Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 05.05.1966, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 ■? Haukur Helgason, skólastjóri: Um skóla- og uppeldismál Alþýðublað Hafnarfjarðar fór þess á leit við Hauk Helgason, skólastjóra, að hann segði frá því í stuttu máli, hvað hefði verið að gerast undanfarið í skóla- málum bæjarins og hvað hann teldi vera framund- an. Alþýðuflokkurinn hefur alltaf látið sig skólamál- in miklu skipta og nægir að minna á það, að Hafn- arfjörður undir forystu Alþýðuflokksins var fyrsti bærinn á landinu til að færa skólaaldurinn niður í 7 ára aldur. Peningar eru afl þeirra hluta, sem gera skal,, heyrist oft sagt. Þetta eru samt orð, sem hafa verið dregin í efa, og í dag segja hagfræðingar okkur, að það, sem ráði einna mestu um hag- vöxt þjóðfélagsins sé menntun, kunnátta og leikni einstaklings- ins til að vinna þau verk, sem honum eru falin. Þannig er skólinn ekki aðeins tæki til að gera einstaklinginn hæfari til að njóta lífsins og heyja sína lífsbaráttu, heldur líka til að gera hagsæld þjóðar- innar miklu meiri. Til þess að skólarnir fái gegnt þessu hlut- verki þarf aðstaða þeirra að vera eins og bezt verður á kosið. SKOLABYGGINGAR. | Að undanförnu hefur verið . unnið að byggingu tveggja skóla hér í bænum. Byrjað hefur ver- ið á byggingu nýs iðnskóla og lokið við byggingu Öldutúns- skóla. Einnig hefur verið unnið að teikninum fyrir aukið hús- næði fyrir Flensborgarskóla. Öldutúnsskóli tók til starfa haustið 1961. Hafði hann þá 4 alm. kennslustofur. Varð þetta húsnæði fljótt of lítið. Á miðju sumri 1963 var hafizt handa um smíði viðbótar húsnæðis fyrir skólann. Haustið 1964 var hluti af viðbótinni tekinn í notkun, og núna sl. haust var svo til allt húsnæðið tekið í notkun. Við Breytt viðhorf, ní/jar aSferðir. Hér eru nemendur i 'einum bekk í barnaskóla. Þau eru að Ijúka við að merkja inn á upphleypt landakort, sem er hluti af hópverkefni, sem þau fengu að leysa. Skólarnir liafa eignast mörg tæki er gera námið skemmtilegra. þetta jókst húsakostur skólans um 8 almennar kennslustofur og 3 sérkennslustofur auk ýmissa sérherbergja, svo sem fyrir yfir- kennara, lækni o. fl. Ekki er liægt að segja annað en framkvæmdir þessar hafi gengið vel og ber það að þakka góðum undirbúningi af hálfu bæjarins og dugnaði byggingar- meistara. Iðnskólinn. Bygging nýja iðn- skólans hér markar á vissan hátt tímamót í iðnfræðslusögu lands- ins. Hann er byggður með það fyrir augum að geta veitt við- töku nemendum af stærra svæði en frá þessu bæjarfélagi og um leið miðaður við að geta full- nægt iðnfræðslulögunum nýju, er Alþingi var að samþykkja. Það mun verða til ómetan- legra hagsbóta, að þessi skóli rísi sem allra fyrst. liðnum. Ríkið borgar 1/2 af kostnaði við leiksvæði skólanna. Með því að skipuleggja svæð- in vel og vanda allan frágang fást ágæt leiksvæði, sem koma að fullum notum ekki síður á þeim tíma, sem skólinn starfar ekki. Stundum vill það verða svo á leikvöllunum, sem ætlaðir eru litlu börnunum, að þeim er ýtt til hliðar af þeim stærri. Ef þau stóru hefðu athafnasvæði á skólaleikvöllunum einnig á sumr in, fengju þau litlu miklu frek- ar að hafa sína velli í friði. LEIKVELLIR. Á sl. sumri var leiksvæðið fyr- ir framan Lækjarskólann lagt olíumöl. Hefur það komið í ljós, að í vetur hefur ræstingarkostn- aður orðið tugþúsundum minni fyrir bragðið. Þetta þýðir, að lægri ræstingarkostnaður og minna slit á dúkum borgar upp á skömmum tíma kostnaðinn við olíumölina. Leiksvæðið kringum Öldu- túnsskólann hefur verið teikn- að og skipulagt, og standa vonir til þess, að það verði unnið í þrem áföngum þannig, að verk- inu verði lokið að þremur árum ÆSKULÝÐSMÁL. Ekki er hægt að líta fram hjá því að í vaxandi þéttbýli eiga unglingar verr með að finna holl viðfangsefni í frístundum sínum. Þótt mörg félög vinni ágætt starf í þágu æskunnar verður það opinbera að vinna að þess- um málum líka. Ef hægt er að fá góðan mann til að helga sig þessum málum eingöngu, er áreiðanlega orðið tímabært að ráða æskulýðsfulltrúa á vegum bæjarins, sem þá um leið yrði barnaverndarfulltrúi. Með sam- eiginlegu átaki æskulýðsfélaga, (Framhald á bls. 3) - Starfs- og stefnuskró Alþýðuflokksins Framhald af blaðsíðu 1 Félagsmál: % Hrundið verði í íramkvæmd uppbyggingu Sólvangssvæðisins samkvæmt núverandi skipulagningu þess: 1. bygging dvalarheimilis fyrir aldrað fólk 2. heilsuverndarstöð 3. bygging íbúða fyrir aldrað fólk. Kannaðir verði möguleikar á samvinnu við forráðamenn St. Jósefsspítala um æskilega stækkun hans og framtíðarrekstur. Komið verði á annarri lyfjaverzlun í bænum og stuðlað verði þannig að samkeppni um bætta þjónustu, þar á meðal nætur- vörzlu. Reynt verði að fá hingað fleiri unga og sérfróða lækna til starfa. Menntamál: # Byggingarframkvæmdum við Flensborgarskólann og iðnskól- ann verði hraðað. Jafnframt verði samin áætlun um byggingu skólahúsnæðis í Hafnarfirði fyrir næstu 8—10 ár og verði þar m.a. gert ráð fyrir að menntaskóli hafi þá tekið til starfa. Kapp- kostað verði, að framkvæmdum miði það vel, að skólarnir þurfi ekki að vera margsettir. Þá verði og skólabíll starfrækt- ur í bænum hið fyrsta. Aðstaða menningar og lista í þágu bæjarbúa verði aukin og efld. Strœtisvagnaferðir: 0 Strætisvagnaþjónusta við bæjarbúa verði bætt og aukin.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.