Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1966, Blaðsíða 1
IHIAIFI^AIRI IFJJA.IRHÐAIRi XXV. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 5. MAÍ 1966 2. TÖLUBLAÐ Starfs- og stefnuskró Alþýðuflokksins í bœjarmálum Hafnarfjarðar 1966 - 1970 Alþýðuflokkurinn leggur höfuð áherzlu á áframhaldandi þróun atvinnumála, fjármála, félagsmála og menningarmála Meginverkefni nœsta kjörtímabils verda: Verklegar framkvœmdir: • Varanleg gatnagerð. Gerð verði áætlun um varanlega gatna- gerð fyrir næstu kjörtímabil. Aukning vatnsveitu bæjarins: Verndun vatnsbólsins og að- rennslissvæði þess. Athugun á vatnskerfi bæjarins og endur- nýjun á því fari fram. Dælumöguleikar úr borholum verði auknir. Vatnsmiðlunartankur verði byggður, ef nauðsyn krefur. Bygging nýrrar slökkvistöðvar. Stœkkun lögsagnarumdœmis bœjarins: Unnið að enn frekari stækkun lögsagnarumdæmisins og nýj- um íbúðarhverfum, iðnaðar- og atvinnufyrirtækjum þannig tryggt nægilegt svigrúm. Skipulagsmál: Heildarskipulagningu bæjarins, ásamt skipulagningu ein- stakra íbúða- og iðnaðarhverfa verði lokið. Atvínna og fjármál: 0 Alþýðuflokkurinn fagnar tilkomu væntanlegrar álbræðslu, en leggur jafnframt áherzlu á að efla og styðja áframhaldandi þróun annarra atvinnugreina og fyrirtækja í bænum. Efling bæjarútgerðarinnar, tryggt verði aukið hráefni til fisk- iðjuversins. Gerð verði tilraun með síldarflotvörpu og skut- togara. Hraðað verði rannsóknum á jarðhitasvæðum í bæjar- landinu. Örugg fjármálastjórn: Sérstök endurskoðunardeild fyrir bæjar sjóð og bæjarfyrirtæki verði stofnuð. Opinber gjöld verði sam- einuð í einni gjaldheimtu. i Hafnarmál: 0 Fyrirhuguðum framkvæmdum í norðurhöfninni verði lokið, þar á meðal lengingu hafnarbakkans. Aukið viðlegupláss. Lokið byggingu vöruskemmunnar. Skipulagningu suðurhafn- arinnar verði lokið. Byggð dráttarbraut, tryggð aðstaða fyrir stálskipasmíðar. Reistar verbúðir og bætt aðstaða fyrir smá- báta. B Fegrun bœjarlandsins: Fleiri blóma- og grasvelli. Stuðningur við Hellisgerði. Aukin skógrækt og uppgræðsla bæjarlandsins. Stór svæði í grennd við bæinn skipulögð sem almenningsgarðar. íþrótta- og œskulýðsmál: Lokið verði við byggingu íþróttahússins. Framtíðaríþrótta- svæði staðsett og skipulagt, og framkvæmdir hafnar. Minni íþróttasvæðum komið upp í einstökum byggðarhverfum. Starf- semi íþróttafélaganna efld. Starfsemi æskulýðsráðs aukin. Tómstundaheimili, Leikvellir og gæzluleikvellir. Rekstur dag- heimilis verkakvennafélagsins Framtíðin verði ríflega styrktur og unnið að aukningu á þeirri starfsemi í náinni samvinnu við félagið. Unglingavinna. Upptökuheimili. Vöggustofa. Ráðinn verði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Húsnœðismál: Bygging fleiri verkamannabústaða. Fyrirgreiðsla við aðrar íbúðabyggingar. (Framháld á bls. S)

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.