Gamanblaðið - 01.04.1917, Síða 2

Gamanblaðið - 01.04.1917, Síða 2
GAM ANBLAÐIÐ Draugurmn í Tungu og drengirnir úr Reykjavík. ---- Frb. Næsta kvöld þegar draugarnir vöknuðu, og héldu niður af Ioft' inu til þess að sækja matinn sem Tungu-Móra hafði verið skamt- aður, varð þeim í meira lagi hverft við. Út við dyr stóð aft- úrganga svo ægileg, að líklegast hefði sjálfumjjandanum ekki orð- ið um sel, hefði slík vofa kom- ið honum að óvörum. Aftur- ganga þessi stóð grafkyr; hand- leggina rétti hún út til hliðanna, en fingurnir sem voru 15 til 20 á hverri hendi, en ekki Iengri en hrífutindar, stóðu beint fram. Handleggir og búkur var hulinn brúnum klæðum, og við fætur draugsins var stórt hvítt spjald og þar á letraö langt mál með rauðkrít. Út úr nefopi draugs- ins og augnatóttum, lagði ljós- skímu, en hið lang agalegasta var þó tunga draugsins. Hún var blóðrauð og meira en alin á lengd og eftir þvi breið, og lafði út um kjaftinn niður á maga draugsins. Tungu-Móri varð skelkaður af því hann sá hvað írafells nafna sínum brá, en honum varð svona hverft við aö sjá þessa vofu af því hann þekti hana ekki, þó hann væri málkunnugur hverri einustu afturgöngu á öllu land- inu, hverjum Lalla, hverjum Móra, og hverri Skottu. Hélt hann þvi að þetta væri nýr draugur sem drengirnir hefðu vakið upp og sent á móti þeim nöfnunum. Hann áttaði sig samt fljótt og talaði til draugsins, en hann svar- aði honum ekki. Varð honum þá litið á spjaldið við fætur vof- unnar og fór að lesa hvað þar stóð letrað. það stóð: „Hinn eini ekta Tungu-Mðri. Varið yður á eftirlíkingum. Hinn eini ekta Tungu-Móri er sá sem búinn er til í draugaverk- smiðju Luthers & Barbarossa, og því aðeins ekta að fingurnir séu eins og hrífutindar, og að hárauð tunga lafi út úr stútnum. Varist stælingar“. Írafells-Móri gat ekki að sér gert að reka ekki upp hlátur. Hann gekk að draugnum, en þegar hann kom við hann datt af honum höfuðið, sem var hvít- ur pappakassi sem stungin höfðu verið göt á og kerti látið loga í. Móra varð nú litið á tunguna ægilegu, sem hafði dottið á gólfið um leið og pappakassinn, og þeg- ar hann sá hvað tungan var, sló hann kjúkunum á lærbeinið og hló, því það var rauða svuntan hennar Tóbaks-Gunnu gömiu. Og sjálfur draugurinn var ekki annað en tvær hrífur bundnar í kross á orf, og hengdar á þetta mórauðar ábreiður. Írafells-Móri hló nú aftur því honum fanst þetta ekki móðgandi fyrir sig. Tungu-Móri aftur á móti stein- þagði, en hann var svo reiður að pll hauskúpan á honum varð sótrauð. Gamall piparsveinn: Migdreymdi nokkuö skrítiö í nótt; mig dreyrndi að við værum gift og værum að ríða heim úr veizlunni okkar. Þaö var alveg eins og það væri í vöku. Dreymir yður aldrei neitt þesshátiar? Ungfrúin: Nei, nei, — það er lángt síðan aö það hefir sótt að mér í svefni. Faðirinn: Geturðu ekki verið kyr ofurlitla stand? Drengurinn: Eg hef aldrei reynt það. Brúkuð harmonlum og plono eru keypt eða tekin í skiftum fyrir tiý hljóðfæri. Hljóðfærahús Reykjavíktir Templarasundi 3. Tveir hermenn la'gu saman i skotgröf. Hvað kotn þér til James að ganga í herinn*, segir annar. Hinn: Eg var ókvæntur og hafði gaman af svaöilförum. En hvað kom þér til? Sá fyrri: Eg var kvæntur og vildi hafa frið, þess vegna gekk eg í herþjónustu. Prestur nokkur messaöi fyrir ná- grannaprest sinn. Að lokinni guðs- þjónusfu spurði itann meðhjálpar- ann að hvort ræðan heföi ekki ver- ið stutt. »Hún var nógu löng en ekki of löng« sagði meðhjálparinn. Það þykir mér vænt um« segir presíur, »eg var hræddur um að hún hefði verið of stutt, því hund- urinn minn náði í hana og át aft- an af henni 4—5 blöð«. Þá segir meöhjálparinn: »Getið þér ekki útvegað prestinum okkar hvolp af sama hundakyni?* Hann: Eg gifti mig ekki nema eg nái í stúlku sem er mér alveg ólík. Úún: Það ætti nú ekki að vera svo ervitt. Það er víst nóg hér í nágrenninu af fríðum góðum og gáfuöum stúlkum. Maður nokkur sem boðið hafði verið upp á hænsnasteik, segir meðan hann er að eta: »Sá sem hefir drepið þennan kjúkling hefir haft gott hjarta«. Húsmóðirinti: Því þá það? Gesturinn: Jú, hann hefir dreg- iö aö drepa hann í minst 4—5 ár. Þura: Kallaðirðu ekki á hjálp þegar hann Jón kysti þig. Ella: Hann þurfti jenga hjálp.

x

Gamanblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.