Geislar af lifandi ljósi - 01.01.1911, Page 4

Geislar af lifandi ljósi - 01.01.1911, Page 4
4 dauð? • . . . . Sjá þú, að maðurinn réttlætist íyrir sín verk, en ekki trúna einungis......Þvi eins og likaminn er dauður án andans, eins er trúin dauð án verkanna«, (Jak. 2: 20, 24, 26). St. Páls vitnisburður. Pað er eiginlega Páll postuli, sem fyrstur virðist hafa kent um réttlætingu af trúnni, án verkanna. En að hann hefir verið misskilinn, sýnir greinilega pistillinn til Rómverja. Par sem hánn kennir réttlæt- ingu af trúnni, í sambandi nauðsynlegrar árvekni í dygðugu líferni, sem ávöxt trúarinnar. Til dæmis segir hann: »Pvi hann skal endur- gjalda hverjum eftir hans verðleikum. Peir, sem stöðugt ástundadygð- ugt líferni, þeirra er eilíft líf. — En þeir sem eru mótstríðandi og ekki hlýða sannleikanum og gera það sem rangt er, verða ófarsælir, neyð •og angist er hlutfall þeirra sem gera það illa, Gyðings sem Grikkja. En heiður, blessun og friður er verðlaun þeirra, sem gera hið góða, því það er ekkert manngreinarálit hjá Guði«, (Róm. 2: 6, 11), Réttlæting af trúnni. Pað er einmitt þessi pistill, sem þeir vitna til, er kenna réttlæt- ingu af trúnni, þegar þeir reyna að styðja þessa ósanngjörnu kenningu og tilfæra þessa setningu: »Réttlættir fyrir trúna höfum við frið við •Guð og Jesúm Krist«, (Róm. 5: 1). Sömuleiðis: »Hvar er okkar hrós? Pað er ekkert nema fyrir trúna«, (Róm. 3: 27). En þeir gleyma að bæta við nærsta versi, sem hljóðar þannig: »Pess vegna álítum við að maðurinn réttlætist fyrir trúna, án lögmálsins verka«. Innihald alls pistilsins, gengur út á að sanna að Mósesar-lögmálið er ekki lullnægj- andi. »Ekkert hold réttlætist fyrir lögmálsins verk«, (Róm 3: 20). Að endurlausn og réttlætið, er einungis fyrir Krists meðalgöngu og að trúin á hann, sem inniheldur trú á hans kenningar og hlýðni við hans boð, er eini vegurinn til sáluhjálpar. Trúin sem frelsar. Pettað er úrlausn als spursmálsins, sú trú sem frelsar, er sú sem leiðir til hlíðni, »þvi hlýðnin er betri cn offur«. Hlýðnin þekkist af hverju oröi sem framgengur af Guðs munni. Trú, bæn og andakt eru ekki í sjálfu sér fullnægjandi til þess, að nálægast Guð og vera með honum, til þess útheimtist að líkjast honum og það geta menn einungis með því að halda hans boð. Mannsins framtíð ákvarðast eftir hans breytni hér í þessu lífi, í hinui dýrðlegu sjón Jóhannesar postula, hins elskaða lærisveins, finnum við eftir fylgjandi: »Og ég sá þá dauðu, smáa og stóra, standa frammi fyrir Guði og bækurnarvoru opnaðar og þeir dauðu voru dæmdir eftir því sem skrifað var í bók- unum — eftir þeirra verkum. (Opinber. B. 20; 12). Pess vegna er kenning um trúna einungis afvegaleiðandi. Með öðru sem til er vitnað af þeim, er kenna réttlæting af trúnni, erþetta: »Ef þú viðurkennir Jesús þinn lierra með þínum munni og trúir í þínu hjarta, að Guð nppreisti hann frá dauðum, þá skalt þú verða sáluhólpinn«, (Róm 10: 9). En liér skilja þeir lika eftir næsta vers: »Pvi með hjartanu trúir maður til réttlætingar, en með munninum viðurkenning til sáluhjálpar«, (Róm 10: 10), Útgefandi og kostnaðarmaður: Jakob B. J.ónsson.

x

Geislar af lifandi ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Geislar af lifandi ljósi
https://timarit.is/publication/421

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.