnu kjósenda. Sigur Emils er sigur þinn, heilsteypti íhaldsandstæðingur. Ónýttu ekki atkvæði þitt með því að kjósa Geir Samkvæmt ræðum og skrifum forystumanna Alþýðubanda- lagsins er ógerlegt að vinna með bandalagi Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins sökum „íhaldssemi þess og fjandskapar við verkalýðinn”. Ganga verður út frá, að hið sama finnist þess- um foringjum þó ekki síður um Sjálfstæðið, enda þótt þeir hafi næsta fá orð nú um slíkt. En þá liggur auðvitað ljóst fyrir spurningin: Með hverjum ætla þingmenn Alþýðubandalagsins að vinna á Alþingi eftir kosningar? Ekki með „Hræðslubandalaginu", það er samsafn „vondra manna". Ekki íhaldinu (eða hvað?) Slíkt hæf ði varla „verkalýðsf lokki". Vér sjáum _ ekki annað en þeir þingmenn sem Alþýðu- bandalagið væntanlega fær í komandi kosningum, séu fyrirfram dæmdir til einangrunar og áhrifaleysis á þingi, segjandi óvinn- andi með öllum öðrum flokkum. Hvaða kjósandi vill sóa á þennan hátt atkvæði sínu? 319 atkvæði, sem greidd voru kommúnistum hér í bæ í síð- ustu þingkosningum féllu dauð og ómerk. Vinstri menn, sem þá kusu kommúnista, hjálpuðu Ingólfi Flygenring til að ná kosn- ingu. Hvaða einlægur verkalýðssinni og íhaldsandstæðingur vill endurtaka þá smán að láta þingmann Hafnfirðinga aftur verða íhaldsmann? Munið þá staðreynd, að atkvæði greidd Geir Gunn- arssyni koma engum að notum nema Flygenring, þar sem Geir er vitavonlaus með uppbótarsæti. Þess vegna ber öllum sönnum íhaldsandstæðingum hér í bæ að sameinast um Emil Jónsson, ella gera þeir atkvæði sitt áhrifalaust í baráttunni gegn íhaldinu. Ávnrp til hafnfirzkra kjósenda Senn líður að kosningunum. Átökin milli stjórnmálaflokk- anna hafa harðnað dag frá degi. Bandalag Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins gengur gunnreift og sigurvisst til leiks og væntir góðs árangurs, er atkvæði verða talin. En til þess að árang- urinn megi verða sem mestur og beztur, þurfa allir félagar flokk- anna og velunnarar, konur og karlar, ungir og gamlir, að leggja hönd á plóginn og taka virkan þátt í kosningunum. Bandalag Alþýðu- og Framsóknarflokksins byggir starfsemi sína á fólkinu, hinni vinnandi og stríðandi alþýðu til sjávar og sveita, verkamönnum, sjómönnum, launþegum, bændum og smærri atvinnurekendum. Þess vegna er allt undir því komið, að hver einn og einasti félagi flokkanna og unnandi bandalags Alþýðu- og Framsóknarflokksins gangi óhikað til leiks og gerist þegar virkur þátttakandi. Stuðningsmenn bandalags Alþýðu- og Framsóknarflokksins geta miklu áorkað með því að leiða fólki fyrir sjónir, hve þýðing- armikið sé að allir leggist nú á eitt. Þannig geta allir velunnarar kosningabandalagsins hvar sem þeir standa í röðum, orðið virkir þátttakendur í baráttunni og unnið að sigri bandalagsins. Það er engum efa undirorpið að íslenzk alþýða á mikið í húfi um þessar mundir. Henni ríður á þjóðlegum, sívakandi og öfl- ugum samtökum, sem sífellt eru á verði um hagsmuni hennar og lífsafkomu. Enginn getur skapað slík samtök nema fólkið sjálft, enginn annar elft það, markað stefnu þess og baráttu í framtíðinni, nema endurnærð réttlætiskennd hins vinnandi fólks í bæjum og sveitum landsins. Vandamál þjóðarinnar eftir þessar kosningar verða mörg og viðsjárverð. Bandalag Alþýðu- og Framsóknarflokksins hef- ur markað stefnu sína í þessum efnum. Bandalag Alþýðu- og Framsóknarflokksins getur aldrei, má aldrei og mun aldrei miða stefnu sína í nokkru máli við annað en batnandi lífskjör alls almennings í landinu og aukna menn- ingu fólksins Þetta er bandalag hins vinnandi hluta þjóðarinnar. Stjórnarstefnan á undanförnum árum hefur verið mjög til óheilla fyrir alþýðu manna. Það er því lífsnauðsyn, að vinnandi fólk fái aukinn íhlutunarrétt í stjórn landsins að afstöðnum þess- um kosningum, sem nú fara í hönd. Eina leiðin til þess er að efla bandalag Alþýðu- og Framsóknarflokksins. Því fleiri þingsæti, sem bandalag þetta hlýtur, því meira mun málefna þess gæta með þjóðinni á næsta kjörtímabili. Þess vegna ríður á, að banda- lagið íái hvert eitt og einasta atkvæði, sem það hefur nokkurn möguleika á að tá. Atkvæðin koma alltaf að fullu gagni í hvaða kjördæmi sem þau eru greidd. Jafnvel eitt, eitt einasta atkvæði getur skoríð út um það, hvort bandalag Alþýðu- og Framsóknar- flokksins fær þingsætinu fleira eða færra. Það er því ástæða til að endurtaka: Bandalagi Alþýðu- og Framsóknarflokksins ríður á þátttöku allra velunnara þess í kosningabaráttunni. Bandalag þessara flokka hefur mikla sigurmöguleika í þess- um kosningum. Fólkið tók því vel, er bjartsýnt og hugsar gott til úrslitanna. Þessi bjartsýni á að setja sinn svip á vinnubrögð flokksmanna í kosningunum. Verið bjartsýn og gunnreif, þó vinnst fólkið til fylgis við málstað bandalagsins. Fólkið sækir þangað, sem sigurvissan er. Hafnfirzkt umbótafólk! Störfin á kjördag geta ráðið úrslitum kosninganna. Mætið öll til starfa og vinnum af heilum hug fyrir málstað fólksins til glæsilegs sigur. Kjósið heilbrigðara og réttlátara þjóðfélag Kjósið umbótaöflin. — X Emil Jónsson

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.