Muninn - 01.05.1945, Page 8
40
MUNINN"
HREINN BENEDIKTSSON:
Mannlýsing.
(Stíll).
Haust. Miðnætti. Veðrið sæmilegt, ekki mjög
kalt, en nokkur gola, sem hafði aukizt um
kvöldið. Sívaxandi skýjafar á himninum.
Þetta kvöld var Guðmundur gamli á leið tit
dalinn, út í þorpið við fjörðinn. Hann var með
poka á bakinu, sem ýmiss konar dót var í, sem
liann hafði alltaf með sér. Hann var kominn
rctt út fyrir prestssetrið, sem stendur nokkuð
fyrir innan þorpið, er hann sér mann koma ríð-
andi á móti sér. Það var presturinn. Hann var
á leið heim utan úr þorpi. Hann þekkti Guð-
rnund þegar í stað, þó að Guðmundur ætti ekki
fremur heima í þessari sveit en annars staðar.
Hann var nefnilega hálfgerður flækingur og
mcsti vandræðamaður. Hann fór sveit úr sveit
og var stutt á hverjum stað, enda vildu fæstir
liafa hann. Hann var orðinn gamall. Oft gekk
hann bæ frá bæ með einhverjar fréttir og fékk
þá stundum kaffibolla eða jafnvel að borða, ef
svo stóð á. Annars náði hann sér oft í eitthvað
að horða að næturlagi, t. d. i ólokuðum geymsl-
um á bæjunum í sveitinni eða í þorpinu. Oft
I.í hann í hlöðum eða fjárhúsum eða í einhverj-
um skúr úti í þorpinu eða jafnvel úti i haga,
< f veður leyfði. — l’resturinn stöðvaði hestinn og
sieig af baki, er hann mætti Guðmundi:
„Gott kvöld," sagði Guðmundur.
„Góða kvöldið, Guðmundur minn,“ sagði
prestur, „hvert ert þú að halda núna?“
„Ég er nú bara að fara hérna út i þorpið,"
sa^ði Guðmundur.
„Jæja,“ sagði prestur; hann skildi, til hvers
Guðmundur ætlaði út í þorpið.
„Annars", hélt Guðmundur áfram, „ætlaði
ég nú jafnvel að skreppa hérna suður fyrir háls-
inn á morgun, suður að Hóli.“
,.Jæja,“ sagði prestur, „en hvaðan ertu annars
að koma?"
„Ég“, sagði Guðmundur, „ég kom hér vestan
■yfir heiði í gærkvöldi og var inn við Svartárfoss
í nótt."
„Einmitt það“, sagði prestur, „og var þér ekki
■kalt?"
„Oh, nei, nei,“ sagði Guðmundur, „maður er
nú orðinn svo vanur þessu. Annars held ég, að
ckki sé mikið að liggja úti í guðsgrænni náttúr-
unni svona eina og eina nótt, jafnvel þó að farið
sé að hausta."
„Það má nú vera,“ sagði prestur. „En viltu nú
ckki koma heim með mér og fá þér bita og vera
svo í nótt," ,
„O, blessaður presturinn," sagði Guðmundur,
„þakka þér kærlega fyrir."
Sjaldan var slíkt sem þetta mælt við Guð-
mund. Þeir gengu svo af stað til prestssetursins,
sem var þar skammt fyrir innan. Presturinn
tcymdi hestinn. Þeir töluðust ekki við á leiðinni.
Öðru hverju leit prestur á Guðmund til að virða
Iiann fyrir sér.
Hann var í brúnum fötum, skítugum og bætt-
um, og voru þau of stór á hans. Hann var ba'ði
lágur maður og grannur og illa vaxinn, með
lierðakistil og annar fóturinn styttri en hinn,
svo að hann hallaðist alltaf út í aðra hliðina,
þcgar hann gekk. Vegna þessa gengu fötin i
bylgjum utan á honum, eins og ef hreyft er við
illa úttroðnum heypoka. Hann var á slitnum,
íslenzkum skinnskóm. Voru þeir rifnir að fram-
an, og stóð táin þar fram úr, eins og brum, sem
er að sprengja af sér hlífarnar. Buxurnar hafði
hann brotið niður í sokkana að góðum, gömlum,
íslenzkum sið og bundið utan um með bandi,
fléttuðu úr hrosshári. Hann hafði auðsýnilega
vaðið yfir á, sem er þar skammt fyrir innan, því
að hann var blautur langt upp á kálfa, og vatn-
ið vall upp úr skónum við hvert spor. Hann var
með prjónaða kollu á höfðinu, sem bar vott um
verustað hans nóttina áður. Andlitið var ófrítt;
nefið stórt, með bungu og flatt að framan, eins
og sneitt hefði verið framan af því með saxi,
og ennið var lágt, og gægðist dökkgrár hárlubb-
inn þar niður undan húfukollunni. Kinnbeinin
voru framstæð og útstæð. Það var eins og vatn
hefði runnið um kinnar honum og smám sam-
an nagað eða sargað upp andlitið, en kinnbeinin
orðið eftir eins og klettar, af því að þau hefðu
verið úr harðara efni. Andlitið var rautt af
hretviðrum lífsins. Eitt og aðeins eitt var það,
sem þessi maður hafði fegurra en flestir aðrir
menn. Það voru augun. Þau voru eins og iðgræn,
blómstrandi vin í gróðurlausri eyðimörk. Þau
voru djúp, blá og tindrandi, og þegar maður
leit í þau, var eins og maður horfði hátt úr lofti
ofan í djúpt, lyggnt vatn á vetrardegi, þegar
jörðin er hvít og varla nokkurs staðar sér í svart
an blett. Einmitt nú voru þau óvenju dimmblá
við þessa daufu skímu, sem þau sáust í.
Er þeir komu heim að prestssetrinu, var
prestsfrúin enn á fótum og beið eftir presti með
mat. Var lagt á borð handa Guðmundi með
presti. Það var ekki oft, sem Guðmundur fékk
máltíð sem þessa. Síðan var honum fylgt yfir í
herbergið, sem hann átti að sofa i. Var það hin-
um megin við útidyraganginn, en stofan, sem
þeir höfðu setið í, öðrum megin. Þar hafði
prestsfrúin búið upp rúm handa honum og
komið inn með olíuvél til að hita svolítið upp.
Hann vissi ekki af hverju.Hannsettistuppárúm-
stokkinn, hallaði höfðinu áfram og sat þannig
dálitla stund. Síðan stóð hann upp og gekk út að
glugganum. Uti var veðrið svipað og um kvöldið,
en ef til vill örlitlu bjartara. Honum sýndist á
grasinu fyrir neðan gluggann, að golan myndi
vera ögn meiri. Skýjafar hafði aukizt. Hann gekk
aftur að rúminu, settist á stokkinn, hallaði höfð-
inu áfram og sat þannig dálitla stund. Síðan
lagði hann sig aftur út af. En hann gat ekki
sofnað. Honum leið illa. Ýmsar hugsanir brutust
fram í honum.
Hvað var hann eiginlega að leita á náðir ann-
arra manna? Höfðu þeir ekki alltaf verið honum
andstæðir í lífinu? Hann hafði, sem betur fer,
aldrei þurft að vera neitt upp á þá kominn og
samt lifað góðu lífi. Lífil Hvaða líf var það
eiginlega, sem hann hafði lifað? Jú, hann hafði
ráfað um, sveit úr sveit, sem útigangsrakki, lítils-
virtur og hæddur af öllum. Neil Blessaður prest-
urinn. Hann hafði boðið honum heim með sér
og gefið honuni mat og húsaskjól. Og prests-
frúin. Þessi inndæli matur. Hún hafði komið-
með olíuvél hér inn til hans, svo að allheitt var
orðið, er hann sofnaði. En hví gat hann ekki
sofið? Honum leið illa. Og hvernig hafði eigin-
lega verið farið með hann? Hann hafði verið
lítilsvirtur af öllum, og menn höfðu farið illa
með hann, jafnvel sigað á hann hundunum eða
rekið hann á dyr. Þessir menn!
Hann stóð upp, gekk út að glugganum og-
horfði út, gekk síðan aftur að stólnum, sem fötin
hans voru á, og fór að klæða sig. Er hann hafði-
lokið því, tók hann pokann sinn, gekk að hurð-
inni, opnaði hana, horfði fram á ganginn og
hlustaði. Ekkert hljóð heyrðist. Allir virtust vera
í fasta svefni. Hann lokaði hurðinni, gekk fram
forstofuganginn að útidyrahurðinni, opnaði
hana og fór út. Veðrið var svipað og um kvöldið,
en þó öllu meiri vindur. Hann gekk niður tröpp-
urnar, beint yfir garðinn, sem var í kringum
húsið, klifraði yfir girðinguna, gekk upp túniS
og út í móa. Þar lagði hann sig niður. Nú var
hann ánægður. Nú leið honum vel. Hann sofn-
aði fljótt og vel.
Á skammri stund skipast veður í lofti. Um
morguninn, þegar prestur vaknaði, var komið.
ofsarok og slydduhríð. Hann klæddi sig og fór
síðan að vitja um Guðmund.
„Hvað! Hvar er Guðmundur?" sagði prestur
allhátt, er hann opnaði herbergisdyrnar og
leit inn.
Prestsfrúin heyrði þetta og kom þjótandi.
„Hvar er maðurinn? Hvað getur eiginlega
hafa orðið af honum?"
l’restur tók kápu, setti upp húfu og gekk út.
Hann gekk upp túnið, upp í móana og þar til og
frá dálitla stund, þangað til hann kom auga 4
Guömund, þar sem hann hafði lagzt niður —
til hinnar hinztu hvíldar — með bros á vörunum.
LAUSNIR Á HUGRAUNUM
í SÍÐASTA BLAÐI
1. Sókrates.
2. 1) Suðurhafseyjaklasarnir (mis-
prentazt hafði KLSN fyrir KLAS),
2) stúdentaráðskosningar, 3) erki-
biskupsskósveinninn, 4) taparöxin^
6) rosabullurnar, 7) eljaragletturr
8) mannslíkaminn, 9) skopmynda-
teiknarinn, 10) slúðurberinn.
3. Árni á Á (bæjarnafn) á á (kind).
Á! á Árni á Á á?
4. 8 1 9 9 3 7
8 7 5 1 8
HITLER
Akureyri — Prentverk Odds Björnssonar — 1945