Muninn

Årgang

Muninn - 01.05.1945, Side 7

Muninn - 01.05.1945, Side 7
MUNINN 39 •ég þar við, að það sé vafamál, að þau fái nokkru áorkað, svo að gagn verði .að iðkununum, en ég fyrirgef Tómasi, jþó að hann misskilji þetta (eða þá að hann vilji ekki skilja það), því að sök- um þess að hann fer með ósannindi á prenti, þá hefur hann líklega ekki mikið vit í kollinum, að eigin dómi. JÉg játa það, að ég skil ekki eitt atriði .hjá Tómasi, þar sem hann segir, að iþróttamótin séu heilbrigð skemmtun. Eg segi fyrir mig, að ég minnist jjess ekki, að mér hafi verið tilkynnt, eða ég hafi verið spurður álits á því, að Í.M.A. fengi brúttó-tekjur af einu leikkvöldi. Þó tel ég mig hafa ástæðu ct.il að álíta, að ég hafi haft sömu skyld- .ur og réttindi sem þau skólasystkini mín, sem unnu að þessu ásamt mér. Ekki veit ég, hvers konar menn J>að eiga að vera, sem Tómas álítur, að hafi ástæðu til að fárast yfir því, .að ekki séu til íþróttaleikföng, því að •ekki finnst honurn tilhlýðilegt, að ég geri það. En ég efast um, að margir hafi stundað handbolta og blak meira •en ég síðastliðið vor. Ég tók að vísu •ekki þátt í neinum mótum. Ég veit fá- ar skemmtanir heppilegri fyrir nem- <endur en einmitt handbolta og blak, >ög þykir mér því mjög leitt, ef ég og fleiri hafa ekki tækifæri til að iðka j>að. Tómas segir, að það sé rangt, að aðeins hafi verið til einn bolti í vor, Jjví að samkvæmt upplýsingum Karls ’Guðmundssonar hafi verið til sex leð- nr. Hvað telja þeir T. Á. og K. G. holta? Þarf ef til vill ekki annað en Teimina eina, til þess að þeir telji það ibolta? En til hvers er að eiga leður, ef stjórnin tímir ekki að kaupa blöðrur, -svo að hægt sé að nota þau? Tómas fullyrðir einnig, að hvorki hafi verið til boltar hér né í Reykjavík í fyrra. I»etta eru megnustu ósannindi. Það fengust boltar hér í fyrravetur, og ekki getur stjórnin borið því við, að hún hafi ekki vitað um það, því að ég benti •einum stjórnarmeðlim á boltana, en hann kvað enga peninga til að kaupa J>á fyrir. Þarna hefur því greinarhöfundur orðið ber að ósannindum, svo að menn geta af því séð, hve vönduð greinin er. KÁRI FRÁ HVOLI: Stríð. Það hefir verið valdhafanna draumur, — og virðist ekki sízt á okkar tíð — að færa ríkið út, um alllan heiminn, og af því hafa geisað fjölmörg stríð. Og til þess voru byggðogborgireyddar og blóði stökkt á ásýnd hafs og lands, að geta aukið yfirráðasvæðið í almættisins nafni og „foriingjans“. Því voru aftur eyðilagðir sigrar, sem aldagömlu striti tókst að ná. Því voru troðin undir fantsins fætur fjöldans ósk og lífsins vaxtarþrá. Hvers megna orð og hugsjón þeirra hrjáðu í heimi, þar sem réttlætið er smáð, og það, sem a'lltaf skiptiir mestu máli, er meira gull og stærri yfirráð? Og það er tæpast tekið þá til greina, að til er líka í þessum efnishéim önnur veröld víðra og merkra ríkja. Og vizka og þekkingdrottnayfirþeim. Og þar er auðlegð öllu fegri og betri og öllu gullli skærrii málm að fá. Og þar til frama og frægðareraðvinna og feikilegum sigrum unnt að ná. Og, til að vinna völd í andans heimi, það verður líka að heyja örðugt stríð. En sá er munur þess og hlinna, að það er til þarfa og bóta öllum heimsins lýð. YFIRLÝSING Vegna ummæla „Gríms hins stutta“ í þessu tölublaði Munins, viljum við undirritaðir.meðstjórnendurTómasar Árnasonar formanns Í.M.A., taka fram eftirfarandi: Við lýsum það hreina fjarstæðu, að Tómas hafi nokkru sinni ráðstafað eignum félagsins án samþykkis okkar. Enn fremur viljum við taka það fram, að við höfum aldrei orðið þess einræðisvilja varir hjá Tómasi Árna- syni, sem drepið er á í áðurnefndri grein. Virðingarfyllst, Sigurjón Jóhannesson. Ragnar Steinbergsson. Einar Árnason. Bragi Friðriksson. Lokaorð Með þessu blaði er lokið 17. árgangi Munins. Ritstjórnin vill ekki láta hjá líða að þakka öllum, sem lagt hafa lienni lið á liðnum vetri. Sérstaklega ber að þakka hr. prentsmiðjustjóra Sigurði O. Björnssyni og prenturun- um í Prentverki Odds Björnssonar fyrir ágæta samvinnu. Þeir hafa ekkert til sparað að gera blaðið sem bezt úr garði um allt, er varðaði prentun og pappír. Er Sigurður mikils hróss verð- ur fyrir að prenta blaðið á tímum, þegar svo mikið er að gera, að vart sér fram úr. Okkur er það vel ljóst, að blaðið hefur ekki verið svo vel úr garði gert, hvað efni varðar, sem æskilegt hefði verið. Má það furðulegt heita, að skóli, sem telur yfir 300 nemendur, skuli ekki geta haldið út litlu mánaðar- blaði, svo að ekki þurfi að kvarta yfir efni né frágangi. Það kemur varla fyrir, að komið sé með greinar til birtingar. Þvert á móti verður ritstjórnin að sníkja efniínæst- um hvern dálk, og veit sá einn, sem reynir, hversu skemmtilegt verk það er, og ekki er ætíð feitum hesti að ríða úr sníkjuferðum þeim. Á þessu þarf að ráða bót sem fyrst, ef ekki á að fara svo, að blaðið lognist von bráðar út af aftur, öllum góðum nemendum til skammar og skapraun- ar. Forráðamenn blaðsins á komandi árum verða að finna leið til þess, að Muninn verði nemendum Mennta- skólans á Akureyri til sóma. Hér skal að lokum bent á leið, sem hugsazt gæti að gæfi betri árangur en komið hefur í Ijós undanfarið, en það er að láta hvern bekk sjá um eitt blað. Ritstjórnin sæi þá um prentun og dreifingu blaðsins, en hver bekkur um efni. Með þessu móti væri hugsanlegt að skapa samkeppni milli bekkjanna um að gera blaðið sem bezt úr garði, og ég hygg, að betri árangur næðist á þennan hátt en nú hefur náðst. Gleðilegt sumar og þökk fyrir vet- urinn! F. h. ritstjórnar, Þórir Daníelsson frd Borgum.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.