Muninn

Árgangur

Muninn - 10.05.1944, Blaðsíða 5

Muninn - 10.05.1944, Blaðsíða 5
MUNINN 5 f ber einnig að berjast gegn tóbaks- nautn æskumannsins eins og áfengis- nautninni. En aðalbölið og erfiðleikarnir, sem kennarar og aðrir leiðendur æskunn- ar eiga við að stríða, er áfengisnautn æskunnar. Það virðist vera þegjandi samþykki margra (fáfróðra) manna, að ekki sé hægt að skemmta sér á dansleik og öðrum skemmtunum nema neyta áfengis. En þú, ungi mað- ur, verður að skilja það, að maður- inn er barn, á meðan hann er barn, og unglingurinn, á meðan hann er ungl- ingur, og fullorðinn maður, á meðan hann er fullorðinn, og eftir þessu á hver maður að haga líferni sínu. Það, sem barninu hæfir, hæfir ekki hinum fullorðna, og það, sem unglingnum hæfir, hæfir ekki hinum aldraða. Þess vegna þarf enginn að skammast sín fyrir að vera barn, á meðan hann er barn, og unglingur, á meðan hann er unglingur. Það er miklu fremur heimskulegt fyrir ungan mann að reyna að láta líta svo út, að hann sé fullorðinn maður. Og vér verðum að skilja, að hinum unga leyfist ekki það sama og hinum aldna. Júlíus Caesar getur um það í bók sinni „Bellum Gallicum", að hjá Germönum, sem voru þá frumstæðir og lítt siðaðir, hafi það þótt hin mesta hneisa að vera við kvenmann kenndur innan tvítugs. Getum vér þá ekki með allri vorri nútímatækni kennt æskulýðnum, að það sé skömm og svívirða fyrir hvern ungan mann að hafa verið undir áhrifum áfengis? En ef hægt er að útrýma áfengis- nautn æskunnar, þáermikiðunnið,og það tekst áreiðanlega fyrr eða síðar. Því er haldið fram, að margt æsku- manna taki að neyta áfengis á sam- komum vegna feimni og óframfærni, og sennilega er mikið rétt í þessu. En hvar er nú stolt og kjarkur afkom- enda hinna fornu og hraustu íslend- inga? Höfum vér misst allan hug og dug, eftir að vér fluttum úr torfbæj- unum og inn í steinhúsin? Þorum vér ekki að koma fram og mæla við ná- ungann, án þess að eiturlyf hafi blandazt blóðinu? Nei, hér er vissu- lega hægt að ala upp hrausta og heil- brigða æsku, ef rétt er að farið. Nú neitar enginn viti borinn mað- ur skaðsemi áfengis. En hvers vegna- drekka menn þá? Þetta er víð- tæk spurning, sem erfitt er að svara. Ég hygg, að segja megi, að flestir drekki af því, að þeir eru óánægðir með sjálfan sig. Þeir vilja breyta sér og verða meiri menn. En þetta fer á þann veg, að þeir breyta sér og verða minni menn. Sumir drekka til þess að gleyma sorgum sínum og raunum, en það er í rauninni lítilmannlegt að hopa af hinum mikla orrustuvelli lífsins og ganga svo inn í skuggann og hírast þar. En ég mun ekki ræða frekar um áfengisnautn manna al- mennt, heldur reyna að binda mig við áfengisnautn æskulýðsins og hvað beri að gera til þess að draga úr og útrýma henni. Bókleg fræðsla í þessum efnum virðist ekki gagna mikið. Vér höfum séð, að lengi hefir Bakkus átt miklu fylgi að fagna á meðal háskólastúdenta. Og vér skyld- um þó halda, að þar væri saman kom- inn hópur hinna bezt menntu og gáf- uðustu sona þjóðarinnar. Þeir hafa numið margar listir, ef til vill bæði fagrar og ófagrar. Þeir hafa haft góð tök á því að kynna sér líf mannsins í mismunandi myndum. Því skyldum vér ætla, að þeir síuðuþaðbeztaúrog reyndu svo að lifa sem næst fullkom- leikanum. En þetta er nú öðru nær, eins og allir vita. En hvað veldur? Finnst þeim lífið svo lítils virði, að það sé einskis vert að lifa því? Eða ætla þeir, að þeir megi leyfa sér meira vegna menntunar sinnar? Það er hæpið að finna nokkuð viðunandi svar. Ef til vill eru þeir orðnir leiðir á lærdómi og hafa týnt öllum áhuga- málum sínum og sjá ekki lengur feg- urð og unaðsleik lífsins. Það hlýtur að vera einhver meginorsök drykkju- skapar háskólastúdenta, því að þar er hjörðin all-einlit. Má í þessu sam- bandi minna á fund, sem Stúdenta- félag Reykjavíkur hélt í desember 1931. Þar bar Sigfús Sigurhjartarson, núverandi þingmaður, fram tillögu þess efnis, að stjóm Stúdentafélags- ins beitti sér fyrir öflugri bindindis- hreyfingu á meðal stúdenta og í skól- um landsins. En þessi tillaga var felld með 70 atkvæðum gegn 4. Þannig eru hinir íslenzku menntamenn, sem eiga að standa á verði gegn allri þjóð- arómenning íslendinga. Hvemig launa þeir þjóðinni uppeldi sitt? Hafa þeir steinhjarta, eða hví skilja þeir ekki, að þeir eiga að standa fremstir í flokki alls hins góða og fagra? Þegar barnið tekur að þroskast, nægja því ekki lengur kindahornin eða „dúkkurnar". Það er að vaxa upp og verða fullkominn maður, en eigi að síður þarfnast það skemmtana og ánægjustunda. Og það er mikils um vert ,að þær megi veita því gleði og unað, en þurfi ekki að skilja eftir hjá því djúp spor, sem það óskar, að það hefði aldrei stigið. Skemmtanir og alls konar leikar manna bera nú mjög svip Bakkusar. Það má áreiðanlega ætla, að hér sé um meinsemd eða galla í uppeldinu að ræða. Auðvitað verða k&nnarar og aðrir leiðendur unglinga og þá jafnframt löggjöfin að hafa forgöngu í því að vinna að meiri fræðslu og þá einkanlega að gera hana táknrænni og meira lifandi, þannig að hún sýni svart á hvítu skaðsemi áfengis. Hér mætti þá einn- ig styðjast við og nota kvikmyndir til leiðbeininga. Og ég ætla, að það beri að nota kvikmyndir meira en gert hefir verið til fræðslu og mennt- unar. Það er ekki rétt að hafa kvik- myndir einungis til skemmtunar og gamans, heldur eiga þær einnig að sýna oss hið raunverulega líf, svo að vér getum séð misbresti þess og ókosti til þess að bæta úr þeim og laga á all- an hátt. Ef hinir ráðandi menn, ásamt foreldrum og öðrum vandamönnum, leggjast á eitt og sameinast til þess að útrýma áfengisbölinu á meðal æskunnar, þá er mikið unnið. Þá verður auðveldara að fá æskuna til þess að leika sér og skemmta á heil- brigðan hátt. Því er ekki hægt að leyna, að íþróttaiðkanir og aðrar líkamsæfing- ar hafa hin hollustu áhrif á líf og uppeldi unglingsins. Og mig grunar, að þessu hafi ekki verið nógur gaum- ur gefinn, að minnsta kosti í sumum skólum landsins. Þegar æskumaður- inn iðkar íþróttir, sem honum fellur yfirleitt vel, þá skilst honum gildi og verðmæti heilsu sinnar, og það er ekkert, sem honum ber að varðveita betur en heilsan, Og það eru vissulega lí'tilfjörlegir meniý sem geta ekki fundið ánægju og yndi í því að ganga teinréttir með fögrum og mjúkum limaburði, heldur en að slarka og slaga sem örmagna menn með vín í kollinum. í bernsku minni vorum við krakk- arnir vön að hlakka til, þegar kenn- arinn kom, og þar með skólinn á

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.