Muninn - 17.04.1931, Page 3
,M U NIN N
3
cinskis svífst, þegar um leikni hans
er að tefla. Stríðsfögnuður er kost-
ur hermanns, hættulegur eiginleiki
íoringja og tvímælalaus glæpur af
stjórnmálamanni.
Vegsamendur styrjalda tala til
hinna lægstu hvata, hvort sem þeir
eru siðameistarar (moralists) eða
aettjarðarsinnar (patriots). Pá skortir
jafnt göfugan hugsunarhátt sem ó-
brjálaða skynsemi, því að sigur í
ðfriði er unninn með manndrápum,
vitfirringsæði og hverskyns glæpum.
Hernaðarhvötin er grimm. Henni
verður ekki hlýtt, nema öðrum sé
búið mein. Slíkir árekstrar í sið-
ferðilegum efnum eru frumsynd
náttúrunnar, og af þeim stafar allt
böl. Sá, sem gleðst af ósigri annara
eða jafnvel sjálfs sín, stuðlar mjög að
aukning slikra vandræða. Hann
krefst þess, að anað sé út í hætt-
una, rétt eins og fíflið, sem lætur
skeika að sköpuðu í hvívetna. Sú
illa tilhneiging, að fagna óförum
annarra, er ekki fjærri mannlegu eðli,
og að fagna eigin óförum, þótt fá-
sinna sé, virðist ekki óhugsanlegt.
Ur þessum dimmu djúpum þarf
tnannlegt eðli að brjóta sér leið inn
* lönd Ijóssins.
(Þýtt úr ensku.)
Latína.
(Niðurlag.)
Náttúrufræðin hefir mest mennta-
gildi allra námsgreina fyrir almenn-
«ng.
Ólafur segir að þeir, sem hætta
uámi að loknu stúdentsprófi, hafi
alltaf gagn og gaman af lestri er-
íendra bókmennta, en aftur á móti
hafi þeir engin not af náttúrufræði
og stærðfræði. Hið fyrra er rétt
cn hið síðara ekki. Hversu mikið
getur sá ekki lesið á hina opnu
bók náttúrunnar, sem þekkingu
hefur til þess?
Ólafur þorir ekki að ráðast á efna-
traeði og eðlisfræði, enda er hann
*vo hygginn, að hann veit að
gagnslaust er að hefja árás á þær
fræðigreinar, sem mannkynið á næst-
um alla sína þróun að þakka.
Með aðstoð þessara fræða hafa
hugvitsmennirnir gert ótal upp-
fyndingar og tamið náttúruöflin
mönnunum til gagns.
Ólafur lýkur máli sínu með þeirri
ályktun, að stærðfræðideild sé hér
óþðrf. Þær ástæður færir hann fyrir
því, að brátt komi á fót heimavist
við Menntaskólann í Reykjavík og
verði þá eins ódýrt að lifa þar og
hér. En það er ástæðulaust að halda
slíkt, þar eð sárfáir nemendur í þeim
skóla eru búsettir utan Reykjavíkur.
Hann segir ennfremur, að ekki sé
útlit fyrir, að þurfi að skipta fram-
haldsdeildinni hér á næstu árum.
Það er ekki rétt, því að nú lítur út
fyrir, að ekki verði vanþörf á að
skipta 4. bekk næsta vetur, ef hægt
væri.
Hann segir einnig, að hægt sé
að vanda meira til einnar stærð-
fræðideildar en tveggja, að kennara-
liði og áhöldum. Þá væri líka betra
að- hafa aðeins eina máladeild, því
að þá væri völ betra kennaraliðs.
En eg hygg að eitthvað annað
verði heldur til fyrirstöðu en skort-
ur kennara. •
Ólafur segir: »AðalhIutverk norð-
lenzka menntaskólans á að vera að
veita almenna menntun, ekki sér-
menntun«. Þessu er eg sammála.
Hann á að veita sem allra víðtæk-
asta menntun í sem flestum gagn-
legum, þroskandi fræðum. En til
þess verður hann að breytast frá
þvf, sem nú er. Menntadeildin hér
veitir næstum einvörðungu fræðslu
í málum og sögu, en útilokar allar
lifandi, sígildar námsgreinar, sem
vísindin byggjast á. Reynsla síð-
ustu ára sýnir og sannar, að dauðu
málin eru að víkja, en lifandi vís-
indagreinar koma í þeirra stað.
Niður með Latínuna en lifi nátt-
úru- og stærðfræðivísindin.
Halldór Pálsson.
Eod (innst vörn i málinu.
Halldór Þálsson hefir fundið hvöt
hjá sér til að svara nokkru athuga-
semdum þeim, sem eg gerði við
fyrri latínugrein hans. Þó að Hall-
dór komi nú víða við í þessari grein
sinni, verð ég að láta mér nægja
að svara henni aðeins stuttlega, þar
sem rúm er takmarkað. Ég mun
hér nær eingöngu ræða stærstu at-
riðin, sem okkur ber á milli, en
sleppa að mestu aukaatriðum. Tvð
þeirra get ég þó ekki stillt mig um
að minnast á. Halldór telur latin-
una engu fremur lifa í málum þeim
sem komin eru af henni en for-
mæðurnar í niðjum sínum. Ef líkja
á saman máli og lifandi veru, yrði
það helzt á þá leið, að stofn orðsins -
væri líkami þess, merkingin sál þess
en beygingarendingar og annað slíkt
búningur þess. Nú halda latnesk
orð venjulega óbreyttum stofni og
merkingu, er þau koma í nýju mál-
in, en ,hlíta öðrum beygingarlög-
málum. En enginn myndi leyfa sér
að segja, að ekki væri annar mun-
ur á Halldóri og langömmu hans,
en sá, að Halldór væri öðruvísi bú-
inn. Um skildagatíðirnar vil égtaka
það fram, ef Halldóri er þaó ekki
kunnugt áður, að íslenzkan getur að
skaðlausu án þeirra verið, með því
að nota aðeins einfaldann viðteng-
ingarhátt. En væri latínan jafn full-
komin, ef t. d. Ablativus vantaðií;
Nú kem ég að mikilvægasta atrið-
inu í deilu okkar Halldórs, hvort
latínunám eða málanám yfirleitt sé
almenningi gagnlegra en stærðfræði-
og náttúrufræðinám. Til náttúru-
fræða vil ég telja efna- og eðlis-
fræði, þær greinar hefur Halldór
svo upp til skýja, að hann telur,
að mannkynið eigi þeim alla sfna
þróun að þakka. Mér er nær að
halda, að sögukunnátta hans sé far-
in að rykfalla ásamt námsbókum
hans. Einhverntíma hefir honum
verið það kunnugt, að mannlegur
andi flaug hærra í ýmsum greinum