Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.04.1962, Síða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.04.1962, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKURINN í HAFNARFIRÐI Ritstfóri og ábjrgSarmaSur: HÖRÐUR ZÓPIIANÍASSON Afgreiðsla t Alþýðuhúsinu, sími 50499 PRENTSMIÐJA HAFNARFJARÐAR H.F. Alþýðuflokkurinn stærsti flokkurinn í bænum Blað Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, Hamar, hefur að undanförnu verið að reyna að telja sjálfu sér trú um, að Sjálfstæðisflokkurinn væri stærsti flokkurinn í bænum og hefði því einn möguleika á að ná hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Hafa í því sambandi verið not- uð hin fáránlegustu rök málinu til stuðnings. Ekki skal um það fullyrt hér, hvort blaðinu hafi tekizt að koma hinni öfgafullu blaðstjórn Hamars til að trúa þessu, en aftur á móti er vitað, að almenningur hefur látið þessar órökstuddu fullyrðingar sem vind um eyru þjóta. Hvers vegna þá? Jú, svarið lætur ekki á sér standa. Síðustu alþingiskosningar sýndu það svo berlega, að fylgi Sjálf- stæðisflokksins fór hraðminnkandi í Reykjaneskjördæmi og þá imi leið hér í Hafnarfirði á sama tíma, sem Al- þýðuflokkurinn bætti stórum við fylgi sitt. Það er því Al- þýðuflokkurinn, sem er stærsti flokkurinn í bænum í dag og því eini flokkurinn, sem möguleíka hefur á að ná hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Skal þetta rök- stutt hér. Hamar hefur stutt mál sitt með því, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi fengið 40 fleiri atkvæði en Alþýðuflokk- urinn við bæjarstjórnarkosningarnar 1958, og að Matt- hías hafi unnið Emil með örfárra atkvæða mun um mitt sumar 1959. Hér er tvennt að athuga: Það er opinbert leyndarmál, að Matthías sigraði Emil vegna þess, að fjöldi kommúnista og Framsóknarmanna studdi hann. Svo sleppir Hamar að ræða um síðustu kosningar, þ .e. síðari alþingiskosningarnar á árinu 1959. Blaðið lítur aftur í tímann og tekur þar þær tölur, sem Sjálfstæðis- flokknum eru hagstæðari en tölur samkvæmt síðustu kosningum. Þetta er mikil móðgun við allan almenning í bænum og vanmat á dómgreind hans. Með álíka sterk- um rökum gætu þá Alþýðuflokksmenn litið til ársins 1954, og sannað með því, að Alþýðuflokkurinn væri stærsti flokkurinn í bænum, vegna þess að hann hafði þá 59 fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn eða þá til ársins 1956, er Emil sigraði Ingólf Flygenring. Þessar röksemdafærslur nota ekki Alþýðuflokksmenn vegna þess, að þeir vita, að það væri blekking og móðgun við dómgreind kjósenda, því að hið eina rétta er að miða við síðustu kosningar, sem háðar voru í bænum. En Sjálf- stæðismenn leyfa sér að hafa í frammi slík vinnubrögð, móðga þannig kjósendur í bænum. Hið eina rétta er að miða við síðustu kosningar, þegar dæmt er um, hver sé stærsti flokkurinn í bænum. Því er ekki að neita, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði dregið á Alþýðuflokkinn fram til haustins 1959, en þá verða aftur straumhvörf hér í bænum sem annars staðar í kjördæminu, þegar Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 475 at- kvæðum í Reykjaneskjördæmi á sama tíma og Alþýðu- flokkurinn bætti við sig 312 frá sumarkosningunum. Það eru þessar tölur, sem á að miða við en engar aðrar. Og nú skulum við gera það. í fyrri kosningunum á árinu 1959 hlaut Matthías A. Mathiesen 1417 atkvæði eða tæp 30% af fylgi Sjálfstæð- isflokksins á því svæði, sem nú telst til Reykjaneskjör- dæmis. í síðari kosningunum á árinu 1959 tapaði Sjálf- stæðisflokkurinn 475 — fjögur hundruð sjötíu og fimm — atkvæðum á því svæði frá fyrri kosningunum á því Kvikmyndin „Haínarfjörður fyrr og núi6 frumsýnd á þriðja i páskum Eins og mörgum bæfarbúum er kunnugt hefur Hafnarfjarðarbær látið gera kvikmynd um Hafn- arfjörð fyrr og nií. Hófst verkið á árinu 1957 og er því nú að fullu lokið. Á vegum bæjarins hefur verið starfandi nefnd, ° Gunnar Róberlsson Hansen Sem kjörin var til að hafa umsjón með verkinu. gerSi kvikmyndarhandrit og stfórnaði Til verksins hefur verið vandað svo sem kostur verkmu. var á. Nefndin réð Gunnar Róbertsson Hansen til að gera kvikmyndarhandrit og hefur hann einnig haft á hendi stjórn verksins frá upphafi. Miyndin er tekin á 16 mm litfilmu og er sýningartími henn- ar 1/2 klst. Kvikmyndartökumenn voru þeir Gunnar R. Hansen og Ásgeir Long. Snorri Jónsson, kennari, hefur verið formaður kvikmyndarnefndar frá 1957. Mörgum bæjarbúum mun vera mikil forvitni á að sjá þessa mynd og hefur verið ákveðið að frum- sýna myndina í Bæjarbíói þriðjudaginn þriðja í pásklim. S'norri Jónsson, kennari, form. kvikmyndarnefndar frá 1957. »3»3»9»3»3»3»3»3M3»3«3»3t3»3»3»3»3»3»9»3»3t3»3»3*3*9»3«»3t3»3»3»3»»I3»3»3»3»3»3»9»3*3»3»9»3»3»3»3»3«3*3»3»3»3«3»3t3»3»9»3»3»3»3»3»3»3*3»3»3*: ári. Nú er það á allra vitorði, að þessi straumhvörf í fylgi flokkanna áttu í ríkum mæli rætur sínar hér í Hafnarfirði, en til þess að halda sér eingöngu við þær staðreyndir, sem liggja á borðinu opinberlega, skulum við hér gera ráð fyrir, að tapið hafi átt sér stað jafnt um allt kjör- dæmið. Samkvæmt því tapaði því Sjálfstæiðsflokkurinn í Hafnarfirði um 143 — eitt hundrað fjörutíu og þremur — atkvæðum í seinustu kosningum í bænum frá síðustu kosningum þar á undan. Flokkurinn hlaut því um 1247 atkvæði í þeim kosningum. Emil Jónsson fékk 1390 atkvæði í sumarkosningun- um 1959 eða um 53/2% af fylgi Alþýðuflokksins á svæði því, sem nú tilheyrir Reykjaneskjördæmi. í liaustkosn- ingunum 1959 bætti Alþýðuflokkurinn í Reykjaneskjör- dæmi við sig 312 — þrjú hundruð og tólf — atkvæðum. Enn skulum við miða við það, að fylgið hafi flokkurinn unnið svo til jafnt um allt kjördæmið. Samkvæmt því bætti Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði við sig um 167 — eitt hundrað sextíu og sjö — atkvæðum. Samkvæmt þessu kusu um 1557 — fimmtán hundruð fimmtíu og sjö — kjósendur Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði. Alþýðuflokkur- inn í Hafnarfirði hafði því um 283 — tvö hundruð áttatíu og þrjú — fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn í Hafn- arfirði samkvæmt þessu. Að vísu er ekki hægt að fullyrða, að þessar tölur stemrni alveg upp á einingu. Þar getur munað örfáum atkvæðum til eða frá, en aldrei miklu. Þess vegna er hægt að fullyrða með óhrekjandi rökum, að Alþýðu- flokkurinn hafi að minnsta kosti haft 250 fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði og er þá lágt reiknað. Hér hefur með skýrum rökum verið sýnt fram á, að fullyrðingar Hamars falla um sjálfar sig. Alþýðuflokkur- inn er stærsti flokkurinn í bænum í dag, eins og síðustu kosningar sýna svo berlega. Alþýðuflokkurinn er því eini flokkurinn í bænum, sem möguleika liefur á því að fá hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Hafnfirðingar munu sýna það í kosningunum 27. maí n. k., að Alþýðu- flokkurinn, flokkur fólksins, er eini flokkurinn í bænum, sem er þess trausts verður að stjórna bænum, með því að veita honum hreinan meirihluta í bæjarstjórn. KIIHÍJA Hafnarfjarðarkirkja. Skírdagdags- kvöld: Altarisganga kl. 8,30. Föstu- dagurinn langi: Messa kl. 2 e. h- Páskadagsmorgun: Messa kl. 8 árd. Bessastaða- og Garðasókn: Messa a Bessastöðum páskadagsmorgun kl. 10. Sólvangur: Messa annan páskadag kl. 1,30 e. h. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Skírdagur: Messa kl. 2 e. h., altarisganga. Föstu- dagurinn langi: Messa kl. 2 e. h. — Páskadagur: Messa kl. 2 e. h. Kndunlcg'i skipnluj? miðbæjarins Á bæjarráðsfundi lnnn 12■ apríl sl. var samþykkt í bæjar- ráði, að leita til 1. verðlauna- hafa í hugmyndásamkeppni urn skipulag miðbæjarinls, Jóns Har- aldssonar, og biðja liann að taka að sér að vinna að endanlegurn tillöguuppdrætti að rniðbænurn í sarnráði við skipulagsyfirvöld bæjar og ríkrs. Er þetta í beinu framhaldi af liinu rnyndarlega átaki sern meirihluti bæjarstjorn- ar hefur gert í skipulagsrnálun- um á þessu kjörtímabili. Lúðrasvcitin leikur á skírdag Lúðrasveit Hafnarfjarðar seú- ar að spila í Bæjarbíói á skir- dag klukkan 4. Margir Hafn- firðingar hafa alltaf haft unun ■ af að hlusta á leik lúðrasveitar- innar og svo mun einnig verða að þessu sinni. Á efnisskránni verða bæði marsar og létt lög m. a. laga- syrpa eftir Jón Múla Árnason. Það er ekki að efa að margii munu fagna þessu tækifæri, sem þarna gefst til að njóta góðrar skemmtunar.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.