Heimilisblaðið - 04.08.1894, Page 7

Heimilisblaðið - 04.08.1894, Page 7
HElMlLISBliAÖIÖ. 63 fyrir þess konar hugvitssmíðar. Þyrftum vjer þeirra þó við engu siður en aðrir, og framar þó miklu að því leyti til, sem oss er flestum menntuðum þjóðum fremur fram- fara vant. ÞrAtt fyrir þetta uppörvunarleysi af hálfu löggjafar og landsstjórnar hefir þó við borið endrum og sinnum, að hjerlendir menn hafa gert mikilsverðar og nytsamleg- ar umbætur á vinnutólum. Eru »hinir skozku ljáir«, sem svo eru nefndir, þeirra langmerkilegust. Hafa þeir unn- ið íslenzkum bændum ómetanlega hagsmuni. Þeir eru, eins og kunnugt er, að þakka hinum góðfræga, mikla nytsemdarmanni, Torfa skólastjóra Bjarnasyni í Ólafsdal; en fyrir lagaleysi hjer og óhappatilvik hefir allur gróði af sölu þeirra lent í höndum útlendra auðmanna. En ekki er nóg með það, að lög vor styðja ekki liót æskilegar og mikilsverðar vinnutólaumbætur, lieldur gera strjálar og örðugar samgöngur og innanlandsverzlunar- kreppa það að verkum, að þó að upp komi einhver þess- kyns nýjung á einhverjum stað, þá líða stundum mörg ár áður en hún berst í önnur hjeruð, jafnvel næstu sýsl- ur, hvað þá heldur um land allt. Deyfð og framtaks- leysi mun og valda þar nokkru um. Mun mega nefna eigi allfá dæmi þessu til Sönnunar, ef vel er leitað. Ritstjóri þessa blaðs rak sig á eitt í sumar á ferð vestur í Dölum. Þar hafði trjesmiður einn, þjóðhagi og hugvitsmaður, Guttormur Jónsson (prófasts Guttormsson- ar) frá Hjarðarholti, gert fyrir 1—2 árum þá urnbót á hverfisteinsumbúnaði, að ekki þarf nema 1 mann til að leggja á, hvaða eggjárn sem er, smátt eða stórt, og að það er meira að segja mjög liægt verk. Hverfisteininum er snúið með tveimur sveifum, sinni hvoru inegin, og með fótunum, — maðuriun stígur sína tótafjölina með hvorum fseti, eins og rokk, en situr á pallfjöl yfir öðrum enda hverfisteinsstokksins. Fótafjöl til að snúa hverfisteini mun að vísu hafa þekkzt áður á stöku stað, en ekki uema ein, öðru megin, sem er miklu ófullkomnara, bæði

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.