Muninn - 10.05.1944, Side 1
Útgefandi:
Málfundafélagið
„H U G I N N“
M. A.
MUNINN
Ritstjóm:
Brynjólfur Sveinsson
Gunnar Finnbogason
Gunnar Sigurðsson
16. árgangur
*
Akureyii, miðvikudaginn 10. maí 1944.
6. tölublað.
i
)
f
f
Sumarkveðja.
I.
„Vorið er komið og grundirnar
gróa“. — Já, loksins, eftir langan,
kaldan og dapurlegan vetur er vorið
komið til okkar yfir sollin höf og sval-
ar unnir, sunnan úr bjartari og feg-
urri heimi, til þess að hugga og græða
sár og sviða — sár, sem blætt hafa í
mannheimi á hinum dimmu vetrar-
dögum — sviða, sem níst hefir hör-
und og hjarta á köldum skammdegis-
nóttum. Margt tárvott augað hefir
mænt dag eftir dag í sólarátt, meðan
hagl og héla huldi holt og hæðir.
Margur fölur vangi hefir þráð hlýja
vorgoluna, og margt kalsárið hefir
sviðið sökum skorts á yl til að mýkja
og græða. Og vissan um það, að ein-
hvern tíma risi bjartari dagur, hefir á
öllum tímum verið huggun og harma-
léttir þúsunda og aftur þúsunda
þreyttra jarðarbarna, því að þegar
öll kurl koma til grafar, erum við öll
börn sumars og sólar, sem óttumst
flöktandi skugga, hrím og hélu.
Og nú er vorið komið, lífgjafi alls,
sem hrærist, huggari allra, sem þjást
og harma, græðari benja og blóðugra
unda, gleði hinna ungu og náðargjöf
hinna öldnu, til að lífga kulnaðar
glæður og létta þungri byrði af
þreyttum herðum.
Ég veit, að margt hefir tekið breyt-
ingum, frá því að síðastliðið sumar
kvaddi oss og leið á brott út í skaut
aldanna, því að allt er breytingum
undirorpið og til er það, sem nefnist
hverflyndi hamingjunnar.
Margir þeir, sem horfðu tregandi
augum á sólina lækka á lofti og
hverfa að lokum, fengu aldrei að |
fagna sólarupprás framar. Augu
þeirra brustu, áður en geislar hækk-
andi sólar fengu að gera bjart fyrir
þeim, og þeir voru fluttir úr hnípinni
veröld, kaldri og dimmri, vonandi til
þeirra landa, þar sem sólin lækkar
aldrei á lofti og þar sem kuldi og
myrkur þekkjast ekki — samkvæmt
barnatrú vorri.
Þannig mætti telja lengi — lengi.
Alltaf bíða fleiri og færri fingraför
hins miskunnarlausa vetrar sumars-
ins til að þurrka út og afmá.
Nú, þegar sólargeislarnir glampa á
gluggana okkar, þegar blíður sunn-
anandvarinn strýkur vanga vora,
þegar hinir suðrænu vinir okkar —
farfuglarnir — koma og bjóða okk-
ur gleðilegt sumar og þegar jörðin
klæðist hinum græna, lifandi skrúða
sínum, tökum við saman pjönkur
okkar, kveðjum skóla vorn og höld-
um af stað, og braut okkar ljómar í
hillingum framtíðardraumanna. —
Sumir hverfa heim til föðurhúsanna
eftir alllanga útilegu, en eigi harða,
aðrir fara eitthvað út í buskann til
að herja í víking, þar sem vánligast er
til fanga. En hvert sem fleyið ber oss,
þá eigum við öll, þá sameiginlegu
ákvörðun, sem er sú að hagnýta sem
bezt þann bjargræðistíma, sem í
hönd fer. Því ber ekki að neita, að
sumarið er mörgum, ef ekki all-flest-
um, erfiður vinnutími. Á þeim tíma
er hverjum manni ætlað að afla þess
auðs og þeirra vista, sem veturinn
kann að éta upp, þegar hans tími
kemur.
En hver vill ekki frekar vinna frá
morgni til kvölds á björtum sumar-
degi, meðan sólin vermir, fuglarnir
syngja og friður og blíða ríkir, heldur
en að sitja aðgerðalaus innan við hél-
aða glugga, meðan frost og gaddur
ríkja og allt er snævi hulið?
Þess vegna er það, að við fögnum
komu sumarsins og hlökkum til henn-
ar, þess vegna er það, að við syngj-
I um af hjarta:
„Ó, blessuð vertu, sumarsól,
sem sveipar gulli dal og hól“.
Þetta er andvarp, sem líður frá
brjóstum okkar, bæn um huggun og
hlé gegn hagli og hreti vetrarins, því
að:
„Gangirðu undir, gerist kalt
þá grætur þig líka allt“.
Þess vegna er það, að vér fögnum
komu sumarsins. Okkur finnst ein-
hvern veginn eins og við komumst á
þeim tíma einna næst takmarki vona
vorra. Þótt reyndar margir þeir séu
til, sem virðast' hafa fæðzt undir
þeirri óhappastjörnu, að aldrei skyldu
þeir ná því takmarki, nema þá í
draumum sínum.
II.
Þótt oft hafi verið ömurleg aðkoma
fyrir sumarið hjá oss mönnunum, þá
hefir þó sjaldan beðið þess jafn mik-
ið hlutverk og nú til að hugga og
hjúkra og til að græða og mýkja. —
Sjaldan hefir annað eins myrkur
grúft yfir mannabyggðum og nú, alls
staðar berst að eyrum okkar vopna-
gnýr, grátur og gnístran tanna. Hvert
sem augað lítur, er fátt eitt annað að
sjá en rjúkandi rústir og mannkyn í
sárum. Blóð saklausra litar haf og
hauður, bölvun rignir yfir saklausar
þjóðir. Ragnarök virðast óðum nálg-
ast. Þj áningarstunur stíga til himins,
og bænarandvörp krjúpa við fótskör
hins almáttka um miskunn og mildi
í stað þeirrar grimmdar og þeirra vít-
isafla, sem öll jörðin stynur undir.
Vor! Boðberi friðar og birtu meðal
mannanna barna. Veittu yl og hlýju
inn í mannleg hjörtu. Útrýmdu kala
og nepju, svo að þar dafni og skjóti
frjóöngum, vísir til mildi og mann-
úðar. Þerraðu sorgartárin, sem drop-
ið hafa heit og höfug, og kenndu hin-
um grátnu að brosa gegnum tárin.
Bentu þeim á hið fagra land vona
sinna, sem liggur sveipað sólarljóma
og sumarskrauti. Láttu mildan blæ-
inn hvísla huggunarorð í eyru þeirra,
sem veturinn hefir lagt undir sig með
fargi sínu. Mildaðu hugi og hjörtu
þeirra, sem kólnað hafa og harðnað í
hríðum lífsins, þíddu freðna strengi,
bræddu klakaböndin og leystu viðjar
og höft liðins vetrar.
Sumar! Tími vaxtar og þroska.
Flyttu þeim, sem þjást og harma, frið
og huggun á hinum kyrrlátu, björtu
kveldum þínum. Færðu hinum
þreyttu hljóðláta hvíld frá önnum og