Gamanblaðið - 01.01.1917, Blaðsíða 4

Gamanblaðið - 01.01.1917, Blaðsíða 4
GAMANBLADIÐ Nafnlausir! i. I kjafti dauðans. Meö afarmikilli fyrirhöfn og því sr mér virtist síðustu orku minui, hafði eg mig að þeiro enda fiek- ans, þar sem öldurnar veltu hðfði Íiennar til og frá, þessu dásamlega fagra höfði, með hinu óviðjafnan- lega fagra andiiti sem nú var blcikt sem nár, og ef til vtll var hún nú dáin. Það var þessi ógurlega hugsun, að hún væri dáin þarna rétt lijá mér án þess eg gæti hjálpað henni, sern kom mér til þess að reyna að komast að þeim enda flekans sem hún var á. En flekinn voru þrír samannegldir fjögra metra plánkar, sem við tvö héngum á úti í miðj- uni Noröursjónum. Af meir en 100 manns sern fáum stundum áð- ur höfðu verið glaðir og kátir á íarþegaskipinu »Nero«, vorum viö :v() nú ein á lífi. Slysið hafði borðið svo fijótt að og afleiðingin orðið svo ógurleg og svo ótrúleg. Hún — hin fegursta og dásam- legasta stúlka er eg nokkru sinni hafði séð, — hafði stungið hinni litht hvítu hendi sinni undir hand- legg minn og dregið mig með sér. »Komið með mér alveg fram í stafn« sagði hún »það er svo gam- an að standa fremst fram á skip- uiu, svo maður sjái ekkeit af því, heldur bara ólgandi hatið sero-ann aö andartakið freyöir við fætur manns en hitt langt fyrir neðan mann, en þér verðið að styðja tnig«. Vi5 lögðum af stað fram- eftir skipinu og þegar við komum út úr ganginum við stjórnpallinn, geystist vindurinn á móti okkur og stöövaði okkur sem snöggvast því Jiann náði þar að neyta allrar orku sinnar. En á sama augnabliki skeði hiö ógurlega. Eg heyrði hvell eins mikinn og hleypt hafði verið úr hundraö fallbyssum í einu og fann skipið nötra og skjáifa undir mér eins og dauösært dýr; svo tók það rykk og lagðist á hliðina, og stúlkan og eg ultum bæði út að borðstokknum. Hvað síðar skeði man eg ógetla þó ennþá ómi í eyrum mér dauösangistar-ópin sem gullu við um skipið og heyröust greinilega þrátt fyrir hávaðann úr gufu, sem braust út úr pípu er sprungið hafði, og hinn ógurlegi hvellur sem varð þegar katlarnir sprungu, nokkrum sekúndum á eftir fyrra hvellinttm, og tættu í sundur það sem eftir var af skipinu, svo það sökk á vetfangi. Eg hlýt að hafa gripið um hana þegar við veltumst. út að borð- stokknum, því þegar eg raknaði við mér aftur hélt eg fast um hana með öðrum handleggnum en með hinni hafði *eg náð í flekann sem fyr var lýst. Að undanteknum vindþytinum og ölduskvampinú var orðið eiu- kennilega hljótt í hring um okkur, og voru umskiftin rcikil frá því að heyra hinn faktfasta slátt skipsvélar- innar. Með afarmikilli fyrirhðfn kom eg stúlkunni upp á fiekann, en af því eg varð fljóttf þreyttur aö halda henni þar, tók eg það ráð að rífa pils hennar í ræmur og binda hana með því við flekann. Eg batt um hana á þremur stöðum: Um fæt- urnar, um miðjuna og undir hand- Ieggina. Þetta var afar erfitt verk þvf jafnframt varð eg að hafa gæt- ur á að flekanum ekki hvolfdi. Meðan eg var að þessu kom hún snöggvast til meðvitundar. Hún opnaði 'hin stóru brúnu augu sín, og horföi óttaslegin í kring um sig, svo hljóðaði hún upp yfir sig og féll á ný í öngvit. Hið þykka glógula hár hennar hafði Iosnað, og huldi nú vanga hins bleika, fagra attdlits. Mér var Ijóst að flekinn gæti ekki borið okkur bæði, og að eg því yröi að vera kyr niðri í sjón- um og aðeins halda mér uppi á flekanum. En hvað lengi mundum við geta haldist lifandi með þessu móti? Eftir margar tilraunir hafði eg loks uppgötvað hvernig eg best gat komið mér fyrir án þess aö þyttgja um of á flekanum, og jafnframt auðveldlega haldið jafnvæginu. Eg Iá með hökuna uppi á mið- plankanum og líkamann flatt upp undir flekann, og með fæturnar glentar sundur. Rétt við hökuna á mér voru hinir háu hælar glá- skónna sem hún hafði á hinum litlu fögru fótum sínum. Tíminn Ieið, mínútu eftir mínútu, stundarfjórðung eftir stundarfjórð- ung, og stund eftir stund — eg veit ekki bvað margar. Tunglið var gengiö undir og vindurinn söng hinn einmanalega rómsterki líksöng sinn yfir öldunum sem stigu og hnigu, hnigu og stigu, og skvettu við og við söltum sjón- um framan í okkur. Sjórinn var ekki kaldur, samt fór eg að skjálfa af kulda, og kraftarnir smáminkuðu. Hendurnar vorj orðnar tilfinninga- lausar og handleggirnir voru eins sárir og væru þeir margbrotnir. Viö þetta bættust nýar kvalir. Eg varð alt í einu bæöi afar svangur og afar þyrstur; einkum kvaldt þorstinn mig. Þessar kvalir urðu svo óþolandi aö eg reyndi að hljóða. En eg kom ekki upp nokkru hljóði; kokið á mér var eins og herpt saman. Kvalirnar báru mig alveg ofurliða og eg fór að sjá ofsjónir. Frh. Útg.: Ó. Friðriksson. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz.

x

Gamanblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.