Þytur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þytur - 17.06.1955, Qupperneq 3

Þytur - 17.06.1955, Qupperneq 3
r> y t t; r 3 í fDjódkátídin 17- jÚtlí 1955 Okkar gæfumesta mann metum við nú hann, sem vann þjóð, sem átti ekkert vald, ádrátt launa, tign né gjald. Sögu liennar, lög og lönd, leitaði uppi í trölla hönd. Tók frá borði æðstan auð: ástir liennar, fyrir brauð.“ (St. G. St.) Þcgar fagnar þjóðin öll, þá cr bjart um íslandsf jöll. Fornra stöðva vitjar vorið, vermir Iandið endurborið, svo að klökkna klaki og mjöll. Lofgjörð syngur Iandsins harpa, leika börn í grænum varpa. Gróðrarmáttur, gömul vé, glæða lífi blóm og tré. Þó að vetur Þorrakaldur þylji margan svartagaldur, eiga bæði Sól og Saga sína fögru júní daga. Andi fjallsins, frjáls og skyggn fagnar þeirra dýrð og tign. Stundum getur þyngsta þraut þjóðum markað sigurbraut, vafið saman veika þætti, valdið nýjum aldarhætti. — Þaimig vekja neyð og náð nýja krafta, dýnri ráð. Davíð Stefánsson „GLÖGGT ER GESTSAIIGAB“ Þegar við Siglfirðingar ferð- umst til annarra kaupstaða t.d. Ólafsfjarðar, Húsavíkur eða Akur eyrar, þá tökum við þegar eftir því, að utanhúss umgengnismenn- ing þessara staða er á allmiklu hærra stigi en okkar. Hús eru snoturlega máluð utan. Þriflegir grasblettir eða trjágarðar prýða lóðirnar, og eitt eða annað er gert til að gleðja auga þess, sem um götuna fer. Ósjálfrátt fáum við þá hug- mynd, að íbúar þessara staða séu þrifið og reglusamt fólk, sem vert sé nánari kynningar. Hvernig er svo ástandið hjá okkur í þessum málum ? Flestir muna vikuna fyrir stofn- un lýðveldisins 1944 þegar Siglu- fjarðarbær gjörbreytti um svip á einni viku og aldrei hvorki fyrr né síðar, hefur bærinn okkar litið eins þrifalega og vinalega út. Þá var áhuginn fyrir hendi, en því miður hefur hann dvínað, og nú er undirbúningur þjóðhátíðar okkar lítið annað en það, sem þjóðhátíðarnefnd og bærinn láta gera, og máttvana hróp þessara aðila í blöðum til bæjarbúa. Þetta er illa farið. Gestir sem um garð fara fá allt aðrar og leiðinlegri hugmyndir um okkur Siglfirðinga en efni standa til, því til undantekninga má það kallast, ekki er þrifalegt og vel um gengið þegar inn fyrir dyrnar er komið. Þó gæti svo farið, að þar yrði breyting á til hins verra. Hver veit nema, að við séum að sljófga þrifnaðar og fegurðar- smekk yngri kynslóðarinnar með lélegri umgengnismenningu ? Fyrir nokkrum árum var stofn- að félag hér í bæ, er Menningar- og fegrunarfélag Siglufjarðar nefndist. Sá félagsskapur virðist hafa átt örðugt uppdráttar, og fékk hægt andlát, eftir að hafa ráðið niðurlögum eins eða tveggja fiskhjalla hér í bæ. Nú hafa fisk- hjallarnir gengið aftur, ekki aðeins einn eða tveir, heldur tugir, að ógleymdu brotajárni, fjárliús- um o.fl. svo eitthvað sé nefnt. Hér þarf úrbóta við. Eldri kynslóðin verður að gera hreint fyrir sínum dyrum í bókstaflegri merkingu og kenna hinu uppvaxandi fólki þá umgengnismenningu, sem sæm- andi er Siglfirðingum, og gætu barna- og unglingaskólar gjarnan ýtt undir þá viðleitni. Þrifnaður og snyrtimennska er aðalsmerki hvers manns, hvort sem hann er ungur eða gamall. — Og menningarbær getur enginn kaupstaður kallast nema þrifnað- ur sé bæði utan húss og innan. Setjum því markið hátt og strengj um þess heit, að gera Siglufjörð þrifalegasta bæ á landinu, miðað við þær aðstæður, sem hér eru. Lúðrasveit í Siglufirði Þegar hið glæsilega söngmót kirkjukórasambands Eyjafjarðar- prófastdæmis var haldið hér hinn 30. maí 1954 vakti það mikla hrifningu meðal bæjarbúa, að með í förinni var Lúðrasveit Akureyr- ar. Lúðrasveitin spilaði á Ráð- hústorgi frá kl. 4—5 þann dag, öllum þeim fjöimörgu áheyrend- um til mikillar ánægju, sem þar voru mættir. Þetta atriði rifjar upp fyrir manni, hve oft við Sigl- firðingar höfum saknað þess að hafa ekki hornamúsík á hátíðis- dögum bæjarins og 17. júní, til þess að auka fjölbreytni og liátíð- leik. Nú er það svo, að Siglfirðingar eru orðnir langt á eftir öðrum kaupstöðum, á þessu sviði, þrátt fyrir ötult og árangursríkt starf Karlakórsins ,,Vísis“ í þágu tón- listar í bænúm. Hvernig væri nú að liin dugmikla stjórn Vísis ásamt stjórn tónlistarskóla Vísis, hæfist handa á næsta hausti og kæmi upp námskeiði fyrir unga Siglfirðinga í meðferð blásturs- hljóðfæra, sem svo gæti orðið ,,vísir“ að Lúðrasveit Siglufjarðar. Karlakórinn ,,Vísir“ hefur á undanförnum þremur áratugum veitt Siglfirðingum fjölmargar ánægjustundir, enda eru vinsældir kórsins rniklar. Það mundi auka vinsældir kórsins um allan helm- ing ef hann gerðist einnig braut- ryðjandi í meðferð blásturshljóð- færa og yki þannig fjölbreytni tónlistarlífsins í bænum. Hér mun einnig fyrir nokkrum árum hafa verið stofnað tónlistar- félag, sem bæjarbúar hafa vægast sagt lítil kynni af. Kannske að samstarf gæti tekizt milli Vísis og Tónlistarfélagsins um þetta málefni, og ef til vill fjölbreyttari tónlistarkennslu í bænum. Síld í lém ÍSLENZKUR FISKUR H. F. BÆJARBRAGUR (Frh. af 2. s.) námsöld. Hún er ýmist dimm sem vetrarskammdegi eða björt sem júnídagur, en alltaf merkileg og lærdómsrík. Þessa sögu þarf að skrá. Og hér þarf að koma upp byggðasafni. Þetta tvennt má ekki gleymast, þótt lotið sé að lægri viðfangs- efnum. Nú er þjóðhátíð. Guði sé lof. En gleymum því ekki, þegar við hyllum ættjörðina, að minnast heimahaganna, þess hluta hennar, sem stendur okkur næst: Siglu- fjarðar. s. eru alltaf fallegust í VERZLUNINNI TÚNGÖTU 1 Ritsafn Jóns Tratisfa og ýmsar aðrar bækur og bóka- flokkar selt gegn afborgunum. BÓKAVERZLUN IIANNESAR JÓNASSONAR Silicnte bílabónið fræga, nýkomið. VERZLUN ÁSGEIRS JÓNASSONAR NOTAÐUR EN GÓÐUR barnavagn til sölu Upplýsingar í síma nr. 13 n.k. mánudag. Nýjar vörur Fáum öðru livoru ýmsar nýjar vörur á góðu verði. Atliugið verð og gæði á þeim vörum, sein við höfum, áður en bið ákveðið kaup annars staðar. VERZLUN HALLDÓRS JÓNASSONAR Siglf irðingar! Nýlagnir og viðgerðir fram- kvæmdar fljótt og vel. Góðar vörur, gott verð. INGÓLFUR ARNARSON Rafvirkjaverkstæði Aðalgötu 8 Kvenkjólar KVENDRAGTIR POPLINFRAKKAR SUNDBÖLIR o.fl. o.fl. ★ Aðalleiðin liggur um Aðalgötuna inn í AÐALBtÐINA

x

Þytur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þytur
https://timarit.is/publication/425

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.