Heimilisblaðið - 01.09.1894, Síða 5

Heimilisblaðið - 01.09.1894, Síða 5
HEIMILISBLAÐIÐ. 85 stangli, eða heflr verið til skamms tíma. En ófögnuður þessi er að færast út. Þessi nýja pest er t. d. komin upp í Danmörku fyrir nokkru. Þar var til skamms tíma ekki siður, að kvennfólk neytti áfengis nema lítils háttar í samkvæmum, í mesta »hófi«, sem kallað er. Á almennum veitingastöðum sást kvennfólk sjaldan sem aldrei neyta annars eu kaffl eða sjókóiaðe eða einhvers óáfengs drykkjar af öðru tagi. Nú er orðið, að kunnugra sögn, t. d. í Khöfn, fullt af heldra kvennfólki á slikum stöðum, sem drekkur bjór, konjak o. fl., og — reykir með. Það gerir það eða gerði framan af með miklu yfirlæti og remhingi, skoðaði það sýnilega eins og mikilmennsku af sjer, — alveg eins og ungir piltar, er þeir fara fyrst að hera við að reykja og drekka. Það er heldra fólkið, sem byrjað heflr á þessu í Dan- mörku, alveg eins og á Englandi. En vitaskuld kemur almúg- inn á eptir von bráðara. Frá Danmörku heflr nú pest þessi færzt til Norvegs fyrst og fremst. Þar er nú farið að kvarta yfir þeim ósóma í blöð- um, drykkjuskap kvennfólks á almennum veitinga- og skemmti- stöðum. Og því mun spáð hafa verið fyrir nokkru, að »hjálendan« Dana norður við heimskautsbauginn, landið okkar, mundi þurfa að »dependera af þeim dönsku« í þessu sem öðru, og að hjer mundi sú hin illa danska nemast skjótt. Það liefði þá eitthvað nýrra við borið, ef vjer hefðum eigi tekið hið bráðasta upp þann ósið, sem ýmsa aðra eptir Dönum. Vjer erum, eins og kunnugt er, seinni að taka upp það sem gott má af þeim læra, mikið og margt. Það er ekki trútt um, að pestin þessi,'sem hjer um ræðir, sje farin að gera dálítið vart við sig hjerna í höfuðstaðnum islenzka og jafnvel víðar. Hún byrjar lijer eins og í Danmörku á bjórdrykkju, og — reykingum. En það er ekki nema fyrsta stöfunin. Það kemur og annað á eptir kraptmeira von bráðara. Bjórdrykkjan er sem sje hjer, eins og í Danmörku og víðar, skólinn, barnaskóli drykkjumannaefna. Bjórinn þykir vera svo notalegur og svalandi og er talinn svo meinlaus, jafnvel ráðlagður af læknum við taugaveiklun,—eins og »brami« og »klnalíf8elixír«. En það er eðli áfengisins, að »mikið vill

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.