Geislar af lifandi ljósi - 01.01.1911, Page 2

Geislar af lifandi ljósi - 01.01.1911, Page 2
2 skilið pað óforgengilega. Pað er þess vegna hið æðsta nauðsynlega iyrir mennina, að læra að pekkja hvað Guð útheimtar af þeim tilþess að undirbúa sig undir hans návíst, um alla eilífð. Pess vegna ættu sönn trúarbrögð, sem Guð opinberar og heíir opinberað og framvegis opinberar, að álitast háleitara og helgara en nokkuð annað. Pví engin forgengileg trúarbrögð geta samjafnast við guðlega opinberun; það sem er eilíft, er óendanlega hátt upphafið yfir alla mannsetning, — sá sem þessa »dýrðlegu perlu« eignast, er óútmálanlega sælla. Sannleikurinn og rettlætið er nauðsyn. Eitt af stærstu villunum er það, að mannkynið álítur, að herr- anum sé þóknanlegar allar þessar kirkjulegu dogmur, eða trúarbragða- serímoniur og reglugerðir, ef þær eru eftir þeirra eigin áliti gerðar i góðum tilgangi. Guð verður ekki einungis að tilbiðjast í anda, heldur einnig í sannleika, hans orð eru sönn, hans andi er sannleiksandi,. hans trúarbrögð innihalda ekkert nema sannleikann og það sem þar er iram yfir — vill hann ekki taka gildandi. Mannasetningar með hvaða tilgangi sem er, eru ekki aí Guðs anda og þess vegna ógildar fyrir honum. Allir prédikarar, skikkaðir þar til at mönnum og ekki inn- blásnir af guðs anda, eru óáreiðanlegir og þeir eru ekki viðurkendir á himnum. Heiðinndómur og kristindómur er fyrir ofan mannlegan skilning og mótstriðandi hugmyndir um Guð, hans vilja, áform og lögmál, hann á engan þátt í þeim, því hann er friðarins og samein- ingarinnar höfundur. Krlstur kendi oss einungls einn veg. »Pað hlið er þraungt og sá vegur er mjór, sem til lifsins liggur,. ogþaðeru fáir, sem finna hann«, (Matt. 7:14), sagði hinn mikli kennari. Allir kalla sig kristna, viðurkenna frelsara heimsins. Hann sagði líka sannlega segi ég yður: »Hver sem ekki gengur inn um hið rétta hlið, að sauðahúsinu og fer annarsstaðar, hann er þjófur og ræningi« (Jóh. 10: 1). Sömuleiðis: En þeir dýrka mig forgefins, þar eð þeir kenna mannasetningar«, (Matt. 13, 9.), ennfremur: »Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði, heldur af hverju því orði, sem framgengur af Guðs munniw, (Matth. 4: 4). Heiðingjarnir eru ef til vill réttir. Peir menn sem kallast heiðingjar, eru án efa eins réttir í þeirra afguðsdýrkun, eins og þeir kristnu, sem ofsækja liver aðra í kenningu og trú. Ef einlægur ásetningur og andakt er nóg til að þóknast Guði, þá stendur heiðingdómurinn eins hátt og kristindómurinn í Guðs aug- um. En einhver kann að segja: »Heiðingjanna trúarbrögð eru frá- sneidd öllu því háleitara, til þess að verða viðurkend af Guði, trúin á Jesús Krist, nær sem þeir hafa liana einungis, þá gerir það ekki mis- muninn á trúarsetningunum, því trúin er nóg til að frelsa, Kristur er vegurinn, sannleikurinn og lifið og hver sem trúir á hann mun lifa eilíflega«. En þ e 11 a er eitt af þeim mörgu undraverðu villukenning- um meðal lærðra og almennings nútímans. Peir leggja áherzluna á ýmsa sérstaka ritningarstaði í Nýja Testamentinu, lialdandi sérstrang- lega við hinn dauða bókstaf, án þess að taka tillit til anda og meiningar

x

Geislar af lifandi ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Geislar af lifandi ljósi
https://timarit.is/publication/421

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.