Geislar af lifandi ljósi - 01.03.1911, Side 4

Geislar af lifandi ljósi - 01.03.1911, Side 4
4 Greftmnnr skírnin. Fyrir guödómlega tilhlutun, er skírnin til íyrírgelningar synd- anna og þess vegna nauðsynleg, hún er teikn um alla syndarinnar afplánun: jarðsetning alls pess veraldlega og upprisa í nýju lífi fyrir Jesúm Krist. Skirnin pýðir niðurdífingu. Önnur skirnaraðferð með pvi, að ausa vatni á likamann, er engin skírn, pví skirnarathöfn Jóhannesar fyrirrennara Krists og Jesús Krists sjálfs og postulanna, er prédikuðu, hún var bæði jarðsetning og endurfæðing. Pegar Jesús skírðist var pað í ánni Jórdán, pá kom Jesús frá Galileu til Jóhann- esar að skírast af honum, en Jóhannes bannaði pað og sagði: »Ég parf að skirast af yður og pú kemur til min«; en Jesús svaraði og sagði til hans: »Leyfið mér að skirast, svo ritningarnar upptyltar verði«; pannig ber oss að tullkomna pað sem rétt er, pá leyfði hann pað og Jesús steig niður í vatnið og var skirður og jafnframt sté hann npp úr vatninu og sjá, himnana opnast og Guðs anda koma yfir hann í dúfu líki, og par kom raust af himni og sagði: »Þessi er sonurminn elskulegur, á hverjum ég hefi velpóknan«, (Matt. 3: 13—17); Jesús sagði við Nikodemus: »Sannlega, sannlega segi ég pér, hver sem ekki fæð- ist af vatni og anda, getur ekki öðlast himnaríki« [Jóh. 3: 5]. Jesús sjálfur gaf oss eftirdæmi, og var fæddur af vatni og anda pó án synd- ar; varð hann að skýrast til pess að fullkomna réttlætið? Pegar Filippus skirði hinn Ætiopeska pjón, stigu þeir báðir otan i vatnið Filippus og geldingurinn og hann skirði hann og þegar þeir stigu npp úr vatninu, var Filippus burtnuminn með herrans anda [P. G. 8: 30—35]. Jóhannes skirði Ænon nálægt Salem, vegna pess, par var mikið vatn, [Jóh. 3: 23]. Páll likti skírninni við jarðsetningu og upprisu, [Róm. 6: 4—6. Kol 2: 12]. Pétur kallar sýndaflóðið fyrirmynd upp á skírnina [Pétur 3: 20—21]. Barnaskírn. — Myndngleiki. Sannanir fyrir evangeliums grundvelli, sem Kristur og hans post- ular kendu, var trú fyrst, par næst umvendun, siðan niðurdifingar- skirn, til syndanna fyrirgefningar með fyrirheiti um heilagsanda gáfur til allra er láta sig skira. Pess vegna er barnaskírnin fölsk kenning, og syndin er brot lögmálsins. Ungbörnin geta ekki framið synd, skírn- in veitist eftir umvendun og trúna. Ungbörnin geta ekki trúað og pau hafa ekki neitt til að umvendast frá, og pó pau hefðu pað, pá hefir Guð aldreí boðið að skíra ungbörnin. Jesús blessaði pau og sagði: »slikum heyrir himnaríki til«. Til pess að skirnin sé fullnægjandi, verður hún að íramkvæmast af hans pjónum, sem hafa guðdómlegan myndugleika par til, og hún verður að gerastínafni föðurs, sonar ogheilags anda. Enngin maður hefir rétt til að taka sér þetta vald, nema hann fái það frá Guði, annars er Iskirnin ógild og einkis verði. Pegar hún er framkvæmd upp á réttan máta, pá færir hún syndaranum fyrirgefningu og sá trúandi = skýrði verður nýr maður, standandi hreinn fyrir Guði og hæfilegur til að meðtaka heilagan anda. ÓI að lesarinn vildi athuga pað framansagða og rannsaka sann- leikan, og byrja að ganga liinn praungva veg sem leiðir til eilífs lífs: Útgefandi og ábyrgðarmaður: Jakob B. Jónsson. Prentsm. Gutenberg. — 1911.

x

Geislar af lifandi ljósi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Geislar af lifandi ljósi
https://timarit.is/publication/421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.