Muninn

Årgang

Muninn - 01.05.1945, Side 5

Muninn - 01.05.1945, Side 5
MUNINN 37 Þegar Sveinn leggur málið þannig alveg í vald konungs, vill hann gera svo um að báðum líki vel. Finnur hann það bezt ráð að kaupa skipið af Halldóri. Hefði þá Halldór féð en Sveinn skipið. Þessi verða og málalok- in, að konungur kaupir skipið og geldur þegar allt verðið, nema hálfa mörk gulls. Líður svo fram itil vors, að ekki gerist í málinu. Um vorið býst Hall- dór til íslandsferðar, og bannar kon- ungur það eigi, en ekki geldur hann það, sem eftir var af skipsverðinu, þó að Halldór leiti eftir. Halldór lætur það þó eigi tefja brottbúnað sinn, en hugsar konungi þegjandi þörfina. Kvöld eiltt, er gott útlit var fyrir blásandi byr, og Halldór er albúinn brottferðar, á ekkert eftir, nema stíga Á skipsfjöl, heldur hann til konungs. Nú skal heimta skuld sína að fullu. Konungshjónin voru sofnuð, er Halldór bar að, en vöknuðu við há- reysitina, sem varð, er Halldór gekk al- ■voþnaður í svefnloft þeirra, „og spyr konungur, hver brjótist að þeim um uætur.“ „Hér er Halldór korninn og búinn til hafs, og kominn á byr, og er nú ráð að gjalda féð“.“ Konungur tel- ur það eigi hægt nú, en kveðst mundu greiða það að morgni. Eigi vill Hall- dór það og segist ekki skuli fara er- indisleysu í þetJta sinn. „„Kann ég og skap þitt, og veit ég, hversu þér mun líka þessi för mín og fjárheimta, hvégi (hversu) sem þú lætur nú. Mun ég lítt trúa þér liéðan frá, enda er ósýnt, að við finnumsit svo vilgis (mjög) oft, að mitt sé vænna, og skal nú neyta þess“.“ Halldór hefur gaman af að minna konung á, hver það sé, sem nú hafi valdið, en veit, að hann muni ekki kunna frá tíðindum að segja, ef þeir hittast afitur. Hann sér að drottning hefur hring vænan á hendi og biður konung fá sér, en konungur kveður vog vanta að vega hann. Hall- dór kveður það óþarfa, „„enda muntu tiú ekki prettunum við koma að sinni, og sel fram tíitt.“ Drottning mælti: „Fá honum hringinn, sem hann beiðir. Sér þú eigi,“ segir liún, „að hann stendur yfir þér uppi með vígahug“.“ „Virðist mér halurinn viðsjárlegur viðurtals um miðjar nætur“. Fékk drottning honum hringinn, en hann þakkar þeim báðum og biður þau vel að lifa. Snarast hann síðan út | til manna sinna. Biður hann þá hafa hraðann á og duga hver sem má, „ „því að ófús er ég að dvelja lengi í bæn- um“.“ Brugðu þeir skjótt við og hlaupa til skips, „og þegar vinda sum- ir upp segl, sumir eru að báti, sumir heimta upp akkeri, og bergst hver sem má“ — eða eins og Grímur Thomsen segir: „Undu upp segl og árar sveigðu, öldujó á hafi teygðu, og úr landsýn ört þeir flutu — í ósi Niðar lúðrar þutu.“ Kallar konungur saman lið sitt og hugðisit grípa Halldór, en fuglinn var floginn, áður hann fengi að gert. Sárt hefur konungi sviðið að fara slíka för fyrir Halldóri og ónýtt reyndist hon- um að reyna að pretta Halldór síðar, er hann sendi honum orð að koma til sín, sagðist engan ótigin mann í Nor- egi skyldi hærra seitja en hann. „Hall- dór svarar svo, er honum komu þessi orð „Ekki mun ég fara á fund Haralds konungs héðan af. Mun nú hafa hvor okkar það, sem fengið hefur. Mér er kunnugt skaplyndi hans. Veit ég gerla, að hann myndi það efna, sem hann hét, að setja engan mann hærra í Noregi en mig, ef ég kæmi á hans fund, því að hann myndi mig láta festa á hinn hæsta gálga, ef hann mætti ráða“.“ Skilnaður þeirra konungs og Hall- dórs er eitJt ljósasta dæmið um kjark Halldórs og snarræði. Sjálfsagt að tefla á tæpasta vaðið til þess að ná rétti sínum á Haraldi konungi. Undir niðri hefur honum hlegið hugur í brjósti við að geta gent konungi nokkrar glettur eftir þær svívirðingar, er konungur hafði gert honum, og vel mátti hann við una að lokum. Hann hélt svo á spilunum gegn konungi, að á sæmd hans hafði eigi fallið. Fáar sögur fara af Halldóri eftir að hann seittist að búi í Hiarðarholti, enda er þá eitt friðsamasta tímabil í sögu þjóðarinnar, hlé á undan ofviðri Sturlungaaldarinnar. Honum hefur farið líkt og Agli Skallagrimssyni, að hann hefur verið fáskiptinn um mál manna, enda líklega fáir viljað eiga það á hættu að gera eitíthvað á hluta hans. Menn hafa borið virðingu fyrir þessum víðförula og glæsilega höfð- | ingja, sem hafði svínbeygt Harald Noregskonung og sloppið óskaddaður. Allir hafa séð, að hér var enginn með- almaður á ferð. V. Halldór Snorrason er einn hinn fullkomnasti og fjölhæfasti maður, sem íslenzkar fornbókmenntir geyma mynd af. Hann uppfyllir allar þær skyldur, er þá gerðar voru til hetju á Norðurlöndum: Glæsilegur á velli, óbilandi kjarkur, manna bezJt siðaður, lét ekki hlut sinn fyrir neinum og síð- ast en ekki sízt mat sæmd sína framar öllu öðru. Laxdæla leggur Snorra goða, föður hans, þessi orð í munn: ,,.... er sá og nú minn sonur eigi hér á landi, er ég hygg, að þeim verði mestur maður, er Halldór er.“ í sama streng tekur Eyr- byggja. Mátti og Snorri vel við una þó að eigi ætti hann son, er fremri væri Halldóri. Halldóri svipar að ýmsu til Snorra föður síns, eins og fyrr er getið. Að öllu samanlögðu mun Halldór þó hafa verið maður meiri en Snorri, að Snorra alveg ólöstuðum. En hvað sem um Halldór rná segja til lofs eða lasts, verður því ekki neitað, að hann er einn þeirra stórmenna, er vor fá- menna íslenzka þjóð hefur alið. Svo mikið er víst, hvað sem annars er skáldskapur í frásögnunum um hann. Um sannleiksgildi lýsingar Hall- dórs, verður ekki rætt. Tilætlunin var aðeins að ræða um hann, eins og forn- ritin lýsa honum, því að sú lýsing er ein hin skarpasta, sem íslenzkar bók- menntir eiga. Ef þessi fáu orð mín gætu orðið til þess að vekja einhverja lesendur til umhugsunar og löngun til að kynna sér þessa og aðrar persónulýsingar ís- lenzkra fornrita, væri tilgangi þeirra náð. Þar eigum við óitæmandi f jársjóð handa hverjum þeim, er auðga vill anda sinn, hvort heldur er að fögru og þróttmiklu máli, fagurri hrynj- arrdi eða listrænum persónulýsingum. Allt þetta geymir annar þátturinn af Halldóri Snorrasyni.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.