Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.11.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.11.1962, Blaðsíða 1
Jafnaðarstefnan er stefna alþýðunnar ALÞYÐ UB LAÐ Verzlið við þá, sem auglýsa í Alþýðublaði Hafnarffarðar IHIAJF NAira IFJJAviraiD)Æira XXI. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 24. NOVEMBER 1962 14. TOLUBLAÐ Hvers vegna er „brádabirgðauppgjörið“ leyniskjal Sjálfstæðisflokksins? Hefur skuldlaus eign bæjarsjóðs aukizt um rúmar 20 milljónir króna s.l. 4 ár? Hvers vegiui reykvískt fyrirtæki? Oft heyrist um það spurt, hvers vegna Landleiðir hf. sé skráð í Reykjavík og hafi bækistöðvar sínar þar. Af einhverjum ástæðum munu forráðamenn fyrirtækisins eigi hafa talið sér fært að fhjtja reksturinn hingað í bæinn. Hverjar þessar ástæð- ur eru virðist hulinn leynd- ardómur, en okkur Hafnfirð- ingum finnst eðlilegt, að fyr- irtæki, 'sem byggir hag og af- komu sína að langmestu leyti á fjármunum frá bæjar- búum, sé staðsett hér í Firð- inum og greiði hér opinber gjöld. En hvernig væri annars að bæjarstjórinn okkar hlutaðist til um þessi mál? Honum ætti að vera hæg heimatökin, þar sem hann og forstjóri Land- leiða munu vera sameigend- ur að reykvísku gróðafyrir- tæki. Ferðir innanbæjar A sl. hausti hófust strætis- vagnaferðir innanbæjar. Þáver- andi bæjarstjóri, Stefán Gunn- laugsson, vann ötullega að því mali og kom því í framkvæmd, þrátt fyrir nokkra tregðu af halfu ráðamanna Landleiða. Það hefur þegar sýnt sig, að þessar innanbæjarferðir voru mðnar tímabærar, enda hafa þ*r komið fjölda bæjarbúa í goðar þarfir. Væri athugandi, bv°rt ekki mætti fjölga þessum b'iðum og láta þær ná til enn bleiri bæjarbúa en nú á sér stað. |F«F.J. í nafnarfirði il| beZcZur félagsfund í ||j Alþyðuhúsinu sunnudag- j|j {nn 2. des. kl. 2.30 e. h, lll Ejölmennum á fundinn. STJÓRNIN í Hamri frá 3. nóv. sl. er það eftir bæjarstjóranum, Hafsteini Baldvinssyni, að „vanskilaskuld- ir“ bæjarsjóðs hafi numið a. m. k. 13% milljón króna, þegar hann tók við. Það var haft eftir bæjarstjór- anum, að þessar tölur byggð- ust á uppgjöri, er hann hefði látið gera og miðað við 30. júní. Hefur hann um þetta mörg orð og stór og vitnar ótrauður til þessa „bráðabirgða uppgjörs". Ekki höfðu bæjar- fulltrúar fengið „uppgjöí" þetta í hendur og hafa ekki enn feng- ið og hafa þó farið þess á leit. En þegar bæjarfulltrúar vilja fá plaggið í sínar hendur, þá bregður svo kynlega við að bæj- arstjórinn fer undan í flæmingi og virðist alls ekki undir það búinn, að fá bæjarfulltrúunum þetta „reikningsuppgjör“ sitt og er helzt á honum að skilja að „uppgjörið" sé svo lauslegt að ekkert sé á því að byggja fyrir bæjarfulltrúa. Þetta séu bara bráðabirgðatölur, sem talsvert geti rokkað til og frá. Hins veg- ar liafa þær að hans dómi verið frambærilegar fyrir félagsmenn í landsmálafélaginu Fram og er það út af fyrir sig nokkur dóm- ur, hvaða augum bæjarstjórinn lítur á þann félagsskap. Ef til vill hefur bæjarstjórinn alls ekk- ert ætlazt til að þetta „uppgjör" hans kæmi fyrir almenningssjón- ir í Hamri. En gert er gert, og er þetta ekki í fytsta skipti, sem Hamar kemur flokksmönnum sínum í ógöngur. Bæjarstjórinn, Hafsteinn Bald vinsson, er staðinn að því að fara með dylgjur um fjármál bæjarins á opinberum vettvangi. Þess vegna stendur hann nú frammi fyrir þeirri spurningu, hvers vegna er „uppgjörið" ekki lagt á borðið? Hvað er það í því, sem hann vill ekki að sjá- ist? Hvað fjárupphæðir eru það, sem hann kallar „vanskilaskuld- ir“? Á því hefur hann enga viðhlítandi skýringu gefið. Alþýðuflokkurinn hefur hreinan skjöld í þessu máli. Þess vegna bíður hann þess, að endanlegir og endurskoðaðir reikningar komi fram. Á þeim og engu öðru er hægt að byggja raunhæfar umræður um fjármál bæjarins. Og þó að Sjálfstæðisflokkur- inn láti búa til eitthvað, sem halin kallar „býáðabirgðaupp- gjör“ bæjarsjóðs, og vitni fjálg- lega til, en vilji hins vegar ekki leggja fram, þá lætur Alþýðu- flokkurinn sér hægt um slík vinnubrögð. Hann mun hér eft- ir sem hingað til byggja rök sín á staðreyndum, þeim stað- reyndum sem fyrir liggja hverju sinni. En hér í þessu máli hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki feng- izt til að leggja neinar stað- reyndir á borðið. Hann hefur ekkert það uppgjör, sem hann þorir að leggja fram fyrir al- mennings augu. Og eftir því taka allir Hafnfirðingar. Það liggur fyrir, að í maí- mánuði sl. var reikningsuppgjöri (Framháld á bls. 3) Stálskipasmíði í Hafnarfirði? Margir Hafnfirðingar hafa haft áhuga á að hér í Firðinum skapaðist aðstaða fyrir viðgerð- ir og nýsmíði stálskipa og var það mál m. a. á stefnuskrá Al- þýðuflokksins hér í bæjarstjórn- arkosningunum í vor. Nú hefur einn af bæjarfulltrúum Alþýðu- flokksins, Vigfús Sigurðsson, flutt eftirfarandi tillögu í bæjar- ráði: „Þar sem sýnt er, að allt not- hæft land er senn á þrotum við Hafnarfjarðarhöfn, samþykkir bæjanáð að fela skipulagsnefnd ásamt hafnamefnd og bæjar- verkfræðingi að gera sem fljót- ast athugun og tillögur um heppilegan stað fyrir dráttar- brautir fyrir allt frá 500 til 2000 smálesta skip. Jafnframt verði ætlað nægilegt landrými fyrir hliðargarða og aðra nauðsyn- lega aðstöðu fyrir viðgerðir og nýsmíði stálskipa. Jafnframt samþykkir bæjar- ráð að láta athuga sem fyrst alla möguleika til að slíkt fyrir- tæki verði stofnsett í Hafnar- firði sem fyrst.“ Þessi tillaga Vigfúsar Sigurðssonar var sam- þykkt í bæjarráði. Á að svíkja í iþróttahúsmálinu? í ■i ■: Hafnarfjarðaríhaldið hef- ur á undanförnum vikum verið að sýna hug sinn til íþróttaæskunnar hér í bæn- um. Hefur bæjaiMjóri setið á rökstólum með íþrótta- nefnd og ýmsum aðilum, sem hagsmuna liafa að gæta í þessu máli, og nú síðast með íþróttanefnd, íþróttafulltrúa ríkisins og Gísla Ilalldórs- syni arkitekt og Sigurði Thor- oddsen verkfræðingi. Á þess- um fundum hefur sá vilji Framsóknaríhaldsins að minnka salarstærð hússins og fækka áhorfendasætum, kom ið mjög berlega í ljós. Auk þess sækir það fast að láta íþróttahúsið víkja af þessum stað fyrir fjárgróða- sjónarmiðum flokksgæðinga sinna. Vegna eindreginnar and- stöðu íþróttahreyfingarinnar og Alþýðuflokksins hefur það nú látið undan síga a. m. k. í bili. Þess vegna hefur það nú fallist á að fela Gísla Hall- dórssyni og Sigurði Thorodd- sen að athuga möguleika á að gera bygginguna ódýrari, án þess þó að notagildi henn- ar sé verulega skert. Það er og hefur verið krafa íþrótta- mamia og Alþýðuflokksins, að leikvangur hússins verði ekki minni en 20X40 m. Og nú virðist þó svo komið að Framsóknaríhaldinu hér í bænum virðist Ijóst, að ann- að og minna er bein móðgun við hafnfirzka handknatt- leiksmenn, sem svo langt hafa náð í íþrótt sinni. Hafnfirzkir íþróttamenn fögnuðu því allir sem einn er framkvæmdir við íþróttaliús- ið hófiist og þóttust eygja þarna farsæla lausn liins langþráða óskadraum síns. Og fyrir kosningar í vor þagði Framsóknaríhaldið um fyrirætlanir sínar í þessu máli. Menn voru meira að segja látnir vitna um hið gagnstæða. En nú átti að bregða fæti fyrir málið og tefja það um ófyrirsjáanleg- an tíma. En þá rak það sig á samstöðu hinna hafnfirzku íþróttamanna og liefur því dregið ‘saman íhaldsseglin sín. Það er því einhugur og stefnufesta íþróttahreyfingar- innar sem fyist og fremst getur hindrað svik Fram- sóknaríhaldsins í bænum í þessu brýna hagsmunamáli liafnfirzkrar æsku. :

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.