Heimilisblaðið - 01.09.1894, Qupperneq 7
HEIMILISBLAÐIÐ.
8?
mannalýðnum í þessu máli, ef hún snerist eindregið á það
band. Enginn þarf það að efa. Það sýnir og reynslan ann-
arsstaðar, einkum í Ameríku. Það kemur líka heim, að þar
fær kvennfólk allt annað uppeldi en hjer, margfalt meiri og
betri menntun.
Girnilegt hlutverk ætti það að vera fyrir hið nýja Kvenn-
fjelag íslenzka, að taka að sjer bindindismálið. Taka það að
sjer öðruvísi en bara í orði. Oss brestur eigi vinsamleg
orð og ummæli, bindindismenn, úr ýmsum áttum. En þau eru
ódrjúg á metum til þeirra mikils háttar framkvæmda, er hjer
er um að tefla. Jafnvel af vörum þingmanna þeirra í sumar,
er sýndu sig hvað fáfróðasta og þverbrotnasta gagnvart nýti-
legum framkvæmdum til lækningar áfengisbölsins, flutu hun-
angssæt velvildar-orð lil bindindishreifingarinnar. En hvað
stoðar oss slíkt?
Nei. Hugsi Kvennfjelagið til að skipta sjer eitthvað af
því máli, þarf það að gera meira en að skrafa fagurlega um
það í eyru vor. Þar verða að fylgjast að orð og gjörðir.
Vjer sjáum nú, hverju fram vindur.
----------------
„Eykur glebi í landinu“(!).
Innan um ýmsar hjegiljur aðrar, er andþæfendur laga-
frumvarpsins um áfengisbannssamþykktir á alþingi í sumar
höfðu fyrir sig að bera, var sú ein, frá dr. Valtý Guðmunds-
syni háskólakennara, að víndrykkja ylti gleði í landinu.
Guðl. Guðmundsson sýslumaöur svaraði því sem öðrum
fáfræðis- og vanhyggjufyrirslætti þeirra fjelaga vel og rök-
samlega. Hann kvaðst óska, að dr. V. gæti gefið skýrslur
um, hve margar konur og börn á landinu hefði borið þung-
an harm vegna ofdrykkjunnar, og ef hann gæti sannað, að
sú sorg vægi ekki upp á móti þeirri gleði, er áfengi hef'ði í
för með sjer, kvaðst hann mundi fúslega undirskrifa orð dr. V.
En þó að hann, þ.e. dr. V., annar eins eljumaður og hannværi,
væri að »hjeðan í frá og að eilífu amen«. þá gæti hann ekki
komið með skýrslu, sem sannáði það. »Það er hjákátleg
skoðun«, bætti ræðumaður við, »að menn geti ekki verið
glaðir nema fullir; jeg hef líka reynslu fyrir mjer í þessu