Þytur - 17.06.1955, Blaðsíða 4

Þytur - 17.06.1955, Blaðsíða 4
4 ÞYTUR FORN MENNINGARVERÐMÆTl Samkvæmt samþykkt bæjarráðs auglýsist hérmeð ti! um- sóknar, start byggingafulltrúa fyrir Siglufjarðarkaupstað. Umsóknarfrestur er til 1. júlí n.k. — Byggingafulltrúinn skal annast teikningar fyrir bæinn, lóðamælingar, eftirlit með byggingum, skipulagsmál, eldfæraeftirlit og tæknilegar leiðbein- ingar. Nánari upplýsingar um störf og launakjör, gefur undirrit- aður. Siglufirði, 15. júní 1955. BÆJABSTJÓKINN Söltunarstöð til leigu Leigutilboð óskast í söltunarstöð vora svokallaða Tangar- stöð, nú í sumar. — Tilboðum sé skilað fyrir 20. júní næstkom- andi. SÍLDARVERKSMIÐJAN RAUÐKA Allskonar vörur Matvörur, hreinlætisvörur, búsáliöld, lilífðarföt, vinnuföt, nærföt sokkar og ýmislegt fleira fyrir konur, karla og börn. ★ Sendum heim alla daga. ★ VERZLUNARFÉLAG SIGLUFJARÐAR Verztanr athugið! Ávallt fyrirliggjandi allar tegundir af bökunardropum. ★ Nýkomið mikið úrval af ilmvötnum. ★ Ennfremur pólitúr, 3 litir. ÁFENGISÚTSALAN, Siglufirði. Nýkomið: Mjög smekklegar dyramottur, gólfbón og allskonar hreinlætisvörur. Allskonar nauðsynjavörur ávallt fyrirliggjandi. Athugið verð og vörugæði áður en þið gerið innkaupin. EYRARBtlÐIN — Aðalgötu 22. Það er kunnara en frá þurfi að skýra hér, að fornir íslenzkir þjóð hættir til orðs og athafna, er sá orkugjafi, sem er undirstaða alls þess, sem nú má teljast til ís- lenzkrar menningar og framfara. Hin erlendu áhrif á tækni og, umfram allt, hugsunarhátt þjóð- arinnar á síðustu tveimur—þrem- ur áratugum, verða ekki rædd hér. En hins skal freistað, að leiða athygli manna að því, að glati þjóðin öllum tengslum við forna háttu og erfðagrónar lífsvenjur, hvort er vera kann í andlegum eða verklegum skilningi, þá stend- ur hún á feigs manns fótum, og verður aldrei annað en skuggi sjálfrar sín. íslendingar hafa furðulengi spyrnt við fótum og sýnt meira viðnámsþrek gegn menningarlegri glötun, en allar sambærilegar smá þjóðir á norðurhjara heims, en þetta er fyrst og fremst að þakka geymd íslenzkrar alþýðu á afrek og þrótt hins elzta kynstofns og sagna þeirra, er löngu gleymdir listamenn skópu um athafnir þeirra og örlög, og hafa um marg- ar aldir lýst sem leiftrandi vitar um andlega menningu og ódrep- andi viðnámsþrek hinnar óbreyttu íslenzku alþýðu. Hér var ætlunin að ræða um það, hvað gera ætti og mætti til að vernda og safna menningar- legum verðmætum Siglufjarðar, því vafalaust á hann sína sögu eins og önnur byggðarlög þessa lands, og ef til vill þeim mun merkari, sem Siglufjarðarhérað hefur verið flestum öðrum af- skekktara og ókunnara en aðrar sveitir Islands. En allir þeir ,er hér hafa alizt upp, eða festa hér rætur, unna byggðinni, firðinum litla, mikið og fölskvalaust. Þessvegna væri ekki úr vegi, að þeir, sem teljast Siglfirðingar, vildu eitthvað af mörkum leggja til að halda uppi heiðri hans. En þetta mun verða ærinn starfi og tímafrekur, en þó ekki, ef allir verða samtaka og allir vinna að sama marki. 1. Hér þarf að komast á byggðasafn, er sýni menn- ingar- og atvinnuþróun Siglu- fjarðar. Það má framkvæma með tiltölulega litlum kostn- aði. 2. Hér þarf að vinna ötullega að söfnun til sögu héraðsins. Það mun að vísu verða ærið ÍBÚATALA SIGLUFJARÐAR (Framhald af 1. síðu) ísafjörður ....... 2.700 Húsavík .......... 1.333 Neskaupstaður .... 1.303 Sauðárkrókur ..... 1.059 Ólafsfjörður ....... 917 Seyðisfjörður ...... 717 mikið starf og kosta nokkurt fé, en þó ekki meira, en nú er lagt til ýmiskonar starf- semi, sem minna menningar- gildi hefur. 3. í því sambandi þarf að skrá sögu einstakra menningar- stofnana bæjarins, sem sann- arlega hafa lyft honum til nokkurs þroska. 4. Hér þarf að halda sýningu sögulegs eðlis um þróun and- legs og verklegs lífs, og ætti að vera létt verk að afla efnis til hennar ef góður vilji er fyrir hendi og almennur áhugi. 5. Hér þarf að safna myndum sögulegra staða og merkra manna, er gert hafa garðinn frægann á einhvern hátt. 6. Hér þarf að safna sönnum sögnum um merka menn, — hraustmenni og kynlega kvisti svo og staðarlegum þjóðsögn- um, og sögnum um merka sögulega atburði. 7. Hér þarf að hefja skipulags- bundna upptöku radda þekktra merkismanna, svo og kynlegra manna, sem þó hafa til síns ágætis nokkuð, svo og allra embættismanna og bæj- arfulltrúa og margra fleiri. 8. Hér þarf að skrá sögu leik- starfsemi staðarins og taka upp á segulbönd þætti frá henni o.fl. þesskonar. 9. Hér þarf að safna í eitt sýnishorni af kveðskap Sigl- firðinga að fornu og nýju. 10. Það þarf að fá sérfróðan náttúrufræðing til að skrá jarðfræðisögu héraðsins og menn til að endurbæta þá ör- nefnasöfnun, sem til er og til- efni til örnefnanna svo sem unnt er. ( Margt er enn ótalið, sem hægt væri að gera og þyrfti að gera til að hefja Siglufjörð upp úr þeim andlega doða og menn- ingardrunga, sem einkennt hefur héraðið. og það má um fram allt ekki hlífast við því, að benda á ýmislegt, sem valdið hefur sinnu- leysinu í þessu efni, því þó að margt sé á huldu um ýmsar heim- ildir, þá eru þar þó margar næsta nærtækar, hvort sem átt hefir hlut að almenningur eða einstakl- ingar. Siglfirðingum mætti þeim mun fremur að hlaupa kapp í kinn um sögulega söfnun sinna andlegu og verklegu verðmæta, þar sem nágrannahéruð hans hafa á hinn myndarlegasta hátt hafizt handa um slíkt, enda þótt þau eigi að fornu og nýju hinar merki- legustu heimildir og skráða sögu um fortíð og nútíð. Það er nógu smáum augum litið á þetta fríða og björgulega hérað til þess, að Siglfirðingar gætu rumskað við og reynt að reka af sér sliðru- orðið. Hér hafa frá öndverðu búið og býr enn margt öndvegismanna, sem hvergi standa höllum fæti í samanburði við ágætisfólk annarra héraða ef hafizt yrði handa til að rétta hlut þess. Það er meira en mál til þess komið, og mætti verða af því ófyrirsjáanlega góður árangur ef ósleitilega er að unnið af skipulegri forsjá og fyrirhyggju. Má vera að þessi mál verði rædd betur hér í blaðinu áður langt líður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þ. RAGNAR JÓNASSON Afgreiðsla: Friðrik Stefánsson A Siglufjarðarprentsmiðja h.f.

x

Þytur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þytur
https://timarit.is/publication/425

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.