Gamanblaðið - 01.06.1917, Blaðsíða 2

Gamanblaðið - 01.06.1917, Blaðsíða 2
G A MANBLAÐIÐ Kirkjuferð Magnúsar biessaða. Maður er nefndur »Magnús bless- aði« og var (il útróðra í Þórukoti á Álftanesi. Eitt sinn á páskadagsmorgun æíl- ar hann til kirkju aö Bessaslöðum, og hefur búið sig í sín beztu föt. Hiandfor var á hlaðinu í Þórukoti og þakið yfir með torfi. Verður Magnúsi reikað um hlaðið áður en hann lagði upp til kirkjunnar, vill þá ekki betur til, en að karl dettur oíaní hlandforina og er bjargað upp úr forinni af heimamönnum, — allur kámaður Fara nú heima- menn til kirkju, en Maguús dregst á eftir þeim. Þegar messa var byrjuö kemur Magnús inh í kirkj- una og sezt í kórbekk, gýs þá upp ódaun mikill um aila kirkjuna. Rís meðhjálpari upp úr ‘sæli sínu og snuggar hvaðan þefur sá hinn mikli og illí, muni koma, Sér brátt Ma ítiús frammi í kirkjunni og lízt búnaður hans litföróttur vera, enda sá hann að ailir fýldu gröm, er næstir sátu Magnúsi. Gengur með- hjálpari þá til Magnúsar og biður hann burtu víkja úr kirkjunni, en Magnús vildi ekki fara fyrr en tneð- hjálpari tekur í axlir honum og kemur Magnúsi þannig út, snýr Magnús sér við í kirkjudyrunum og segir svo hátt að heyrðisí um alla kirkjuna: að anskotinn sjálfur megi vera í sinn stað í Bessastaðakirkju »og hef eg þrjátíu ár verið í Þóru- koti og komu einu sinni páskar<*. Konan (á ferðalagi): Hefurðu nú gleymt afturj lykliuum að vaðsekkn- um á skipinu, ansinn þinn ? Maðurinn: Ónei, elskan mín, eg hef ekki gleytnt Iyklinum, en eg gleymdi vaösekknum. Jón Jónsson. Konan hans Jóns lifði lungna- \ bólguna sem hún fékk af því að j taka meðalið, sem hún fékk hjá \ lækninum, »inn í vatni«. Nokkru seinna varð hún veik aftur, Læknirinn lét meðal sem stóð á »hristist á undan notkun«. Daginn eftir spurði lœknirinn Jón að því hvernig konunni hans hefði orðið af meðalinu. »0, hún tók það ekki inn, auminginn, hún þoldi ekki hristinginn, blessunin, og dó«. Konan var grafin eins og lög gera ráð fyrir. Presturinn og jón urðu samferða frá gröfinni, og sagði prestur mörg huggunarorð. Alt í einu fer Jón að skellihiœja. »Hvað er þetta? Því ertu að hlæja?» segir prestur. »Og eg get ekki annað, prestur minn, seg- ir Jón, »þegar eg minnist alira þeirra ánægjustunda sem við Björg mín lifðum saman«. Róbert: Um daginn þegar eg var í laugum kemur ein hölvuö mý- fiuga og sezt á stóru tána á mér, en eg dró að mér fótitin og mý- flugan skall á rassinn niður í mold- ina! Jveir skipstjórar eru að þræta um hvor þeirra hali siglt lengra norður á bóginn, Annarsegir: »Eg sigldi einu sinni svo langt norður að eg sá norðurpólinn eins og svartan depil!« Þá segir hinn: »Nei, þessi svarti depill, sem þú sást, var eg!« Pélur Kínafari: Og þegar við komutn til Shanghai veiktust flestir skipverjar af gula febernum,-------- Drengurinn: Þú líka, Pétur? Pétur Kínaf.: Hvort eg 'veiktist! Eg varð mikið veikari en margir af þeim sem dóu úr veikinni. Hún (nýgift): Hefur þú kyst nokkra stúlku áður? Hann: Nei, ja, jú, eg hef kyst eina eti hún var gift! Jón nærsýni: \/erða aldrei slys við þessar glímur? Jóhann glímukappi: Slys? Nei, slys verða ekki. Það kemur fyrir að inenn nefbrotna, eða handleggs og fótbrolna, en slys koma aldrei fyrir. Jón: Mér var svo ílt í Iöppun- um í morgun að eg gat nieö engu móti staðið á þeim, eri þegar eg var búinn að ganga dálítið um gólf batnaði mér. Jónsson: Hvaða helvítis flónska er þetta sem þið setjið um mig i blaðið: »Meðal fallegustu stúlku- anna var Jónsson )ögmaður.«: Blaðamaðuriim: Já, þar sá eg yður! Jón: Hvernig stendur á því að þú ert í svona böivuðu skapi? Fijarni: Jú, sérðu, það fæst ekki að grafa tengdamóður mína. Jón: Er það mögulegt? Bjarni: Já, sérðu, hún er ekki dauð ennþá. Dómarinn: Hvenær eruð þér fæddur? Kæröi (svarar ekki). Dómarinn: Hvenær er afmælið yöar ? Kærði: Það þýðir ekkert að segja yður það, þér gefið mér hvorisem er ekkert í afmælisgjöf. Frú Jónssou : Þaö stendur hér í blaðinu um mann sem ekki hefur sagt eitt orð við konuna síua í þrjú ár! Jónsson : Hann hefur máske ekki viljað taka fram í fyrir henni.

x

Gamanblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.