Good-Templar - 01.06.1902, Blaðsíða 1
GOOO-TEMPLAB
BLAD STÓR-STÍJKU ÍSLANDS
A F
I. 0. G. T.
VI. AllG.
REYKJAVÍK, JÚNÍ 1902.
6. BLAÐ.
Bindindismanna-söng’ur
eftir
br. Friðrik Guðmundsson
24. nóv. 1901.
Vor hugsjón er fögur og háleit og rétt.
Vor' hugsjón á „Framtiður* starfsmark er sett.
Vor hugsjón er samvaxin ættjarðarást,
Sem aldrei til mannheilla-framsóknar brást.
Vor ætlun og vilji er ákveðið starf,
Og áhuga, varhygð og mannkærleik þarf
Hver einasti að sýna á samvinnu leið,
Og svo verður heiidinni framkvæmdin greið.
Vort félag er lítið og fámennt, en þó
Ef fastur er áhugi og viðleitni nóg,
Þá vimium vér þjóðinni verulegt gagn
Og víðfrægjum Reglunnar framkvæmdar-magn.
Og störf okkar séu með laginni lund,
Með lipurð og einlægni á sérhverri stund,
Að innræta þjóðinni óvildar-geð
Á áhrifum vínsins og böli þess með.
Og störf okkar séu með staðfastri lund
Að styðja hvert annað með hjálpfúsri mund,
Með þolgóðri samvinnu, huga og hönd
Að herja á Bakkusar ofdrykkju lönd.