Þytur - 30.01.1954, Page 2

Þytur - 30.01.1954, Page 2
2 Þ Y T U R „Sízt betra — það er verra". Eins og fleiri, hefi ég veitt at- hygli því vandræða ástandi, sem áfengisnautn skapar oft á tíðum meðal okkar Siglfirðinga, sérstak- lega þeirri hlið málsins, er snýr að áhrifum drykkjuskapar á æsku bæjarins, og athafnir henn- ar. Eg hefi verið vitni að því, hvemig ofnautn áfengis getur breytt dagsfarsprúðu fólki í fá- ibjána og jafnvel óargadýr, lagt heimili í rústir ,grafið undan fjár- hag manna, og verið bein orsök glæpa. Oft hefi ég velt því fyrir mér, er mest hefur gengið á í landleg- um hér að sumarlagi, á hvem hátt mætti stemma stigu fyrir ósómann. , Þegar héraðsbannið kom til umræðu, áleit ég, að lausnin væri fundin, fyrir okkur Siglfirðinga, en síðan hefur ýmisleegt skeð, sem hefur sannfært mig um hið gagnstæða, og það er reynslan frá Vestmannaeyjum og Isafirði. Samkvæmt öruggum heimildum hefur ástandið versnað til muna á þessum stöðum. Emlbættismaður á Isafirði, sem spurður var um ástandið þar, eftir lokun áfengisútsölunnar, — svaraði orðrétt: ,,Það er sízt betra, það er verra“. Maður þessi barðist fyrir lok- un áfengisútsölunnar á sínum tíma. ’ 1 : ráiltfF; Menn fá stórar sendingar af áfengi frá Reykjavík, og síðan er drukkið meðan nokkur dropi er til. Áfengissnap um borð í innlend og erlend kaupför, og tilraunir til smygls, hafa aukist gífurlega. „Mysudrykkja" fer mjög í vöxt. iSömu sögu er að segja frá Vestmannaeyjum. Framleiðsla „mysunnar" er óleyfilegt brugg, sem varðar við lög, engu síður en „landabrugg.“ Að vísu er „mysan“ ekki eins áfeng og „landi“, en það eer auð- veelt að framleiða hana og ein- mitt vegna þess er hún hættuleg. Unglingar eiga auðvelt með að afla sér drykkjarins og í höndum óvandaðra manna, sem reiðubúnir eru til að gera sér veikleika ann- arra að féþúfu, verður hann fljót- lega að „landa“. 1 báðum fyrr greindum kaup- stöðum, eru dæmi um sendingar frá ÁViR í Reykjav'ík, mangir kassar í einu, sem sagt er að séu til margra manna, er hafi komið sér saman um sameigin- lega pöntun, en til hægðarauka er hver pöntun send á nafn eins manns. Síðan úthlutar þessi „pöntunar- stjóri" áfenginu til „meðeigend- anna“ samkvæmt „pöntunarlist- anum“. Það þarf ekki mikið hygmynda- flug til að skilja, að þarna er á ferðinni vísir: að lögverndaðri leynivínsölu í stórum stíl. Lokun áfengisútsölunnar hér, væri vissulega mjög þægileg að- ferð, til að útrýma drykkjuskap okkar Siglfirðinga, þ.e.a.s. ef sú aðferð dygði. Reynslan frá þeim stöðum, sem lokunin hefir verið framkvæmd á, sýnir að aðferðin er gagnslaus, en geriir aðeins illt verra. Það er engin ástæða til að ætla, að við Siglfirðingar séum siðferðilega sterkari en t.d. Vest- mannaeyingar og ísfirðingar. Ástandið hér er nógu slæmt eins og er, þó ekki sé kappkostað að gera það verra, eins og ástæða er til að ætla, að það verði, ef lokunin verður samþykkt. Þessvegna er ég andvígur lokun. Það væri annað mál ef greiða ætti atkvæði um lokun allra áfeng isútsala á Islandi. M. Atkvæðagreiðsla um lokim útsölu Áfengisverzl- unar ríkisins á Siglufirði fer fram, eins og kunnugt er, sam- hliða bæjarstjórnarkosningunum, hinn 31. janúar næstkomandi. Er þar með lagt á vald kjósendanna í bænum, hvort framvegis skuli fást áfengi keypt sem löglega boðin vara, eða hvort eftirleiðis skuli fara með áfengi hér í bæ, sem bannvöru, sem helzt megi ekki sjást manna á meðal. Um þessa atkvæðagreiðslu hefur ver- ið nokkuð rætt á meðal kosninga- bærra manna og hafa bæjarbúar spreytt sig á rökræðum með og móti lokuninni. Ekki er nema eðlilegt, að vegin séu þau rök, sem fram eru borin í málinu, en þáð er aðeins gert í einkasamtöl- um og þar sem ekki næst til hins stóra hóps í heild, sem tekur ákvörðun um lokunina, af þeirri einföldu ástæðu, að pólitísku blöð- in hafa nú sem stendur annað með dálka sína að gera, þar sem flokkarnir heyja baráttu um val bæjarfulltrúa til næstu fjögurra ára, og geta því ekki tekið til umræðu héraðabannið, sem bæði er mjög viðkvæmt umræðuefni í sambandi við pólitík, og fjar- skylt þeim málum, sem bæjar- stjómarkosningar sniúast um. — Ekki hefur heldur verið boðað til opinbers umræðufundar um mál- ið, þar sem hin tvö sjónarmið — lokun, eða ekki lokun — væru rædd, og þar sem hægt væri í heyrandi hljóði að ræða þau rök, sem fram yrðu borin af hálfu hinna tveggja fylkinga, sem óhjákvæmilega hljóta að mynd- ast um mál þetta, eins og öll þau mál, sem ákvörðun er tekin um. Það er nú einu sinni svo að „s'inum augum lítur hver á silfr- ið“. Þessvegna hafa nokkrir þeirra mörgu, sem eru á móti lokuninni bundist samtökum um að túlka sínar skoðanir í þessu blaði frá ýmsmn hliðum, í þeim tilgangi að færa nokkur rök gegn því, að útsölunni hér verði lokað. Eitt af því, sem taka verður til athugunar er það, að nú þarf aðeins eitt atkvæði til þess að ráða úrslitum um málið. Sem sagt einfaldur meirihluti ræður úrslitum um það, hvort lokunin fer fram eða ekki. Þeir, sem að þessu blaði standa, telja, að ár- angurinn af lokuninni muni hafa í för með sér versnandi ástand í áfengismálum bæjarins, eins og nánar er sýnt fram á í blaðinu. Ef það verður sama útkoman hér í bæ og hinum kaupstöðunum, er þegar hafa samþykkt héraða- bann, er það síður en svo eftir- sóknarvert. En hvort sem sam- þykkt verður að loka útsölunni eða ekki, þá er ekki hægt að ibreyta því ástandi, sem við það skapast, fyrr en að tveimur árum 'liðnum, og þá því aðeins að % atkvæðisbænra manna í bænum séu þá á einu máli. Slíkt er með ól'íkindum, að svo samhentur meirihluti geti skapazt, og er þv’i sennilegt, að það ástand, sem við með atkvæði okkar í þessu máli hinn 31. jan. n.k. ákveðum verði ríkjandi um langa framtíð. Þetta blað leggur til, að ekki verði lokað útsölu Áfengisverzl- unar ríkisins í Siglufirði, og hvet- ur kjógendur mjög alvarlega til þess að gera sér fullkomlega ljóst, hvort þeir eigi að setja X við jáið eða nei-ið á kjörseðlinum, áður en þeir mæta á kjörsaðnum, og umfram allt að taka afstöðu í málinu, sem ábyrgir borgarar, sem gera sér ljóst hvað eitt at- kvæði getur gilt. Eg segi nei! Hver sá, sem greiðir atkvæði um lokun áfengisútsölunnar, verður að hafa gjört sér glögga grein fyrir því, hvort lokunin leiðir af sér gott eða illt. Sjálfsagt má eitthvað finna, sem réttlætir lokun, en mörg; fleiri og veigameiri rök mæla gegn henni. iHér skal aðeins eitt atriði tekið til umræðu. Það kannast án efa flestir við þá tegund manna, sem nefnd hefur verið „sprúttsalar", annaðhvor af afspurn eða reynslu Atvinna þeirra hefur gefið af sér’ góðan gróða, þrátt fyrir greiða möguileika til þess, fyrir almenn- ing, að ná sér í áfengi á löglegan hátt við lægra verði í Áfengis- verzlun ríkisins. Móti þessari „stétt“ bafa unnið bæði lögregla og bindindis- samtök og jafnvel ýmsir ein- staklingar, af miklum dugnaði. — Þó söluevrðið sé 50—100% hærra hjá „sprúttsölunum“ en í áfengisverzluninni, virðast þeir hafa örugg og ábatavænleg við- skipti. Það þarf ekki mikið hug- myndaflug til þess að álykta, að eftir lokun áfengisútsölunnar muni hefjast blómaskeið í við- skiptasögu leyniv'ínsalanna. Þeir munu margfalda viðskipti sín og enn fleiri munu verða „sprútt- salar“. Þeir munu líka verða áköfustu talsmenn þess, að lokað verði vegna eigin hagsbótar. Vilja Sigl- firðingar leggja þessari „stétt“ lið sitt, með því að samþykkja lokunina ? Því skal ekki trúað að óreyndu. Eg fyrir mitt leyti set X við nei-ið. Guðmundur Jónasson Er rétt að loka? iSvo lengi sem 'islenzka ríkið rekur áfengissölu sér til tekna, þarf engan að undra þótt fátæk sveitarfélög reyni að ná ein- ihverjum hluta til sín af þeim ofsagróða, sem áfengissalan gefur af sér. Ef Siglfirðingar sleppa sínum hluta frá sér eru miklar líkur fyrir því, að nágrannakaup- staðirnir setji strax upp útsölu hjá sér, a.m.k. hafa heyrzt góð orð um það ofan af Sauðárkróki Meðan áfengi er selt í landinu, verður það drukkið. — Neyzla áfengis minnkar ekki við lokun útsölunnar hér; það verður aðeins drukkið ver og dýrara. Það sann- ar reynslan frá þeim stöðum, er þegar hafa lokað. Einnig mætti minna á Raufarhöfn, þar sem engin útsala er. Siglfirðingar drekka minnsta hluta þess áfengis, sem hér er selt. Sölusvæðið nær yfir Skaga- fjörð, Ólafsfjölrð og jafnvel Húnavatnssýslur, að ógleymdum aðkomusjómönnum bæði innlend- um og útlendum. Siglfirðingar og aðrir, sem á annað borð vilja ná sér í áfengi mimu gera það fram- vegis, hvort sem lokun hefir átt sér stað eða ekki. Það er öllum ljóst, að verði áfengisútsalan opin áfram, munu tekjur bæjarsjóðs aukast nokkuð og mun ekki af veita, og sé ég enga skynsemi mæla með því að láta Reykjavík hirða þær prós- entur, sem áfengissalan getur. Eg er enginn andstæðingur templara eða annarra bindindis- manna, hinsvegar tel ég lokun út- sölunnar hér enga lausn á áfengis vandamálinu nema síður sé, því naugljóst er að margskonar spill- ing fer í kjölfar lokunarinnar. Með hliðsjón af þessu mun ég setja X við nei, Helgi Vilhjálmsson i

x

Þytur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þytur
https://timarit.is/publication/425

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.