Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.11.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.11.1962, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFN ARFJARÐAR Kveníélag Alþýðuflokksins i Hafnarfirði 25 ára Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði var stofnað hinn 18. nóvember 1937, og varð því 25 ára 18. nóvember sl. Fyrstu stjórn þess skipuðu: Sigurrós Sveinsdóttir, formaður, Una Vagnsdóttir, Sigríður Erlends- dóttir, Amfríður Long og Guð- rún Nikulásdóttir. Félagið var stofnað til þess að vinna að mál- um Alþýðuflokksins og hefur félagið ætíð verið trútt þessu markmiði sínu og skilað ágætu starfi. Þau er ekki ófá málin, sem kvenfélagið hefur haft for- ystu um að koma í framkvæmd til hagsbóta fyrir hafnfirzkar húsmæður og hafnfirzka æsku. Þá hefur félagið og lagt hinum almennu umbótamálum Al- þýðuflokksins ómetanlegt lið á liðnum árum. Félagið minnist þessara tíma- móta í kvöld í Alþýðuhúsinu og munu fylgja þeim þar marg- ar hlýjar heillaóskir í tilefni af- mælisins. Núverandi stjórn fé- lagsins skipa þessar konur: Þór- unn Helgadóttir, formaður, Guðrún Guðmundsdóttir, Sig- ríður Erlendsdóttir, Svanfríður Þórunn Helgadóttir, form. félagsins Eyvindardóttir og Þuríður Páls- dóttir. Þennan aldarfjórðung, sem félagið hefur starfað, hefur Sig- ríður Erlendsdóttir óslitið verið gjaldkeri félagsins og mun fremur sjaldgæft að menn skili svo langri og mikilli félagsþjón- ustu. Alþýðublað Hafnarfjarðar vill færa félaginu beztu heillaóskir á þessum tímamótum þess. Árni heimtar - Hafstcinn neitar Einn ai bæjaríulltrúum Sjálfstæðis- flokksins rekur mál gegn bæjar- félaginu og hagsmunum þess Mönnum er enn í fersku minni, þegar Ilamar rauk upp í vor og gerði það að blaða- máli, að þáverandi bæjar- stjóri Stefán Gunnlaugsson neit- aði að greiða tafarlaust fjár- heimtukröfu, sem Arni G. Finns- son gerði á hendur bæjarsjóði f. h. Ásgeirs Long. Taldi bæjar- stjóri, Stefán Gunnlaugsson, þessa fjárheimtu svo hæpna, að ekki væri stætt á því fyrir bæj- arsjóð að verða við henni at- hugasemdalaust. Rak þá Ham- ar upp mikið ramakvein og kall- aði þessar aðgerðir þáverandi bæjarstjóra „pólitíska ofsókn“, sem varla ætti sinn líka, og gerði málið að blaðamáli. Þeg- ar Hamar hafði heimtað með þessu opinberar umræður um Hvað tefur byggingu biðskýlis við Strandgötuna? Á sl. vori voru biðstöðvar strætisvagnanna fluttar frá Bæj- arbíói og Apótekinu og sam- einaðar í eina biðstöð gegnt húsinu nr. 19 við Strandgötu. Forsaga málsins var sú, eins og öllum er kunnugt, að á sl. ári var Strandgatan breikkuð með- fram Thorsplaninu, frá verzlun- arhúsi Kaupfélags Hafnfirðinga að Linnetsstíg. Sú framkvæmd stórbætti fyrir allri umferð og skapaði mönnum aðstöðu til að leggja bílum sínum við götuna í mun ríkari mæli en áður var. Er lokið var breikkun göt- unnar á umræddu svæði, þótti sjálfsögð ráðstöfun að flytja bið- stöðvarnar frá Apótekinu og Bæjarbíói og sameina þær á áð- urnefndum stað. Sá var þó ljóð- ur á að biðskýli vantaði, en menn bjuggust við að fljótlega yrði bót á því ráðin og fengust ekki um, enda fór sumar í hönd. Ráðamenn Landleiða höfðu líka skuldbindið sig til að reisa skýl- ið á sinn kostnað, og því virt- ist málinu borgið. En svo bregð- ast krosstré sem önnur tré. Bið- skýlið er ókomið enn og allt bendir til, að þeir Landleiða- menn ætli enn um sinn að láta sitja við orðin tóm í þessu efni. Og því er ástæða til að spyrja: Hvað tefur byggingu biðskýlis- ins? Ætla forráðamenn Land- leiða að láta ár og daga líða án þess að hefja framkvæmdir? Við, sem þurfum á þjónustu strætisvagnanna að halda, erum orðin leið á að bíða eftir „strætó“ í haustrosum og vetr- arkuldum á bersvæði Thors- plansins. >♦♦♦♦♦♦♦♦ Ihaldsloppan I vasa launþegans „Hæsta útsvarsupphæð sem lögð hefur verið á í Hafnarfirði var á lögð við síð- ustu útsvarsálagningu" segir Hamar 3. nóv. s.l. og aldrei þessu vant rataðist blaðinu þar satt orð á munn. Þetta var eitt fyrsta verkið, 'sem núverandi meirihluti kom í framkvæmd eftir valdatöku sína. En Ham- ar segir ekki söguna alla. Hann gleymir alveg að geta þess, að jafnframt þessu var mótuð ný stefna í álagningu útsvara hér í bæ. Hann gleymdi að geta þess, að nú þótti ástæða til að leggja útsvar á allt nið- ur í 23 þúsund króna nettótekjur í stað 25 þúsunda áður. Hann gleymdi líka að geta þess, að nú voru útsvörin á launþegum hækkuð hlutfallslega, en stórrekstri í bæn- um hins vegar ívilnað í álagningunni. Hann gleymdi líka að geta þess, að fasteigna- skatturinn á bæjarbúum var stórhækkað- ur, og eru nú tilkynningar um hann að berast bæjarbúum, svona eins og til glaðn- ingar rétt fyrir jólin. Hamar gleymdi líka að geta þess, að fasteignaskatturinn varð miklu hærri en ráð var gert fyrir í fjár- hagsáætlun ársins 1962. en það þótti samt engin ástæða til að lækka heildarupphæð útsvaranna, 'sem því nam. En hins vegar gleymdi Hamar ekki að geta þess, að hann væri þegar farinn að óttast gerðir flokks- manna sinna, því að hann er einum 5 mánuðum eftir valdatöku þeirra í bæjar- stjórn farinn að sverja fyrir verk þeirra. Og bæjarbúar geta farið að velta því fyrir sér, hve þau verða mörg verkin íhalds- mannanna, sem þeir vilja sverja af sér eft- ir 4 ár við stjómvölinn í bænum, þegar þeir eru teknir að afneita verkum sínum strax eftir 5 mánaða stjórn. Eða eiga verk þeirra kannski eftir að hrekja þá frá völd- um, áður en kjörtímabili þeirra rennur út? málið, benti Alþýðublað Hafn- arfjarðar á að það færi illa sam- an, að vera í senn í kjöri sem bæjarfulltrúi og jafnframt að reka með hörku og óbilgirni hæpnar fjárheimtur á hendur bæjarsjóði. Nú fóru kosningarnar svo, að Sjálfstæðisflokkurinn tók stjórn bæjarins í sínar hendur að þeim loknum og réðu flokksbróður sinn fyrir bæjarstjóra. Og ör- Iögin settu Árna G. Finnsson öðru hverju í bæjarstjórn. Það hefði því mátt ætla, að sam- herjar hans þar tækju kröfum hans með skilningi og velvild, væru þær ekki fram úr hófi ósanngjarnar. En í þessu máli hefur ekkert samkomulag náðst. Bæjarstjórinn Hafsteinn Bald- vinsson taldi fjárkröfur Árna Grétars slíkar, að hann gæti ekki samvízku isinnar vegna orðið við þeim, þar sem þær brytu í bága við hagsmuni bæj- arins. Þessu vildi 1. varamaður Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn ekki una og höfðaði því mál á hendur bæjarfélaginu, sem hann átti að gæta hags- muna fyrir. Hefur þetta að von- um vakið mikla furðu meðal bæjarbúa. Og nú velta bæjarbúar þeirri spurningu fyrir sér, hvort Árni Grétar hafi í þessu máli tekið hagsmuni sína fram yfir hags- muni bæjarfélagsins eða hvort Hafsteinn Baldvinsson bæjar- stjóri sé hér að héfja „pólitíska ofsókn" gegn þessum flokks- bróður sínum og þá hvers vegna. Ilaiistmdtið Haustmót Hafnarfjarðar i knatt- spyrnu fór fram í haust, en það hefur legið niðri um allmörg ár. Knatt- spyrnufélagið Ilaukar sáu um mótið og fórst það myndarlega úr hendi. Leikið var í 5 aldursflokkum og urðu úrslit þessi: 1. fl. Haukar - FH 1:0 2. fl. Haukar - F'H 7:0 3. fl. Haukar - FH 1:2 4. fl. Iiaukar - FH 0:3 5. fl. Haukar - FH 1:0 Verðlaunaafliending fór fram s.l. laugardag í Alþýðuhúsinu i Hafnar- firði. Hófst það kl. 4 e. h. með sam- eiginlegri kaffidrykkju, sem Yngvi Rafn Baldv.insson form. ÍBH stjórn- aði. Við þetta tækifæri voru nokkrar ræður fluttar og síðan fór fram verð- launaafhending. Veitt voru verðlaun, sem eftirfarandi fyrirtæki gáfu: Dröfn h.f., Steinull h.f., Nýja Bílstöðin s.f., Bílaverkstæði Hafnarfjarðar h.f. Auk þessara fyrirtækja gáfu þeir Bjarni Björnsson og Vilhjálmur Skúlason ágæta verðlaunagripi. i STUTTU MÁLI STEFÁN JÓNSSON er viðræðuglaður maður, svo sem kunnugt er. Undanfarið liafa tjmsir kunningjar ltans spurt hann, hvort ekki væri hætta á að Framsóknarmenn fyrtust, þegar þeir fengju engu að ráða um gang hæjarmála og ryfu þess vegna samstarfið. Þá hefur Stefán bara brosað í kampinn og sagt kímileitur: „Rjúfa samstarfið, nei, 'sei, sei, nei. Fúll sér sko um Jón.“ Á SÍÐASTA fundi bæjarstjórnar kom fram, að á árinu 1961 var 5 þúsund króna halli á Blómabúðinni Sóley og um 10 þúsund krónur það sem af er þessu ári. Var því satn- þykkt tillaga með öllum greiddum atkvæðum að leggja hana niður. ★ Á BÆJARSTJÓRNARFUNDINUM á þriðjudag- inn kom það fram, að framlag Bæjarbíós til Sólvangs á árinu 1961 hafði numið 350 þúsundum króna. NÚ FIAFA A. M. K. þrír menn verið ráðnir við Bæjarútgerðina í stað tveggja fyrrverandi forstjóra og hafa geng- ið hinar mstu tröllasögur um bæinn um laun þeirra. Hiris vegar liefur Hamar engar upplýsingar gefið um málið og hefur liann þó annars mjög gaman að velta fyrir sér tölum, ekki sízt þegar Bæjarútgerðin á í hlut. Væri fróðlegt að Hamar upplýsi bæjar- búa um þetta efni og 'segði þá jafnframt, liversu mikið þeh' íhaldsmennirnir hefðu sparað fyrirtækinu með þessum ráðstöf- unum sínum.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.