Geislar af lifandi ljósi - 01.03.1911, Blaðsíða 2

Geislar af lifandi ljósi - 01.03.1911, Blaðsíða 2
2 Endnrlansnin frá erfðasyndinni nær til alls mannkynsins, án peirra tilhlutunar. í byrjun kom dauðinn i heiminn sem afleiðing af þvi, að Guðs boð voru brotin og varð arfgengur meðal allra atkomenda hinna seku. Kristur gaf sig sjálfan sem offur fyrir þessa synd, eins og dauðinn kom fyrir eins manns óhlýðni, eins verður náðln veitt fyrir einn; »eins og allir urðu að deyja vegna Adams, skulu allir lifa fyrir Krist« (1 Kor 15: 22). Þar sem Adáms synir og dætur voru ekki sekir um þá synd, sem innleiddi dauðann, þá verður ekki heimtað af þeim að þeir skuli gera neitt, sem endurreisti þá til lífsins. Upprisan á sama hátt sem dauðinn, er endurreish eftir fallið. Og þegar upprisan fyrir meðalgöngu Krists, gefur öllum þeim dauðu, smáum sem stórum upprisu, náðargjöfma til að frelsast frá gröfinni og dæmast eftír þeirra verkum, (Opinb. 20:11,15). Endurlausn frá persónulegrum syndum. Er hiö annað — um hvern sérstakan syndara, þá er endurlausn- in að eins möguleg fyrir trúna á Krist, og hlýðni við hans evangelimn. Sérhver skynberandi persóna er í ábyrgð fyrir sín verk, hann vcrður að gera það, sem af honum er krafist, svo hann verði frelsaður frá syndinni, maðurinn hefir meðfæddan kraft til að hafna og velja; frjálsan vilja til þess að gera það góða, og stríða á móti því illa, jafn- vel þó kringumstæður og erfðasyndir hafi meiri eða minni áhrif á manninn; þá er samt hans frjálsi vilji óháður kenningum um endur- gjald eftir verkunum, er ástæðan fyrir einstaklingsins ábyrgðarhluta af sinni breytni. Kristur hefir aðeins uppfylt það sem mennirnir ekki voru færir um að gera sjálfir. En það sem þeir eru megnugir um að gera, verður krafist af þeim, þeir geta trúað og yðrast og veitt mót- töku með athygli um hans boð til sáluhjálpar, án þess þeír sýni það í verkinu, og þá þeir mæta allir frammi fyrir dómstóli Guðs, eru þeir óverðugir hans nálægðar. Sálahjálp fyrir hlýðnina. t*að er auðskilið, að þar sem Kristur dó fyrir hina fyrstu synd án manngreinarálits, þá dó hann með því skilyrði fyrir persónulegar syndir, sem endurlausnari. Og þess vegna sendi hann sína lærisveina út um heiminn til að boða mönnum þann gleðiboðskap. t*ar er eng- inn annar vegur til eilífs lífs, og sáluhjálpin er ómöguleg með því, að fylgja ýmsum mannasetningum og skoðunum. Það er óbreytanlegt á öllum tímum og meðal allra þjóðd »það er hið eilífa evangelium«. Mósesar lögmálið var ófullkomið og veraldlegar tilskipanír vegna þess ísraelsmenn forsmáðu hið eilífa evangelium, þá voru þær tilskip- anir ónauðsynlegar, þegar evangelium náðargjöfin var innsett af Kristi, sem er eini vegurinn til sáluhjálpar og hún fæst að eins fyrir trú og hlýðni við hans boð. Syndanna fyrirgefning. Pað er sannað, að trúin er fyrsta atriði náðarboðskaparins og hið annað er afturhvarf frá syndinni, og skulum vér þar næst minn-

x

Geislar af lifandi ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislar af lifandi ljósi
https://timarit.is/publication/421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.