Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.01.1962, Page 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.01.1962, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Heiðursvarði hafnfirzkra sjómanna í tilefni fimmtíu ára afmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar 1. júní 1958 ákvað Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar að heiðra hafnfirzka sjómannastétt fyrir liinn mikla og sérstæða þátt hennar í upp- byggingu kaupstaðarins til heið- urs og viðurkenningar. I þessu augnamiði var ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni meðal íslenzkra listamanna, með þeim skilyrðum er sérstök dómnefnd setti. Dómnefndin var skipuð eft- irtöldum mönnum: Birni Th. Björnssyni, listfræðingi,, Eiríki Smith, listmálara, Friðþjófi Sigurðssyni, mælingarmanni, Valgarði Thoroddsen, yfirverk- fræðingi og Friðriki Á. Hjör- leifssyni, sjómanni. Heimilt var að veita verðlaun samtals 50.- 000.00 kr. er skiptast þannig: 1. verðlaun kr. 30.000.00, 2. verð laun kr. 15.000.00 og 3. verð- laun kr. 5.000.00. Dómnefndinni bárust 6 til- Iögur og hlaut tillaga Þorkels G. Guðmundssonar arkitekts, Melhaga 17, Reykjavík 1. verð- laun, tillaga Guðmundar Elías- sonar myndhöggvara, Njálsgötu 94, Reykjavík 2. verðlaun og til- laga Gerðar Helgadóttur mynd- höggvara, París 3. verðlaun. Það var skrítin en skemmti- leg tilviljun, þegar það kom í ljós, að listamaðurinn, sem öll dómnefndin var sammála að veita 1. verðlaun, fyrir beztu tillöguna, var tengdasonur Guð- mundar heitins Gissurarsonar, fyrrverandi forseta bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar. En síðasta verk Guðmundar heitins í langri og gifturíkri þjónustu við Hafn- arfjarðarbæ var einmitt að stýra þeim hátíðafundi bæjarstjórnar- innar, sem samþykkti að efna til þessarar hugmyndasam- keppni. Þorkell er giftur Mar- grétu Guðmundsdóttur og búa þau í Reykjavík. Þau eiga þrjú börn, tvær dætur og einn son. Sonurinn fæddist sama dag og Þorkeli barst í hendur tilkynn- ingin um úrslit hugmyndasam- keppninnar. Hamingjan brosti því hýrt til ungu hjónanna að Melhaga 17 þann daginn. - Fjárhagsáætlun UafnarSjarðar (Framhald af áðu 2) ítrekar fyrri áskoranir sínar til Alþingis um að samþykkt verði lagaákvæði um landsútsvör, þannig að afnumið verði hið óviðunandi misrétti, sem nú rík- ir um tekjuöflun hinna einstöku sveitarfélaga og með því stuðl- að að því, að þau geti lagt út- svör á eftir sama útsvarsstiga.“ Þessi tillaga var samþykkt af öllum bæjarfulltrúunum. Bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu þessa tillögu og hafa nú loksins með því viðurkennt misréttið milli Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga til útsvars- tekna. Þeir samþykkja áskorun- ina á Alþingi um landsútsvör, þar sem beint er sagt að þá fyrst þegar landsútsvör séu komin á, sé hægt að leggja útsvör á bæj- arbúa eftir sömu reglum og í Reykjavík. Misréttið sé slíkt. fundi með tillögu um að leggja á útsvörin á sama liátt og gert yrði í Reykjavík. Slíkur var loddaraleikur þeirra á bæjar- stjórnarfundinum. Slíkt ofur- kapp lögðu þeir á þetta sýn- ingaratriði sitt, að þeir gættu þess ekki einu sinni að orða til- lögu sína svo, að hún bryti ekki í bág við landslög og varð því forseti bæjarstjórnar að henni frá. visa AÆTLUNARBUSKAPUR Hinar myndarlegu fram- kvæmdir bæjarins í varanlegri gatnagerð á sl. ári, virðast loks hafa vakið athygli bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, því að á þessum fundi báru þeir fram tillögu um að gerð yrði nokk- urra ára framkvæmdaáætlun um varanlega gatnagerð í bæn- um. Já, öðru vísi mér áður brá. Hins vegar koma þeir á sama1 Einu sinni átti áætlunarbúskap- GLÆSILEGUR VARÐBERGSFUNDtR ^ Fundurinn var hinn gagnlegasti og fór hið bezta fram Síðastliðinn þriðjudag hélt Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, fund í Bæjarbíó. Fundurinn var mjög fjölsóttur, og er gizkað á, að þar hafi ekki verið undir 500 manns. Kommúnistar liöfðu smalað á fundinn af ákafa miklum bæði í Reykjavík og Kópavogi. Þrátt fyrir hinn mikla hamagang þeirra við að teyma kommúnista úr Reykjavík og Kópavogi á fundinn, voru þeir þó í minnihluta. Þess má geta, að mjög fáir hafnfirzkir kommúnistar voru á fundinum, og styður það vissu- lega þá skoðun, að raðir kommúnista í Hafnarfirði þynnast nú óðum. Allt klapplið Æskulýðsfylk- ingarinnar í Reykjavík var mætt á fundinn, og er líða tók á fundinn mátti sjá svitann renna af því aumingja fólki í stríðum straumum, og það nudda sér um hendur á eftir af sársauka eftir mikla áreynslu. Þar, sem kommarnir voru í minnihluta, en þeir vildu láta líta svo út, að lið þeirra væri ekki eins fámennt og raun var á, skipuðu foringjarnir klapplið- inu að taka á sínu ítrasta, sem hafði þær afleiðingar, sem að ofan getur. Fundurinn hófst kl. 9. Um- ræðiefni var Island og vestræn samvinna. Framsögumenn voru þeir Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, Heimir Hannesson, stud. jur/ og Þór Vilhjálmsson, lögfræðingur. Fluttu þeir allir mjög greinargóðar og ítarlegar ræður, sem fengu hinar beztu undirtektir hjá fundarmönnum. Af fulltrúum lýðræðisflokk- anna tóku til máls: Hrafnkell Ásgeirsson, stud. jur., Þorgrím- ur Halldórsson, raffræðingur, Þórir Sæmundsson, form. F.U.J., Árni Grétar Finnsson, form. Stefnis, Ragnar Magnússon, prentari, Sigurður Þorsteinsson, bankamaður, og Matthías Á. Mathiesen, alþm. Af hálfu andmælenda vest- rænnar samvinnu töluðu: Ei- ríkur Pálsson, skattstjóri, og kommúnistarnir Jónas Árnason, rith., Gísli Gunnarsson, kennari, Björn Þorsteinsson, sagnfr., Ragnar Arnalds, stud. jur. og Markús Þorsteinsson, skipstjóri. Það er auðséð, að Varðberg á miklu fylgi að fagna meðal Hafnfirðinga, og að flestir Ilafn- firðingar gera sér grein fyrir, að samtaða Islands með hinum vestrænu lýðræðisþjóðum og að- ild landsins að Atlantshafsbanda Iaginu er bezta tryggingin fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Eftir þennan fund sáu bæjarbúar enn betur en áður, live skefjalaus áróður kommúnista er fyrir hina kommúnistisku valdhafa í Moskvu, og þá sérstaklega í ræðum þeirra Gísla Gunnars- sonar og Björns Þorsteinssonar. Fundarritari var Jóhannes Sölvason úr stjórn Varðbergs, en fundarstjóri Guðmundur H. Garðarsson., formaður Varð- bergs. I upphafi fundar lýsti fundarstjóri því yfir, að fundir félagsins væru aðeins umræðu- fundir, og væru því aldrei sam- þykktar tillögur á þeim. Þess vegna var tillögu, sem borin var fram á fundinum, vísað frá. Fundurinn var skemmtilegur og sýndi vel, hve fleipuryrðí kommúnista máttu sín lítils gegn hinum rökfasta málflutn- ingi Varðbergsmanna. Hafnfirðingum skal bent á, að í næsta tölublaði Raddar æskunnar verður ræðum fram- sögumanna gerð nánari skil. urinn ekki upp á pallborðið hjá íhaldinu. En allt er einu sinni fyrst og svo er um þetta. Til- lögunni var vel tekið og vísað til bæjarráðs. LÆRDÓMSRÍKUR FUNDUR Þessi fundur bæjarstjórnarinnar var að mörgu leyti lærdómsrík- ur. Á honum kom berlega í ljós uppbyggingarstefna og ábyrgð bæjarstjórnarmeirihlutans og einnig lýðskrum og ábyrgðar- Ieysi Sjálfstæðisflokksins hér. Verður þeim málum hverju fyr- ir sig gerð ítarlegri skil hér í blaðinu síðar. llingað er póstur og sími fluttur. Lengi voru Hafnfirðingar húnir að þrá J>etla hús, en ekki kom skriður á málið f'jrr en Emil Jónsson var póst- og símamálaráðherra og ákvað hygginguna. Mijndin var tekin í sumar, Jiegar verið var að undirhúa breikkun Slrandgötunnar. Enn með brögðin sín Atkvæðatap Sjálfstæðisflokksins liér í bænum virðist fara mjög í taugarnar á íhaldinu. Kann það engin svör við því hvar tap flokksins í síðustu kosningum hefur verið, ef ekki hér í Hafnarfirði. Alþýðublað Hafnarfjarðar vill ekki vera með neinar getsakir í annars garð. Þes's vegna spurði það Hamar, hvar 475 atkvæða tap Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi árið 1959 hefði verið, ef ekki að mestum hluta hér í Hafnarfirði. Það leið meira en mánuður og Hamar leitaði um kjördæmið, eins og að saumnál, hvar annars staðar tapið gæti verið. Og rétt fyrir jólin gafst hann upp á að finna atkvæðatapi Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi annan stað en Hafnarfjörð. Alþýðublað Hafnarfjarðar spurði líka um leið, hvar at- kvæðaaukning Alþýðuflokksins í þessum kosningum (rúm 300 atkvæði) hefði verið að mestum hluta, ef ekki hér í Hafnarfirði. Enn þrautleitaði Hamar um kjördæmið, hvar sennilegasta aukning Alþýðuflokksins hefði verið og fann ekki annan stað líklegri en Hafnarfjörð. Þessi leit sannfærði hina langþreyttu leitarmenn íhalds- ins, að fylgið er að hrynja af flokknum. Þeir sáu, að það væri vel sloppið hjá Sjálfstæðisflokknum, ef hann heldur í sína fjóra bæjarfulltrúa í komandi kosningum. Þetta þótti þeim að vísu ískyggileg niðurstaða. En þó fannst þeim hún ekki sú versta. Hitt þótti þeim miklu miður, að jafn- framt fundu þeir að atkvæðaaukning Alþýðuflokksins hafði að miklum hluta átt sér stað hér í Hafnarfirði. Og þýðir það, að Alþýðuflokkurinn er á góðri leið að endurheimta meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Og það er það, sem íhaldið óttast mest. Það veit að lireinn meirihluti Alþýðuflokksins er hið mesta áfall, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hér í bæ gæti orðið fyrir. Ihaldið vill þvi ekki hinn eina möguleika fyrir hreinum meirihluta í bæjar- stjóm. Það vilja hins vegar margir Hafnfirðingar og þeir geta bugað íhaldsviljann, ef þeir vilja. En hvernig brást Hamar við, þegar honum varð þetta Ijóst. Sýndi hann þann heiðarleika að viðurkenna þesSa staðreynd? Sýndi hann þá ábyrgð að hefja heiðarlega mál- efnalega baráttu til þess að reyna að hefta lnun flokksins? Nei, öðru nær. Þeir helguðu sig kjörorðinu „engin ábyxgð bara brögð“ og hrópuðu: „Víst erum við stærsti flokkur- inn í bænum !!!“ Hafnfirðingar heyrðu tómahljóðið og vonleysið í þessu örvæntingarópi Hamais.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.