Þytur - 17.06.1955, Qupperneq 1
r
SIGLFIRZKT BÆJARMÁLABLAÐ
1. tölublað Föstudagurinu 17. júní 1955. 2. árgangur.
ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFNÐ
beinir þeim tilmæium til almennings, að liann f jölmenni við
hátíðahöldin 17. júní, kaupi merki dagsins og dagskrána, þar
sem öll dagskráratriði eru auglýst.
Þá hvetur nefndin alla, sem geta, að draga fána að liún á
þjóðhátíðardaginn.
Félagasamtök eru beðin að mæta með fána sína kl. 13 á
Hafnarbryggjunni.
ÞJÓÐHÁTlÐARNEFNDIN
Siglufjörður „á sér enn vor ef fólkið jþorir
//
Landnám Siglufjarðar
„tílfr víkingr ok Ölafr bekkr
fóru samskípa til íslands. Úlfr
nam Úlfsdali ok bjó þar. Ólafr
bekkr var sonr Karls ór Bjarkey
af Hálogalandi. Hann vá Þóri inn
svarta ok varð fyrir þat útlægr.
Ólafr nam alla dali fyrir vestan
ok Ólafsfjörð sunnan til móts við
Þormóð ok bjó at Kvíabekk. —
Hans synir váru þeir Steinmóðr
faðir Bjarnar ok Grímólfr ok Arn-
oddr, faðir Vilborgar, móður
Karls ins rauða.
Þormóður inn rammi hét maðr.
Hann vá Gyrð, móðurföður Skjálgs
á Jaðri, ok varð fyrir þat land-
flótti ok fór til Islands.
Hann kom skipi sínu í Siglu-
fjörð og sigldi inn at Þormóðs-
eyri ok kallaði af því Siglufjörð.
Hann nam Sigluf jörð allan á milli
Úlfsdala ok bjó á Siglunesi. Hann
deildi um Hvanndali við Óláf
þekk ok varð sextán manna bani
áðr þeir sættust, en þá skyldi sitt
sumar hvárr liafa.
Þormóðr var sonur Haralds
víkings, en hann átti Arngerði,
systur Skíða ór Skíðadal. Þeirra
synir váru þeir Arngeirr inn
hvassi ok Narfi, faðir Þrándar,
föður Hríseyjar-Narfa, ok Alrekr,
er barðist í Sléttulilíð við Knörr
Þórðarson“.
(Landnámabók)
—oOo—
ibúatala Siglufjarðar
FYRR OG NÚ
10 síldarleysisár og samdráttur
atvinnulífs hafa þjakað Siglufjörð.
Vöntun á vinnuafli í ört vaxandi
bæjum suðvestur-landsins, hefur
verkað sem voldugur segull, sem
dregur fólkið suður í starf og líf.
Þetta er að vissu marki eðlilegt
og skiljanlegt, en frá þjóðhagslegu
sjónarmiði óheilbrigt, er tæmast
byggðir og ból af fólki, hvar áður
var blómlegt líf.
Sigluf jörður, sem byggði tilveru
sína á síld, mikilli síld og engu
nema síld, hefur svo sannarlega
átt í vök að verjast. Og íbúum
bæjarins hefur fækkað frá 1948,
en ekki mikið og ekki ört. Þrátt
fyrir allt og allt eru íbúar Siglu-
fjarðar nú svipað margir og t.d.
í byrjun síðari heimsstyrjaldar-
innar 1940—1942
Til fróðleiks og samanburðar
birtir ,,Þytur“ hér tvær saman-
burðarskýrslur, merktar A og B.
Fyrri skýrslan sýnir íbúatölu
Siglufjarðar á árunum 1941—‘54.
Seinni skýrslan sýnir íbúatölu ís-
lenzku kaupstaðanna á árinu 1954
Má af skýrslum þessum sjá, að
enn heldur gamli Siglufjörður
velli og er sennilega kominn yfir
versta kafla sögu sinnar, því
þegar er farið að vora í Siglufirði.
A.
íbúatala Siglufjarðar.
1941 — 2833
1942 — 2790
1943 — 2841
1944 — 2873
1945 — 2877
1946 — 2957
1947 — 3007
1948 — 3124
1949 — 3092
1950 — 3048
1951 — 2980
1952 — 2921
1953 — 2842
1954 — 2786
B.
íbúatala kaupstaöanna 1954.
Reykjavík ...... 61.829
Akureyri......... 7.472
Hafnarfjörður .... 5.724
Vestmannaeyjar 4.056
Kefíavík ........ 3.437
Akranes ......... 3.108
Siglufjörður .... 2.786
(Framhald á 4. síðu)
LANQSBJáÁSAi i(
20309?
ÍSLANDS