Muninn

Årgang

Muninn - 01.11.1945, Side 4

Muninn - 01.11.1945, Side 4
4 M U N I N 14 æskunnar nú á dögum, með ótal til- vitnunum í löngu liðinn tíma, þegar allt var á annan og betri veg o. s. frv. Árangurinn verður, að við espumst enn meira, og Jónas segir af miklum hita, að hann gleymi að taka sam- komuna með í reikninginn. En Bárð- ur er víst hættur að hugsa um skemmtanir, ef hann hefur þá nokk- urn tíma haft áhuga á slíku. Það hummar í honum, og hann er byrjað- ur að skírskota til horfinna alda, þeg- ar Jóhann Pétur kemur til sögunnar. Honum hefur tekizt með yfirnáttúr- legum hætti að mölva hrífuna sína af hausnum, og Bárður snýr að honum ævareiður. Annan eins grasasnahátt hefur hann ekki þekkt! Að mölva hrífu á sléttu túni! En það var svo sem hvað eftir öðru á þessum síðustu og verstu tímum. Og hann heldur heim á leið til þess að gera við hrífuna. Augnaþjónusta hefur alltaf verið mér fjarri skapi, (þó að ég segi sjálfur frá), en nú bregður svo við, að við fleygjum okkur niður, jafnskjótt og Bárður er úr augsýn. Ekkert hljóð rýf- ur svæfandi kyrrðina nema suðandi frá flugunum, sem halda sig að glóð- heiíum steinum framan í húsvegg. Þegar kveldar, færa þeir sig vestan á vegginn, og ég fer að öfunda flugurn- ar af því að geta alltaf verið sólarmeg- in í Iífinu. Við hefðum líklega allir sofnað, ef bifieið hefði ekki ekið með háværu urgi framhjá, eftir veginum, sem lá um túnið. Þetía var opin vörubifreið, og margt fólk stendur syngjandi og hlæj- ancli á pallinum. Það kallar til okkar og veifar. Auðvitað er það á leiðinni til skógarins, og við rennum sönnum pís’arvættaaugum á eftir bifreiðinni. Svo rprettum við á fætur og rifjum í ákafa til þess að reyna að svæfa hugs- anir okkar. Og Bárður verður glaður við, er hann kemur aftur, gleymir óh- ppi Jónasar og heldur sig hafa snúið okkur til betra lífs með fortöl- um sínum. En þar held ég, að hann hafi vaðið í villu. Alchei hefur önnur eins ógleði hel- tekið nokkra vinnu eins og þessa heyþurrkun. Aldrei hafa góð og ill mögn verið beðin eins heitt um rign- ingu, — og aldrei hef ég óskað þess jafnheitt og þá, að ég væri heima, þar sem enginn loðbrýndur hrepp- stjóri hafði yfir mér að segja.--- Tíminn sniglast áfram eins og blóð- latur vegavinnustrákur í sólskini. Mér finnst heil eilífð liðin, þegar sól- in tekur loks að síga til vesturs. Nú á að fara að „koma þessum stráum inn“, eins og Bárður orðar það. Hestur er sóttur og spenntur fyrir rakstrarvél- ina. Síðan sezt Jóhann Pétur í ökusæt- ið, því að jafnframt því sem hann er skáld og rithöfundur, er hann snill- ingur talinn í að stjórna hesti. Jónas á að vera við hlöðuna og færa heyið inn. Við Bárður erum í flekknum, ásamt Jórunni ráðskonu, sem nú er komin okkur til hjálpar. En nú er komið að því atriði, sem ég hef alltaf talið „rúsínuna“ í þessari sögu, og einnig dregur að lyktum hennar. Jóhann Pétur færði lieyið að hlöðu- vindauganu, og dvaldist honum í fyrstu lengi í hverri ferð. Vissum við ekki, hvað þeir Jónas höfðust að, en er líður, veiti ég því athygli, að Pétur er orðinn óeðlilega glaður í bragði. Hann talar gælum til hestsins, varpar glettni að ráðskonunni og syngur stundum við raust vísur, sem hann yrkir um leið. Bárði líkar þetta vel, en mér finnst það grunsamlegra, eftir því sem lengra líður, því að stöðugt eykst þessi kynlega kæti. Jóhann Pét- ur er bókstaflega orðinn ofsaglaður. Þegar tæpur helmingur er búinn af flekknum, dregur snögglega upp ský á suðurlofti. Þau dreifast fl jótt og byrgja að lítilli stundu fyrir sólina. Aldrei hef ég vitað, að þykknað gæti svo snögglega í lofti, svo sem reynd varð á. Ég verð alls hugar feginn og finnst þetta réttlát refsing guðs á hendur hreppstjóranum og Bárði. Mig hlægði, ef það rigndi nú ofan í heyið eftir allt saman, og ég óskaði þess eins, að skúrin léti ekki lengi á sér standa. Bárður skipar okkur nú að duga vel, jafnvel Jóhann Pétur eggjar okk- ur. Mig undrar hátterni vinnumanns- ins enn meir. Auðvitað get ég skilið, að hann gleðjist yfir regninu, en mér finnst ólíklegt, að hann hafi séð fyrir, að svona mundi fara, löngu áður en skýskaf sást á lofti. Eða var Jóhann Pétur kannske framsýnn? Loftið verður þyngra og mollulegra með hverju andartaki, sem líður. And- vana golur læðast hingað og þangað, hverfa seinast kraftlausar, og undarleg kyrrð og þögn ræður ríkjum í nokkr- ar mínútur. Svo falla fyrstu regndrop- arnir. Þá er það, að ég fæ skýringu á hinní undarlegu kæti Jóhanns Péturs: Ég- geri mér ferð til hans og spyr í gamni„ hvort hann sjái rigninguna. En Jóhann Pétur svarar engu. Andlit hans er rauðleitt, augun. þrútin og starandi. Hann patar hönd- unum út í loftið og riðar í sætinu: Hann er yfir sig drukkinn! Ég stend þarna steinhissa og glápí á manninn, eins og tröll á heiðríkju- Nú rykkir hann hastarlega í taumana og keyrir hestinn sporum inn í miðj- an flekkinn. Þar snýr hann sitt á hvað og þvoglar óskiljanleg orð, með handapati og vitleysislegum tilburð- um. Bárður æpir til hans mjóum, rám- um rómi. Hann heldur, að Jóhann Pétur sé orðinn vitlaus, og hleypur til að ná af honum taumunum. En áður en honum tekst það, missir ökusnill- ingurinn jafnvægið og stingst á höfuð- ið til jarðar. Nú er byrjað að rigna, svo að um munar. Regnið hellist nið- ur með þungum nið, og heyið gegn- blotnar á svipstundu. Og úr því að: hér er ekki meira að gera, þá geng ég heim á leið. Mér leikur líka forvitni á að sjá, hvað Jónas starfar. Er ég kem fyrir hlöðuhornið, sé ég, hvar Jónas liggur í miðri beðjunni, sem lítið hef- ur gengið inn í hlöðuna. Hann virðist ekki taka eftir mér, en syngur klökkum rómi gamla fer- skeytlu — Nú er hlátur nývakinn. — Nú er grátur tregur. — En uppi á hlöðuveggnum stendur tóm romm- flaska. Hún hafði átt að vera þeim félögunum veganesti á skógarmótinu, en er það lirást, höfðu þeir tekið til flöskunnar. Ég stend hugsi litla stund og hlusta á æðru Bárðar gamla-og drafanda Jóhanns Péturs, sem berst gegnum regnniðinn utan af túninu. Svo tek ég mína ákvörðun: Flýti mér heim, hef fataskipti og held niður á veginn með það í huga, að taka mér fari með fyrstu bifreið, sem fer inn til skógarins. Hvað gat ég annað gert? Hvort Jóhann Pétur og Jónas eru enn á hreppstjórasetrinu, veit ég ekki, því að ég hef ekki komið þar síða’-'. Frentverk Odds Björnssonar 1945

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.