Good-Templar - 01.06.1902, Blaðsíða 11

Good-Templar - 01.06.1902, Blaðsíða 11
71 hann inun heldur ekki daufheyrast, ef þér biðjið alvarlega og með fullu trausti fyrir manninum yðar. Látið ekki synd og sorg byrgja svo gluggann, að þér sjáið ekki náðarsól guðs. Hann elskar einnig drykkjumannipn og konu hans.------Hérna eru nokkur rit, sem þér ættuð að lesa, en lesið umfram alt ritn- inguna. Verið þér sælar. Drottinn biessi yður“. Að svo mæltu fór komumaður leiðar sinnar, en Anna grét beisklega og haíði upp fyrir niunni sér: „Ó, ætli það sé satt, að guð elski mig og aumingja manninn minn?*' Alt til þessa tima hafði Anna hugsað litið um andleg efni; henni þótti svo sem sjálfsagt að hún yrði sáluhólpin „eins og aðrir", því að bæði hefði Kristur dáið til að frelsa mennina og svo reyndi hún að breyta svo vel sem hún gæti komið við. Þannig hugsaði hún þá sjaldan henni datt nokkuð þess háttar í hug. En nú, þegar hún fór að hugsa um sáluhjálp sina i fullri alvöru, brast þetta eins og fúaspítui-, af þvi að það hafði ekki verið annað en dauðar hugmyndir. Þvi fór fjarri að hún hefði nokkurn tima verið viss um sáluhjálp sína, nú fanst henni tvísýnt hvort hún gæti orðið það nokkurn tíma, hvort hún gæti með ailar sinar syndir komist í lifandi samband við heilagan guð; en þá tók hún ritninguna, sem móðir hennar hafði geflð henni í fermingargjöf — og alt t.il þessa hafði legið ónotuð eins og gamall menjagripur, sem vissast ■ er að liafa ekki hönd á, — og þá sá hún, að vegurinn til guðs byrjar á Golgat.a, og að hann, sem er þar með útbreiddan faðminn, rekur engan frá sér, sem krýpur við krossinn með einlægri auð.mýkt og lifandi.trú eftir að komast á veginn. Hún varð oft andvaka og bað þá fyrir manni sínum með bænar andvörpum deyjandi manns, en eftir nokkrar vikur var baráttan á énda ' og náð guðs búin að sigra allan ótta hennar og eíasemdir. Hún trúði guðs orði og trúði guði alveg fyrir sér — og var nú alveg viss um að Kristur sagði einnig við hana: „Dóttir, syndir þinar eru þér fyrirgefnar". (Niðuii. næst).

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.