Muninn - 17.04.1931, Page 4
4
MUNINN
bókmennta og lista löngu fyrir daga
Oaliteis, Lavoisiers ogjúliusar Pet-
ersens, en hann flýgur nú. Ég hefi
aldrei sagt, að það væri andlaust
nám að nema um lifnaðarháttu dýra.
En fræði þau, sem ég hefi numið
hér í framhaldsdeildinni um bygg-
ingu dýra, mun ég ávalt telja yfrið
andsnauð. Halldór dásamar það, hve
mikið sá ætti að geta lesið á hina
»opnu bók náttúrunnar*, sem þekk-
ingu hefir til þess. Með þessum
náttúrubókalestri hlýtur hann að
eiga við það, að nokkur þekking sé
nauðsynleg til þess að geta athugað
náttúruna, notið fegurðar hennar og
stórfengleiks, kynnt sér hið fjöl-
breytta líf, sem í henni hrærist og
numið af þvf. Sú »þekking<, sem
hann hér á við, hlýtur að vera hin
æðri náttúrufræði sem kennd er í
stærðfræðideildinni, því um hana
var deilt. Með öðrum orðum, menn
verða að þekkja byggingu og
innsta eðli alls, sem þeir eiga að
geta notið og numið af.
Eftir þessu fá menn ekki fyllilega
notið fegurðar blómanna, nema þeir
viti af hvaða frumefnum þau eru
gerð, ekki söngs fuglanna, nema
þeir viti hvernig röddin myndast,
ekki fegurðar fjallanna, nema þeir
þekki bergtegundirnar i þeim og
gott ef menn geta notið kvenlegrar
fegurðar til fulls, nema þeir viti
hve mikinn fluor eða fosfor drott-
inn hefir þurft í það listasmíði.
Nei, i fávizku minni ætla eg, að
menn þurfi ekki að læra að stafa á
>náttúrubókina< f >Helgakverinu<
siðara eða annari slfkri bók til að
vérða sæmilega stautfærir á hana.
Ólærði maðurinn, sem með athygli
hefir kynnt sér náttúruna og fjöl-
breytni hennar, og af eigin reynd
þekkir dýralifið, hefir numið miklu
meira en hinn, sem hefir ætlað sér
að sækja samskonar fróðleik í þurrar
efnafræðiformúlur og numið utanað
útlimafjöldann á hverju skorkvikindi.
Ég vil að lokum benda á það,
að latfnan og önnur mál eru lykill-
inn að dýrmætustu fjárhirzlum, sem
mannkynið hefir nokkru sinni safn-
að í, þar sem fólginn er sá and-
legi auður er bókmenntir nefnast.
Hver sem öðlast lykilinn að fjár-
hirzlum þeim, getur fengið þar
gnægð sina, en þó skilið þær öðr-
um eftir jafnfullar. Pekking í sögu
og bókmenntum gera menn færari
til að lifa í hvaða stöðu sem þeir
svo standa. Hún glðggvar skilning-
inn á sálarlifi manna, kostum
þeirra og brestum, lífsbaráttu þeirra
og tilfinningum. Með mönnum lif-
um við allir og skilningur á manns-
sálinni er okkur öllum nauðsynlegur.
Pessvegna eiga málin að skipa önd-
vegissessinn í öllum almennum fram-
haldsskólum. Stærðfræðin er aftur
á móti ein hinna mörgu greina, er
mannsandinn hefir búið til. Nokkur
þekking í henni er öllum nauðsyn-
leg, en æðra stærðfræðinám getur
aldrei haft jákvætt gildi fyrir aðra
en þá, sem gæddir eru sérlegum
áhuga á þeim fræðum. En land og
þjóð hefir áreiðanlega í nánustu
framtíð ekki þörf fyrir fleiri sér-
fræðinga í stærðfræðilegum greinum,
en stærðfræðideildin í Reykjavík
kemst yfir að útskrifa
Ölaíur Björnsson.
77/ uppfyllingar.
Hún mænir hingað meðaumkunar-
augum,
og minnist þess að eg á hjartasorg.
Já, þarna eru hjartagæði í haugum,
og hugulsemin efst í þankaborg.
Eg er af hennar augnaráði bundinn,
og innst í hjarta vaknar gömul þrá,
en sömu augum horfin hún á
hundinn,
sem hleypur þarna svangur til og
frá.
Hún klappar seppa, kollinn strýkur
blakka.
Ó, konuástin, dýrleg gjöf það er!
Eg smelli í góminn færi mig í frakka
og fer áður en klappað verður mér.
A.
r
Oður til efsta bekkjan
Nú tengjum bræður hönd við hönd
og horfum fram á veginn.
Par skína ykkar óskalönd
svo iðgræn sólskinsmegin.
Við aftanbjarmans blfða skin
er bezt að kveðja gamlan vin.
»Ó jerum, jerum, jerum
ó quae mutatio rerum<.
Pótt hverfi sól við sundin blá
og svalan blási um vanga,
þá fornra daga minnast má
þar munablómin anga.
í barmi geymið æskueld,
sem yljar fram á hinnsta kveld
»Ó jerum, jerum, jerum
ó quae mutatio rerum«.
Karl Isfeld.
Inga litla.
(Oustav Fröding).
Syngdu, Inga litla, sðnginn fyrir mig
því sál mín reikar döpur um
æfinnar stig
— mitt sinni er svo einmana í
sorgum.
Syngdu Inga litla sönginn fyrir mig.
það svalar, huggar, friðar, að
hlusta á þig.
— Pað tendrar Ijós í lífsins
skuggaborgum..
Syngdu Inga litla, syngdu fyrir mig,
Mitt hálfa konungsríki er aðeins
fyrir þig
og auðæfin og allar mfnar borgir.
En kærleikur eru’ auðæfin i hverri
minni borg
og hálfa konungsríkið er hluti af
minni sorg.
Seg Inga Iitla, ertu hrædd við
sorgir?
(Lausl. þýtt).
Karl Strand.
Ak. Prentsmiðja Odds Bjömssonar 1931