Heimilisblaðið - 31.10.1894, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 31.10.1894, Blaðsíða 6
94 HEIMILISBLAÐIÐ. vökum. Því flnnst það þurfa eitthvað til að hressa sig á og halda sjer vakandi, og ætlar áfengið vera ráðið til þess, af gömlum heimskuvana manna. Um það þjóðfjelagsmein heflr hið heimsfræga stórskáld Björnstjerne Björnson ritað eigi alls fyrir löngu í franskt tímarit, »iRevue des Revues«. Ámælir hann læknum fyrir, að þeir skuli láta áminnztan heilsuspillisósið óvíttan. Ef mörg þúsund læknar hrópuðu þetta allir í einu út um hinn mennt- aða heim, mundi það lagast, — segir hann. Læknarnir ættu að hrópa til vor og segja: »Hverflð aptur til sólarinnar. Liflð með sólunni í því lopti, er hún hefir endurnært. Ilún er frumlind fjörs og heilsu. Geislar hennar bana hinum hræðilegu, ósýnilegu meinvættum, er nefnast bakteríur eða öðrum þess kyns nöfnum. Af sól- unni fá hugsanir vorar ijós, lit og gleði. Að yfirgefa sólina — þetta, að gera nótt að degi — grandar heilsu kynslóðar- innar nærri því eins mikið og áfengið. Hugsýki, efunarsýki og fölvi þessarar kynslóðar eru börn næturinnar. Hverfið aptur til sólarinnar«! Kins og það á eltki að vera. í brúðkaupinu. Það er nýbúið að gefa saman hjónin. Boðsgestirnir eru búnir að óslca þeim til lukku og karlmennirnir hópa sig á hlaðinu. Jón frammistöðumaður kemur út með fulla flösku 1 ann- ari hendi, en stórt staup i hinni. Hann lítur yflr söfnuðinn heldur borginmannlegur, um leið og hann kallar: »Komið til mín, piltar; hjerna er hressing. Finnst ykkur hann ekki kaidur«? Svo fær nú hver sitt staup, og sumir tvö. Meðan á þessu stendur, kemur prestur út. Þegar Jón sjer hann, segir hann : »Takið þjer ekki staup með, prestur góður«? »0’ jeg veit ekki. Jeg fjekk hressingu inni rjett í þessu; en það er kalsi; kannske jeg verði með«. Síðan sýpur prestur staupið út. Þá kallar Jón til ungl- inga, sem standa fyrir utan mannþyrpinguna, og segir : »Komið þið líka, drengir, að fá ykkur ofurlítið bragð«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.