Gamanblaðið - 01.03.1917, Blaðsíða 4

Gamanblaðið - 01.03.1917, Blaðsíða 4
GAMANBLAÐIÐ Nafnsausir I ---- Frh. Eg lá lengi á bakinu og horfði í kring um mig í herberginu eða káetunni sem eg var í, og sem margar vikur átti að vera heimili mitt eða ef til vill fangelsi. Vegg- irnir voru úr Ijósum birkivið, og gljáðir, loftið gylt með gyltu flúri. Beint á móti mér hékk spegill í gullnri umgerð, og á veggjunum héngu smá ljósmyndir og lit- biyndir. Meðan eg þannig rendi aug- unum um herbergið heyrði eg ált i einu hröð skref er nálguð- ust. og að einhverjir töluðust við í reiði. Svo var hurðinni hrund- ið upp og tvær persónur komu inrt. »Eg get fullvissað yður«, sagði djúp karlmannsrödd, »að hann er meðvitundarlaus, og að það má hreint ekki ónáða hann«. Pá svaraði kvenrödd, og var áuðheyrt að sú er henni beitti átti effitt með að koma upp orð- úriurri fyrir reiði. »Þér segið ósattl Hann ligg- ur með opin augun! Eg vil, og eg verð, að tala við hann«. Það fór titringur um mig því ég hafði þegar þekt rödd hetinar. i »Eruð það þér«, sagði eg, og býst við að gleðin hafi skinið ýt úr mér. »Guði sé lof að þér eruð á lífi, og svo heiibrigðar Og hraustar að þér getið sagt yðar meiningu«. i Hún tók fast í hendina á mér. i »Heyrið mig. Skiljið þér hvað eg segi?« ; Eg hneygði höfuðið. »Hann þarna«, hún benti á manninn fyrir aftan sig, »segir áð eg megi ekki taia við yður. Segir að eg megi ekki einu sinni fara út úr káetunni. Hvað í ó- sköpunum á þetta að þýða?« »Hvernig komust þér hingað«, spurði eg. »Eg laumaðist út úr káetunni. Vörðurinn framan við dyrnar hafði snöggvast farið frá, og mat- sveinninn sem færði mér matinn hafði gleymt að afloka hurðinni á eftir sér. Eg var sem þrumu lostinn. »Gleymt að afloka! Hamingj- an komi til! Erum við lokuð inni? Erum við fangar?« Þetta síðasta sagði eg til mannsins sem hafði komið inn með stútk- unni og hafði gripið um hand- legg hennar. Það var aldraður maður, á að giska sextugur, með sítt hvítt skegg, og sköllóttur mjög. Augun leiftruðu bak við gullumgerð gler, og vörunupi þrýsti hann saman einarðlega. »Eg hvorki get eða vil svara yður, herra minn«, svaraði hann. »Þér fáið einhvemtíma að vita hvar þér eruð, og hvaða ákvörð- un verður tekin með yður og þennan sjálfráða kvenmann*. »Komið nú«, sagði hann við stúlkuna og fór að draga hana í áttina að hurðinni. En hún sleit sig af honum og hljóp til mín. »í guðsbænum*, sagði hún, »lofið mér að vera hér. Eg þori ekki að vera ein í káetunni sem eg var í. Mér finst eg vera á vitlausraspítala*. Þó eg vœri máttfarinn, reis eg upp og lagði handlegginn um hana. »Hver eruð þér, oghvaða skip er þetta?, sagði eg og hvesti á hann augun. »Nú er nóg komið af þessu, þér verðið undir eins að koma með mér ungfrú«, sagði hann illhryssingslega og dró hana með sér út úr káetunni og tvílæsti hurðinni. Eg ætlaði að rísa á fætur, en var svo máttlaus að eg datt nið- ur í rúmið aftur með reiðióp á vörunum. Eg var svo reiður að mér fanst eg mundi vilja láta líf- ið fyrir að geta tekið fyrir kverk- ar honum og kyrkt hann. Hún hafði kallað skipið vit- lausra spítala, en ef skipverjar væru sjónræningjar eða »hvítir þrælasaiar?« Þetta og fleira flaug mér í hug í því hálfgerða óráði, sem kom á mig, á eftir geðs- hrœringunni, sem eg hafði kom- ist í. Skömmu síðar var káetuhurð- inni lokið upp og maður gekk inn. Eg sá andlit hans í spegl- inum andspænis hurðinni. Hann var gamall maður eins og hinn sem fyr kom inn. Hann var fríð- ur sínum, en djúpar hrukkur í andliti hans bentu á að hann hefði liðið miklar og langvinnar sálarkvalir. Hár hans var hvítt sem mjöll og augnaráð hans var blítt en sorgbitið. Eg reis upp í rúminu og sneri mér að honum, og vissi strax að þetta var maðurinn með ein- kennilegu röddina sem eg hafði heyrt. í dyrunum bak við hann sá eg nú líka hinn manninn og fleiri menn. »Nú, þetta er maðurinn sem var bjargað*, sagði sámeð mjóu röddina og virtist reyna að gera sig byrstan í málrómi, »hver er hann«. Maðurinn með hvíta skeggið kom nú alveg inn í herbergið. »Hann er aiveg ný raknaður úr rotinu. Við erum ekki enn þá búnir að spyrja hann að því hver hann er«. Útg.; Ö. Friðriksson. Prentsmiöja Þ. Þ. Clementz

x

Gamanblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.