Gaman og alvara - 25.01.1900, Síða 2

Gaman og alvara - 25.01.1900, Síða 2
2 þá er það það sama. Hundrað er eiginlega ekki annað en margföld- un á núllum, og það eru líklega þau, sem hafa vilt þá alla stærð- fræðingana okkar, sem segja að öldin byrji ekki fyr en 1901. Það er ljóta vitleysan. C. Já, vitlaust er það, en eig- inlega er nú skekkjan ekki svo mikil, það munar að eins einu ári á 18 öldum. Tíminn flýgur hart,svo það er varla að undra þó almenning- ur geti ekki fylgt svo nákvæmlega með honum. Er. nú er eg búinn að laga þessa skekkju með því að gefa út þá fyrirskipan um all- an heim, að öldin skuli vera byrj- uð, og árið 1900 sé I. ár tuttug- ustu aldarinnar. M. Tuttugustu aldarinnar? Eg er nú hræddur um að skekkjan sé meiri en eitt ár hjá þessum blessuðu sprenglærðu stærðfræð- ingum, eftir því sem eg get kom- ist næst. Mér finst að það skakki um heila öld og eitt ár, og að þessir vitringar hafi því orðið á undan tímanum. Við segjum /9 hundruð núna! — Er það þá ekki 19. öldin sem er að byrja. C. Það hef eg nú ekki nákvæm- lega athugað, en það skal eg vera búinn að gera fyrir næstu aldamót Sótarinn og bakarinn, Hafið þið heyrt söguna um sót- arann og bakarann. — Eg sel hana ekki dýrara en eg keypti hana, — en svona var hún sögð mér: — Það var einhvern tíma hérna í haust, að þeir mætt- ust við götuhorn bakarinn og sótarinn, báðir náttúrlega á ein- kennisbúningi, annar hvítur og hinn svartur. Sótarinn kom að sunnan, en bakarinn austanað og báðir voru þeir að flýta sér. En af því þeir komu báðir jafn snemma fyrir hornið, rákust þeir nokkuð óþyrmilega á, svo sótar- arinn varð hvítur en bakarinn svartur á annari hliðinni. Báðir urðu þeir afarreiðir og kærðu hvor annan; komu þeir síðan fyrir rétt og sóttu mál sín af kappi, en þar bar þó sótarinn iægra hlut, því hinn réttsýni dómari úrskurðaði hann sekan, með því að bakarinn gæti sýnt það svart á hvítu að sér hefði verið óréttur gjör. Þess- um úrskurði hefur sótarinn ekki áfrýað, og má því sjá, að hann hef- ur verið réttur. Er Evrópa ofjnannmörg? Eittnafnkunnugt kímniskáld hefur svarað þessari spurmngu, sem nú skai greina: Það er hreinasti misskilningur, hjá mönnum, að Evrópa sé orðin of mannmörg, því ef svo væri, þá væru skemtihúsin ekki næstum því tórn. Komi menn í fatabúðir er auðsæ vöntun á búkum og hausum handa öllum þeim ógrynni af fötum og höttum sem þar eru.

x

Gaman og alvara

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaman og alvara
https://timarit.is/publication/416

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.