Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.01.1962, Side 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.01.1962, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 Lítld um öxl á ávamótum Það er garnall og góður siður að staldra örlítið við á hverjum áramótum og líta yfir farinn veg og þá jafnframt að reyna að skyggnast inn í framtíðina á næsta ári °g gera sér grein fyrir hvernig það geti orðið hverjum og einum að beztu gagni og gæfu. í þessari grein verður það látið nægja að líta um öxl til liðins árs, en framtíðarmálin tekin til meðferðar annars staðar í blaðinu og í næstu blöðum. Arið 1961 var Hafnfirðingum gott ár á flestum sviðum. Atvinnulíf var í miklum blóma, atvinnuleysi óþekkt, ný fyrirtæki fluttust í bæinn í vaxandi mæli, íbúunum fjölgaði, umsvifamiklar framkvæmdir voru hjá bænum og bæjarmálefnum var stjórn- að af festu og framsýni. Það er því ekki út í bláinn, að Hafnfirðingar þakka liðið ár, mn leið og þeir óska bæði sér og öðrum gleðilegs og gæfuríks árs á árinu 1962. Hér á eftir verður aðeins stiklað á stóru í málum Hafnfirðinga á árinu, sem leið. STÖRF gjaldkera og innheimtumanns eru laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. þ. m. Rafvcita Hafnarfjarðar IIAFNARFJÖRDIIR! Símstöðin í Hafnarfirði flutti afgreiðslu sína og skrifstofur í hið nýja hús pósts og síma að Strandgötu 26, sunnudaginn 14. janúar 1962. Frá sama tíma lagðist öll afgreiðsla niður í gömlu símstöðinni að Austurgötu 11. S töðvarstjóri. Stórstígar framfarir í hafn- flrmálum Hafnfirðinga. Síðast á árinu 1960 var nýr hafnarbakki tekinn í notkun í Hafnarfirði. Þetta var stórt og glæsilegt átak í hafnarmálum Hafnfirðinga og stórbætti hafn- arskilyrði í Hafnarfjarðarhöfn. Þetta átak kostaði rúmlega 10 milljónir króna. Um sama leyti var syðsti hafnargarðurinn breikkaður um rúman helming. Það hefur því myndarlega ver- ið tekið til höndunum í Hafnar- fjarðarhöfn og á árinu sem leið fór árangurinn strax að koma í ijós. Umferðin um höfnina fór ört vaxandi. Stærstu skip lands- manna lögðu leið sína til Hafn- arfjarðar. Gullfoss byrjaði ferðir sínar beint frá Hafnar- firði til útlanda og Trölla- foss kom hingað beint frá Amer- iku og losaði um 1800 tonn af ýmissi voru á land hér í Hafn- arfirði. Töluverðum hluta af þessu vörumagni úr Tröllafossi var ekið til Reykjavíkur og er það vissulega gleðileg þróun, að Reykvíkingar þurfi stundum að sækja sitt til Hafnarfjarðar. Þá fór og á árinu sem Ieið fyrsti stóri vikurfarmurinn til Þýzkalands, en með honum hófst vikurútflutningur Hafnar- fjarðarbæjar. Hófst þar þáttur i hafnar- og atvinnumálum Hafnfirðinga, sem getur orðið mJ°g þýðingarmikill í bæjarfé- laginu. A síðasta ári urðu því þátta- skil í sögu Hafnarfjarðarhafnar, er Hafnfirðingar sáu margra ara draum sinn rætast um inn- °g útflutningshöfn í Hafnar- firði. Útgerðarmál Ekki hefur neitt ræzt úr fyrir togaraútgerðinni á íslandi á árinu 1961 frá árinu áður. Sömu erfiðleikarnir hafa steðjað að, fádæma aflaleysi. — Lengi vel voru torgararnir aðal und- irstöðutækin undir sjávarútveg landsmanna, og enn gegna þeir þar stóru hlutverki, þótt hlutur þeirra sé miklu minni en áður. Það er því mjög þýðingarmikið, að mögulegt verði að halda þessari útgerð áfram, og sér í lagi fyrir Hafnfirðinga, sem svo lengi hafa byggt afkomu sína á togaraútgerð. Það er því von allra, að hægt verði hið fyrsta að finna viðunandi rekstrar- grundvöll fyrir togaraútgerð- ina. Árið 1961 er fyrsta árið, sem síldveiðar liafa verið stundaðar allan ársins hring. Hefur verið mjög mikil vinna í frystihúsum bæjarins við verkun síldarinnar. Vetrar- og vorvertíðin á ár- inu 1961 gekk ágætlega. Þess má geta til gamans, að 2 afla- hæstu bátarnir á landinu á þeirri vertíð voru gerðir út frá Hafn- arfirði. Eru það Héðinn og Fák- ur. Yfirleitt gekk hafnfirzku bát- unum vel miðað við aðra staði, og er Hafnarfjörður vaxandi verstöð vélbátaútgerðar. > Barnaskólinn við Oldutún tekinn í notkun. Nýr barnaskóli var byggður og tekinn í notkun á síðast liðnu ári. Þar eru 200 nemend- ur á alldrinum 7 og 8 ára í 4 nýjum kennslustofum. Þetta er aðeins einn áfangi í stærri bygg- ingu. Þarna er það nýmæli í skólabyggingu í Hafnarfirði. að allar kennslustofurnar eru á einni og sömu hæð. Börnin í þessum nýja skóla losna þannig við hina erfiðu og hættulegu stiga. Annað nýmæli er þarna líka, sem ekki er minna um vert, en það er að sérinngangur er í hverja kennslustofu, þann- ig að hver bekkur gengur inn um sínar dyr að frímínútum loknum. Er þetta vissulega mik- ill kostur og léttir alla um- gengni í skólanum. Árið 1961 var fyrsta heila áirið, sem æskulýðsráð starf- aði. Síðla árs 1960 var Æskulýðs- ráð Hafnarfjarðar stofnað af Bæjarstjórn Hafnarfjarðar. — Tekizt hefur ágætt samstarf milli þess, góðtemplarareglunn- ar, áfengisvarnarnefndar og skáta. Höfðu þessir aðilar opin hús ákveðin kvöld í viku, þar sem ungmennum bæjarins gafst kostur á að una sér við ýmsar dægradvalir, ef þeir aðeins | ástunduðu prúðmennsku og góða siði, meðan þeir voru þarna inni. Þá voru haldin mörg tómstundanámskeið á vegum þessara aðila. Þarna undi sér fjöldi æskufólks við holl og þroskandi tómstundastörf. Þá hefur verið stofnaður skemmtiklúbbur æskufólks, sem starfar að mestu leyti sjúlfstætt, en þó undir handarjaðrinum á æskulýðsráði og í samráði við það. Hefur hann að markmiði góðar og heilbrigðar skemmtan- ir æskufólks og útilokar bæði reykingar og áfengi frá skemmt- unum sínum. Hefur klúbburinn, sem hlaut nafnið Mánaklúbbur- inn, farið vel og myndarlega af stað og er vonandi að hann nái því takmarki, sem hann setti sér í upphafi, en það er: Glöð og heilbrigð æska með fyrir- myndar skemmtanalíf. Og halclið var áfram að húa í haginn ft/rir íþróttaæskuna. Á árinu 1961 var knattspyrnu- völlurinn á Hvaleyrarholtinu lagfærður og endurbyggður, svo að nú eignuðust Hafnfirðingar Iöglegan völl í knattspyrnu- keppni í 1. deild Islandsmótsins og má segja að með því byrji nýr kapítuli í sögu hafnfirzkr- ar knattspyrnu. Þá var á árinu hafin bygging íþróttahallarinnar við Strand- götu. Þar á að rísa íþróttasalir og félagsheimili fyrir hafnfirzka æsku. Hafnfirzkur handknatt- leikur hefur lengi vakið þjóðar- athygli og svo var einnig á ár- inu sem leið. En í íþróttahöll- inni er fyrirhugaður salur að að stærð 20x40 metrar, sem er lögleg stærð á alþjóðamæli- kvarða fyrir handknattleik. — íþróttahöllin er því óskadraum- ur hafnfirzkra íþróttamanna og þeir fögnuðu af heilum hug, þegar hafist var handa um bygginguna. Árni Gunnlaugs- son, formaður íþróttanefndar, hefur haft forystu í þessu máli og kunna Hafnfirðingar honum, og öðrum þeim, sem að þessu hafa unnið,, beztu þakkir fyrir. Þá ber og bæjaryfirvöldunum þökk fyrir góðan skilning á þessu mikilvæga máli. Árið 1961 varð merkisár í sögu hafnfirzkrar gatna- gerðar. Myndarlegar framkvæmdir í varanlegri gatnagerð í Hafnar- firði voru hafnar á síðast liðnu sumri. — Þessar gatnagerðar- framkvæmdir vöktu verðskuld- aða athygli bæði innan bæjar og utan og Hafnfirðingar fögn- uðu þeim áf heilum hug. — Ymsir þeir, sem vel fylgdust með vexti og viðgangi Hafnar- fjarðarbæjar, létu jafnframt undrun í ljós að þetta skyldi vera hægt í bæjarfélagi, sem fer jafn hraðvaxandi og Hafnar- fjörður. Þeim var það vel ljóst, að ör vöxtur íbúatölu kostar öra útþennslu bæjarins, ög þá um leið á nýjar götur, holræsalagn- ir, vatnslagnir o. fl. þess háttar. Þeir vissu, að fólksfjölgunin í Hafnarfirði hafði á nokkrum undanförnum árum numið meiru en öllum íbúunum á Húsavík, eða öllum íbúunum í Neskaupstað og ekki langt frá öllum íbúunum á Selfossi. Norðanmenn vissu að upp- bygging Húsavíkur, götur henn- ar„ vatnslagnir og holræsi höfðu kostað ærið fé, austanmenn vissu að mikið fjármagn var bundið í öllum götunum og að og frárennslislögnum í Nes- kaupstað, og Sunnlendingar fóru ekkert í grafgötur með það að uppbyggingin á Selfossi varð ekki til af sjálfu sér, heldur kost- aði mikið fé. Þegar þeir höfðu svo það í huga, að fólksfjölgun- in í Hafnarfirði nú síðustu árin samsvaraði þessum hverjum fyr- ir sig, virtist þeim það ærið vandamál hverri bæjarstjórn að leysa það verkefni að leggja götur og lagnir til þessara nýju borgara Hafnarf jarðar. Hvað þá að gera eins og raun ber hér bezt vitni um. Hugmijndasamkeppni um skipulag. Á árinu sem leið var efnt til samkeppni um skipulag mið- bæjarins í Hafnarfirði. Jafn- framt áttu að fylgja frumdrög að skipulagi hafnarinnar. Það er ekki úr vegi í því sambandi að leiða hugann stund arkorn ag kaupum bæjarins á húsumi og lóðunl í bænum, sem gerð hafa vérið á fjórum síðustu árunum, einmitt vegna skipu- lagsmála og framtíðar bæjarins. Á þessum fjórum árum hefur bærinn keypt lóðir og húseignir fyrir um hálfa fjórðu milljón króna. Þetta hefur verið nauð- synlegt að gera vegna ýmissa mikilvægra mannvirkja bæjar- ins, gatnagerðar o. fl. Það er vel að skipulagsmálin eru tek- in föstum tökum, því að þau eru ein af hinum þýðingarmestu undirstöðuatriðum bæjarins, sem framtíðin hvílir á. Hér liefur aðeins verið stikl- að á stóru. Þó kémur það greini- lega í Ijós, þegar litið er um öxl á farinn veg, að síðast lið- ið ár hefur verið Hafmfirðingum yfirleitt gott ár. Þeir geta kvatt árið 1961 í mesta hróðerni og þakkað fyrir það og horft óhræddir til framtíðarinnar, vegna þess sem unnizt hefur á liðnum árum. Öldutúnsskólinn var tekinn i notkun á síðasta ári. Samt eru húsnæðisvandamála skólanna slík að í óefni er kom- ið, ef ekki er gert stórt átak í þeim mádum.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.